mobile navigation trigger mobile search trigger
09.11.2017

42. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 9. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Formaður, Jón Kristinn Arngrímsson Varaformaður, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir Aðalmaður, Þorvarður Sigurbjörnsson Aðalmaður og Þóroddur Helgason og Bjarki Ármann Oddsson Embættismenn.

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi

Dagskrá:

1.

1611121 - Vinna við forvarnir fyrir árið 2017

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir helstu forvarnarverkefnum ársins 2017. Í byrjun árs 2017 vann íþrótta- og tómstundafulltrúi, í samstarfi við forstöðumenn stofnana, að skráningu forvarnarverkefna sem unnin voru árið 2016. Skráningin var liður í að gera áætlanagerð auðveldari og forvarnarstarfið markvissara í samræmi við Fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. Í framhaldi af þeirri vinnu var gerð áætlun yfir sameiginleg forvarnarverkefni sem ætlunin var að framkvæma á árinu 2017. Fyrir utan þau hefðbundnu forvarnarverkefni sem unnin voru í skólum og félagsmiðstöðvum fóru fram fimm opnir fræðslufyrirlestrar á árinu 2017. Þetta voru: Hinsegin fræðsla, Forvarnardagar VA, Heilsusamleg æska, Leið að farsælum eldri árum og Streita og streituvarnir. Vinna við gerð forvarnaráætlunar ársins 2018 er hafin. Ræddar voru hugmyndir að forvarnarverkefnum.

2.

1710015 - Frístundaakstur

Íþrótta- og tómstundafulltrúi og sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs hafa unnið minnisblað um hugmynd að breytingu á akstri samæfinga-, skíða- og skólaaksturs. Minnisblaðið var kynnt íþrótta- og tómstundanefnd. Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í hugmyndina og hvetur til þess að starfshópur verði skipaður eins og fram kemur í minnisblaði.

3.

1702203 - Úthlutunarreglur íþróttastyrkja uppfærðar 2017

Á 36. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að óska eftir umsögnum frá íþróttafélögum um drög að breytingum á reglum um íþróttastyrki. Engar umsagnir bárust. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir breytingarnar á úthlutunarreglum fyrir íþróttastyrki fyrir sitt leyti og vísar reglunum til bæjarráðs til staðfestingar.

4.

1710102 - Undirskriftarlisti um að breyta opnunartíma í Sundlaug Eskifjarðar

Íþrótta- og tómstundanefnd hefur borist undirskriftarlisti sem legið hefur frammi í afgreiðslu Sundlaugar Eskifjarðar vegna breytingar á opnunartíma sundlaugarinnar um helgar yfir vetrartímann. Það er skoðun þeirra sem standa að undirskriftarlistanum að það sé betra að hafa opnunartímann frá kl. 10:00 eða 11:00 f.h. til kl. 16:00 eða 17:00 e.h. í stað frá kl. 13:00 til 18:00. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir fyrir sitt leyti að breyta opnunartíma Sundlaugar Eskifjarðar um helgar yfir vetrartímann frá kl. 11:00 til 16:00 veturinn 2017-2018 og vísar erindinu til bæjarráðs til staðfestingar. Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera minnisblað til bæjarráðs á grundvelli umræðu í nefndinni.

5.

1706018 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd

Farið var yfir fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 og starfsáætlun í íþrótta- og tómstundamálum fyrir árið 2018. Engar breytingar voru gerðar á fjárhagsáætlun sem fór til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Í áætluninni er gert ráð fyrir rekstrarniðurstöðu upp á 697.911.000 kr., þ.e. tekjum upp á 107.310.000 kr., launum og launatengdum gjöldum 215.451.000 kr. og öðrum rekstarkostnaði upp á 589.770.000 kr. Gert er ráð fyrir sama þjónustustigi og árið 2017.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30