mobile navigation trigger mobile search trigger
13.07.2015

435. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 435. fundur 
haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 13. júlí 2015
og hófst hann kl. 12:30


Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Gunnar Jónsson bæjarritari og Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá:

1.  1502047 - Norðfjörður - tunna á enda grjótgarðs
Fundargerð frá opnun tilboða í gerð tunnu á skjólgarð Norðfjarðarhafnar dagsett 8. júlí 2015. Í verkið bárust tvö tilboð, frá Ísar ehf og Hérðasverki ehf. Lægra tilboðið átti Héraðsverk upp á 36,5 millj.kr. eða 110,4% af kostnaðaráætlun sem var 31,1 millj.kr. Hafnarstjórn samþykkti á fundi 9.júlí að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Bæjarráð staðfestir samþykkt hafnarstjórnar.
   
2.  1502053 - Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015
 Framlögð til kynningar fundargerð 829. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 3.júlí.
   
3.  1507002F - Hafnarstjórn - 153
 Fundargerð hafnarstjórnar frá 9. júlí sl. samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
 3.1. 1506176 - Björgunarbátur á Fáskrúðsfirði

Bréf Björgunarsveitarinnar Geisla Fáskrúðsfirði um að Fjarðabyggð komi að fjármögnun vegna kaupa á björgunarbát. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með björgunarsveitinni og ræða verkefnið.
 
  
Guðmundur Bjarnason fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar lést 11.júlí sl. Guðmundur var fyrsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar á árunum 1998 - 2006. Áður hafði Guðmundur verið bæjarstjóri í Neskaupstað frá 1991.
Bæjarráð vottar Klöru Ívarsdóttur eftirlifandi eiginkonu Guðmundar og fjölskyldu hans, innilega samúð vegna fráfalls hans.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50.