mobile navigation trigger mobile search trigger
22.09.2015

442. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 442. fundur
haldinn Nesskóla í Neskaupstað, mánudaginn 14. september 2015
og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson.

Dagskrá:

1. 1503049 - Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur og framkvæmdir janúar - júlí 2015 ásamt yfirliti yfir tekjur og launakostnað fyrir janúar - ágúst 2015.

2. 1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Vinnu við fjárhagsáætlun 2016 fram haldið.
Bæjarritari fór yfir áætlun fyrir sameiginlegan kostnað.

3. 1501010 - Fjármál 2015
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fundurliður færður til trúnaðarmálabókar.

4. 1509077 - Milli landaflug á Íslandi
Fundurliður færður til trúnaðarmálabókar.
Bæjarráð samþykkir að vísa ákvörðun til bæjarstjórnar.

5. 1509006 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 24. og 25. september á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Skráningu lýkur mánudaginn 21. september. Farið yfir skipulag og dagskrá fundarins.

6. 1509017 - Ársreikningur Búseta 2014
Ársreikningur Búseta Norðfirði svf. fyrir árið 2014 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans.

7. 1503140 - Aðalfundur SSA 2015
Þennan lið dagskrár sat Björg Björnsdóttir verkefnastjóri sveitarstjórnarmála hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
Lagðar fram ályktanir aðalfundar SSA sem haldinn verður 2. og 3. október n.k. Bæjarráð fór yfir ályktanir sem liggja fyrir aðalfundinum.

8. 1509016 - Tilkynning um hagræðingarkröfu
Fram lagt bréf Orkustofnunar frá 1.september sl. er varðar hagræðingarkröfur næstu ára. Orkustofnun hefur það lögbundna hlutverk að setja flutningsfyrirtækinu og dreifveitum tekjumörk á grundvelli 12. og 17 gr. raforkulaga nr. 65/2003 og reglugerðar nr. 550/2012 um mat á vegnum fjármagnskostnaði, sem viðmið fyrir leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku.
Áður rætt í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Lagt fram til kynningar.

9. 1509011 - Tilkynning um fyrirhugaða tímabunda skerðingu á jafnorku til húshitunar
Fram lögð tilkynning Landsvirkjunar til Rafveitu Reyðarfjarðar, um fyrirhugaða tímabundna skerðingu á jafnorku til húshitunar vegna stöðu miðlunarlóna.
Áður rætt í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Lagt fram til kynningar.

10. 1509012 - Uppsögn samnings um eldvarnareftirlit í Breiðdalshreppi
Fram lagt bréf Breiðdalshrepps sem sagt hefur upp samningi um eldvarnareftirlit í Breiðdalshreppi. Óskað er eftir að samningur verði laus 30. september n.k.
Vísað til slökkviliðsstjóra.

11. 1508085 - Stefnumótun í almenningssamgöngum
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram minnisblað frá verkefnastjóra á framkvæmdasviði varðandi stefnumótun í almenningssamgöngum. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur falið verkefnastjóra á umhverfissviði að vinna málið áfram og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu.
Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram.

12. 1509082 - Vegna útboðs á rekstri Skíðamiðstöðvarinnar
Bréf Skíðafélags Fjarðabyggðar og Brettafélags Fjarðabyggðar er varðar aðgengi að skíðasvæðinu í Oddsskarði.
Bréfinu vísað til afgreiðslu samhliða útboði á rekstri skíðasvæðisins.

13. 1509073 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015
Fram lagt til kynningar fundarboð ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árið 2015 sem haldinn verður 23. september n.k. kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Norica.
Bæjarráð felur Páli Björgvini Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.

14. 1509075 - Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 25.september
Fram lagt til kynningar fundarboð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum föstudaginn 25. september n.k. kl 13:30 í tengslum við fjármálaráðstefnu Sveitarfélaga á Hilton Reykjavík Nordica.
Vísað til næsta bæjarráðsfundar.

15. 1509076 - Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle 16-18.október
Fram lagt til kynningar bréf þar sem bæjarfulltrúum Fjarðabyggðar og bæjarstjóra er boðið að sækja alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem verður haldið í þriðja sinn í Hörpu, Reykjavík, dagana 16 - 18. október.
Samþykkt að bæjarstjóri og verkefnastjóri atvinnumála sæki fundinn.

16. 1509051 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
Fram lagt bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um auglýsingu um umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiárið 2015 - 2016. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k.
Vísað til bæjarstjóra.

17. 1509049 - Lög um verndarsvæði í byggð - innleiðing
Fram lagt bréf Forsætisráðuneytisins þar sem boðað er til kynningarfunda um ný lög um verndarsvæði í byggð og innleiðingu þeirra. Sveitarfélögunum er ætlað hlutverk skv. lögunum. Kynningarfundur verður þriðjudaginn 15. september n.k. á Egilsstöðum.
Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að sækja fundinn.

18. 1502135 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2015
Framlögð til kynningar fundargerð 21.stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 21.ágúst 2015.

19. 1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 73 frá 10. september lögð fram til kynningar.

20. 1501273 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 57 frá 3.september 2015, lögð fram til kynningar.

21. 1509004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 126
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. september lögð fram til kynningar.

22. 1508014F - Fræðslunefnd - 19
Fram lögð til kynningar fundargerð fræðslunefndar frá 9. september s.l.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00