mobile navigation trigger mobile search trigger
11.05.2015

427. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 427. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 11. maí 2015

og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu. 

Dagskrá:

 

1.

1505060 - Augnlæknaþjónusta í Fjarðabyggð

Bréf Sigurborgar Einarsdóttur er varðar augnlæknaþjónustu í Fjarðabyggð. Bæjarráð tekur heilshugar undir áhyggjur bréfritara og ítrekar enn og aftur áskorun sína til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, að tryggja augnlæknaþjónustu við íbúa Fjarðabyggðar. Núverandi ástand er algjörlega óviðunandi.

 

2.

1411156 - Umsókn um stöðuleyfi - Strandgata 8; 740

Bréf Magna Björns Sveinssonar er varðar stöðuleyfi fyrir bát í Neskaupstað. Bæjarstjóra falið að fara yfir efni bréfsins með bréfritara.

 

3.

1505050 - Styrkumsókn í formi niðurfellrar húsaleigu

Beiðni Slysavarnardeildarinnar Hafdísar um styrk vegna húsaleigu í tengslum við Kvennaþing Landsbjargar sem haldið verður í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði 9. - 11.september 2016. Bæjarráð samþykkir að veita styrk á móti húsleigu sem tekin verði af fjárheimild ársins 2016.

 

4.

1504184 - Fjölgun veitingastaða í Fjarðabyggð

Tillögu vísað frá fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn. Ungmennaráð Fjarðabyggðar vill leggja til við bæjarstjórn að hún beiti sér með einhverjum hætti fyrir því að fá hingað í sveitarfélagið fleiri veitingastaði. Ungmennaráð nefndi í þessu sambandi sérstaklega tilteknar keðjur veitingastaða sem eru vinsælar á meðal ungs fólks. Ungmennaráðsmeðlimir gera sér grein fyrir því að það er ekki í verkahring bæjaryfirvalda að opna eða reka slíka staði en ráðið myndi þó gjarna vilja sjá fleiri slíka staði í Fjarðabyggð og vill því að sveitarfélagið geri það sem í valdi þess er, til að liðka fyrir opnun slíkra staða. Bæjarráð fagnar áhuga ungmennaráðs á samfélagsmálum og mun hér eftir, sem hingað til, beita sér fyrir að þjónusta í sveitarfélaginu verði sem fjölbreytilegust.

 

5.

1505001 - Fólk fyrir fólk, megi breytingar blómstra

Framlagt erindi frá tíu ungmennum af Austurlandi, sem munu taka þátt í ungmennaskiptum í Póllandi í ágúst. Yfirskrift verkefnisins er Fólk fyrir fólk, megi breytingar blómstra (People4People, Let the Change Grow ) og er samstarfsverkefni ÆSKA - Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi, EJR í Þýskalandi og lúthersku kirkjunnar í Póllandi. Alls eru 30 ungmenni þátttakendur og 6 fararstjórar frá þessum þremur löndum. Óskað er eftir styrkveitingu og að gerðar verði athugasemdir við styrki Evrópusambandsins sem breyttust um síðustu áramót. Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til afgreiðslu.

 

6.

1503195 - Grjótvarnir í Fjarðabyggð

Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna og formaður hafnarstjórnar sátu þennan lið fundarins. Farið yfir verkefni hafnarstjórnar og stöðu framkvæmda.

 

7.

1411143 - Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES

Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 21. apríl sl. var fjallað um kynningu Póst- og fjarskiptastofnunar á leiðbeiningum á uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES. Þá var til umfjöllunar tillaga um að SSA leiði vinnu við að undirbúa fyrirhugaða uppbyggingu ljósleiðaravæðingar á Austurlandi öllu en sveitarfélögin greiði kostnaðinn. Verkefnisstjóra sveitarstjórnarmála var falið að senda tillöguna til umsagnar hjá sveitarfélögunum með hliðsjón af leiðbeiningum Póst- og fjarskiptastofnunar. Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 11. maí nk. Bæjarráð tekur jákvætt í að SSA leiði vinnu við ljósleiðaravæðingu á Austurlandi en lögð verði fram áætlun um hvernig vinnu verði hagað.

 

8.

1504192 - Lög íbúasamtaka Reyðarfjarðar

Framlögð til kynningar lög Íbúasamtaka Reyðarfjarðar.

 

9.

1505047 - Ársskýrsla HAUST 2014

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2014, lögð fram til kynningar.

 

10.

1505052 - Ársfundur Austurbrúar ses. 2015 - 19.maí

Ársfundur Austurbrúar verður haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 16:00, í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði. Bæjarstjóri mun sækja fundinn og fara með umboð bæjarins.

 

11.

1505045 - Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 1. útgáfa

Minnisblað Sambandsins, frá 28.apríl, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt á mannvirki tengd ferðaþjónustu, lagt fram til kynningar. Vísað til kynnningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

 

12.

1504163 - 689. mál, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026,

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um landsskipulagsstefnu. Vísað til kynnningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

 

13.

1504170 - Umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtgryggingu, 561.mál

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu, 561. mál.

 

14.

1504169 - 629. mál til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá 22. maí 2013 er getið þeirrar fyrirætlunar að setja lög um sérstök verndarsvæði í byggð með það markmið að vernda sögulega byggð. Til að hrinda í framkvæmd þessari stefnu stjórnvalda var á haustdögum 2013 hafin vinna við frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð. Frumvarpið var samið í forsætisráðuneytinu. Bæjarráð lýsir ánægju með frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð og vonar að vel takist til.

 

15.

1505011 - 696. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala),

Lagt fram til kynningar. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og félagsmálanefnd.

 

16.

1505012 - 703. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta

Lagt fram til kynningar.

 

17.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

Ársreikningar Hitaveitu Fjarðabyggðar, Rafveitu Reyðarfjarðar og Eignarhaldsfélagsins Hrauns, lagðir fram til kynningar.

 

18.

1503121 - Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

Ákvörðun um staðsetningar og fyrirkomulag viðtalstíma bæjarfulltrúa næstu mánuði. Næsti fundur verður á bókasafninu í Neskaupstað þriðjudaginn 26. maí kl. 17:00. Fimmtudaginn 25. júní verður viðtalstími á bókasafninu á Stöðvarfirði.

 

19.

1501235 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015

Fundargerðir Náttúrustofu frá 6. og 24. apríl 2015, lagðar fram til kynningar.

 

20.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

Þennan lið fundarins sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri. Áframhaldandi vinna við tillögur KPMG og Skólastofunnar ehf.

 

21.

1504015F - Fræðslunefnd - 15

Fundargerð fræðslunefndar, nr. 15 frá 28.apríl 2015, lögð fram til kynningar.

 

22.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 69 frá 27. apríl 2015, lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00.