mobile navigation trigger mobile search trigger
13.09.2017

45. fundur fræðslunefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 13. september 2017 og hófst hann kl. 16:30

 Fundinn sátu:

Pálína Margeirsdóttir Formaður, Elvar Jónsson Aðalmaður, Kjartan Glúmur Kjartansson Aðalmaður, Guðlaug Dana Andrésdóttir Varaformaður, Aðalheiður Vilbergsdóttir Aðalmaður og Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, fræðslustjóri

Dagskrá: 

1.

1709007 - Heimsókn skólastjóra til fræðslunefndar haustið 2017

Skólastjórar Nesskóla, Grunnskólans á Eskifirði, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og leikskólans Kærabæjar gerðu fræðslunefnd Fjarðabyggðar grein fyrir skólastarfinu og svöruðu spurningum nefndarmanna. Fræðslunefnd þakkar skólastjórum fyrir greinargóðar upplýsingar.

2.

1709028 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Fræðslunefnd

Til umræðu voru drög að starfsáætlun fyrir 2018 og minnisblað bæjarstjóra til fræðslunefndar um fjárheimildir nefndarinnar, forsendur og tímaáætlanir. Fram kom hjá fræðslustjóra að vinna við launaáætlun hefði hafist í vikunni og stefnt væri að því að henni verði lokið í næstu viku.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30