mobile navigation trigger mobile search trigger
14.12.2017

43. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 14. desember 2017 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Formaður, Jón Kristinn Arngrímsson Varaformaður, Jóna Petra Magnúsdóttir Aðalmaður, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir Aðalmaður, Þorvarður Sigurbjörnsson Aðalmaður, Anna Margrét Sigurðardóttir Varamaður, Einar Sverrir Björnsson Varamaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir Varamaður, Guðmundur Arnar Guðmundsson Varamaður, Bjarki Ármann Oddsson Embættismaður og Þóroddur Helgason Embættismaður.

Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson

Dagskrá:

 

1.

1710124 - Skýrsla um ferðasumarið 2017

Framlögð skýrsla upplýsingafulltrúa um stöðu ferðamála í Fjarðabyggð sumarið 2017. Í skýrslunni er farið yfir aðsókn að söfnum, tjaldsvæðum og sundlaugum. Kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd.

2.

1711178 - Sundlaug Eskifjarðar - úttekt í aðgengismálum

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra stóð að notendaúttekt á sundlaugum á svæði aðildarfélaganna með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaða. Heiti verkefnisins var: Sundlaugar okkar ALLRA! Sundlaug Eskifjarðar var valin í úttektinni. Skýrslan var lögð fram til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Sjálfsbjörgu fyrir skýrsluna. Fram koma í skýrslunni nokkur atriði þar sem þörf er á úrbótum. Íþrótta- og tómstundanefnd mun vinna að úrbótum í aðgengismálum og hvetur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að kynna sér skýrsluna og vinna að úrbótum í aðgengismálum við íþróttamiðstöðvar í Fjarðabyggð.

3.

1711032 - Vinna við forvarnir fyrir árið 2018

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir þremur forvarnarviðburðum sem fyrirhugaðir eru á vorönn 2018. Viðburðirnir eru Forvarnir og fræðsla um hættur við rafsígarettur, fyrirhugaður 22. og 23. janúar. Forvarnardagur VA, foreldrafélags VA og Nesskóla og fjölskyldusviðs er fyrirhugaður 23. og 24. febrúar og 5. og 6. mars verður kynfræðsla sem Sigga Dögg Arnardóttir mun annast. Í tengslum við þessa viðburði verða fyrirlestrar fyrir almenning. Einnig kom fram að Fjarðaforeldrar í samráði við fjölskyldusvið hefði hug á að koma á forvarnarviðburði um snjalltæki.

 

 

 

4.

1712032 - Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2017

Borist hafa tilnefningar frá íþróttafélögum í Fjarðabyggð vegna kjörs á íþróttamanni Fjarðabyggðar. Tilkynnt verður hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2017 við hátíðlega athöfn á Stöðvarfirði, föstudaginn 29. desember kl. 17:00.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00