mobile navigation trigger mobile search trigger
24.08.2015

440. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 440. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 24. ágúst 2015

og hófst hann kl. 14:30 

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson varaformaður, Valdimar O Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu, er jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.

1505157 - 740 Þiljuvellir - Umsókn um byggingarlóð

Lögð fram lóðarumsókn Guðmundar Elíassonar, f.h. Fjarðabyggðar dagsett 27. maí 2015, þar sem sótt er um lóðina Þiljuvelli 13 á Norðfirði. Flytja á Gamla Lúðvíkshúsið á lóðina. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Þiljuvöllum 13. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni og fellir niður gatnagerðargjald skv. 6.gr. laga 153/2006 þar sem verið er að flytja húsið milli lóða og byggingarmagn er óbreytt.

 

2.

1508060 - Bréf vegna inntöku barns á Leikskólann Dalborg

Erindi Margrétar Þórhildar er varðar inntöku barna á leikskólann Dalborg á Eskifirði. Samkvæmt reglum um leikskóla Fjarðabyggðar er miðað við að börn geti hafið leikskóladvöl við eins árs aldur. Þá er boðið er upp á þjónustu dagforeldra, sé hægt að koma því við. Því miður eru ekki starfandi dagforeldrar í Fjarðabyggð nema í Neskaupstað, þrátt fyrir að auglýst hafi verið eftir slíkri þjónustu. Ekki er boðið upp á þjónustu umfram fyrrgreindar leiðir. Bæjarráð getur því ekki orðið við beiðni. Fræðslustjóra falið að svara erindi bréfritara og umfjöllun um leikskólaþjónustu sveitarfélagsins vísað til fræðslunefndar.

 

3.

1507016 - Endurskoðun á reglum um leikskóla

Vísað frá fræðslunefnd. Fyrir liggur tillaga að breytingu á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð og minnisblað fræðslustjóra sem fræðslunefnd óskaði eftir fyrr á árinu. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingum á reglum á þann veg að leikskólum í Fjarðabyggð verði gert kleift að innrita kennitölulaus börn að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með breytingunum eru betur tryggð réttindi kennitölulausra barna. Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráð samþykkir tillögu og vísar henni til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.

 

4.

1507135 - Þjóðarsáttmáli um læsi barna í grunnskólum

Framlögð gögn um þjóðarsáttmála um læsi barna í grunnskólum. Fræðslunefnd hefur lýst ánægju með framtakið sem er í takt við áherslur fræðslunefndar og bæjarstjórnar og hvetur til þess að Fjarðabyggð verði aðili að þjóðarsáttmála um læsi. Bæjarráð samþykkir þátttöku í átakinu og felur bæjarstjóra að undirrita sáttmálann f.h. Fjarðabyggðar.

 

5.

1507029 - Skíðasvæðið í Oddsskarði - útvistun rekstrar

Ein ósk hefur borist um umræður um útvistun reksturs Skíðasvæðisins í Oddsskarði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við hlutaðeigandi og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

 

6.

1411143 - Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES

Tilboð Verkfræðistofunnar Eflu um forhönnun vegna framkvæmda við uppbyggingu ljósleiðaraneta. Bæjarráð samþykkir, fyrir sitt leyti, að taka tilboði, en vísar málinu til frekari umfjöllunar og ákvörðunar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.

 

7.

1508069 - Beiðni um styrk vegna ferðar til Ungverjalands

Beiðni UÍA um styrk vegna ferðar til Ungverjalands. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr. en tvö ungmenni úr Fjarðabyggð eru í hóp sem fer til Ungverjalands. Tekið af liðnum óráðstafað 21-690.

 

8.

1505060 - Augnlæknaþjónusta í Fjarðabyggð

Lagt fram til kynningar svar velferðarráðuneytisins frá 20.ágúst, vegna stöðu mála í augnlæknaþjónustu á Austurlandi. Samkvæmt svari ráðuneytisins er Örn Sveinsson augnlæknir væntanlegur á næstunni til að sinna brýnustu tilvikum en jafnframt mun HSA auglýsa eftir augnlækni til að sinna þjónustu í framtíðinni með reglubundnum hætti.

 

9.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

Þennan lið fundarins sat fjármálastjóri. Áframhaldandi umræða samkvæmt áætlun um fjárhagsáætlun 2016.

 

10.

1501273 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015

Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 56 frá 11. ágúst 2015, lögð fram til kynningar.

 

11.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 72 frá 17. ágúst 2015, lögð fram til kynningar.

 

12.

1508006F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 124

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 124 frá 17. ágúst 2015, lögð fram til kynningar.

 

13.

1508004F - Fræðslunefnd - 18

Fundargerð fræðslunefndar, nr. 18 frá 18. ágúst 2015, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.