mobile navigation trigger mobile search trigger
02.11.2015

450. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 450. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 2. nóvember 2015

og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson bæjarritari, er jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.

1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Áframhaldandi umræða um fjárhagsáætlun ársins 2016.

 

2.

1506140 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 - 2019

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Áframhaldandi umræða um fjárhagsáætlun 2017 til 2019.

 

3.

1510098 - Fjárhagsáætlun, viðaukar vð fjárhagsáætlun og samanburður við niðurstöðu ársreiknings 2014

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Drög að svarbréfi til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga ásamt afritum af greinargerð, fyrra bréfi og viðaukum 1-11 vegna ársins 2014. Bæjarráð samþykkir að bréfið verði sent.

 

4.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Framlagðar tillögur fjármálastjóra um breytingar á innkaupareglum Fjarðabyggðar. Bæjarráð vísar reglunum til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjóra falið að yfirfara reglurnar hvað varðar hlutverk fagnefnda í útboðsferlinu.

 

5.

1510206 - Atvinnu og þróunarmál Fjarðabyggðar

Verkefnastjóri atvinnumála kom inn á fundinn og fór yfir verkefni í gangi.

 

6.

1510205 - Rannsóknir vegna fornleifa við Stöð - Landnámsskáli

Fyrirhugað er að fara í fornleifagröft við Stöð í Stöðvarfirði m.a til að athuga hvort um landnámsbústað geti verið að ræða í því landi. Líkur til þess eru taldar mjög góðar. Vegna rannsóknar á fornleifum við Stöð í Stöðvarfirði ábyrgist sveitarfélagið Fjarðabyggð að þeir fornmunir sem hugsanlega kunna að finnast í þeim tveimur rannsóknarholum sem fyrirhugað er að taka í nóvember 2015 verði forvarðir og þeim komið í vörslu hjá Þjóðminjasafni Íslands eins og lög gera ráð fyrir. Bæjarráð samþykkir að ábyrgjast forvarnir á þeim gripum sem finnast. Vísað til kynningar í menningar- og safnanefndar. Ábyrgð þessi nær til tveggja rannsóknar hola og er gildistími hennar til 31. desember 2015.

 

7.

1510204 - Skólastjórnendur í Fjarðabyggð - kjaramál

Framlagt erindi frá skólastjórnendum í Fjarðabyggð, dagsett október 2015, þar sem þeir lýsa yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum með stöðu samningamála milli Skólastjórnendafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga. Einnig liggur fyrir undirskriftarlisti starfsmanna Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af uppsögnum skólastjórnenda. Bæjarráð vonast til að fari að sjást til lands í kjaraviðræðum starfsmanna sveitarfélaga.

 

8.

1510201 - Beiðni um að halda hátíð 1-3. júlí

Framlagt erindi frá íbúðasamtökunum á Reyðarfirði dags, 27. október 2015, þar sem sótt er um að fá að halda sameinaða hátíð hernámsdagsins og bryggjuhátíðar dagana 1. til 3. júlí 2016. Einnig er óskað upplýsinga um hvað áætlað ráðstöfunarfé fyrir hátíðina verður. Bæjarráð vísar erindi til menningar- og safnanefndar.

 

9.

1510200 - Umsókn um styrk til að halda hernámsdaginn

Framlagt erindi frá íbúasamtökunum á Reyðarfirði, dagsett 27. október 2015, þar sem óskað er eftir styrk til að halda hernámsdaginn með breyttu og stærra sniði. Hugmyndin er að sameina hernámsdaginn og bryggjuhátíðina. Bæjarráð vísar erindi til menningar- og safnanefndar.

 

10.

1510199 - Umsókn um leyfi til að setja upp minigolfvöll

Framlagt erindi frá íbúasamtökunum á Reyðarfirði, dagsett 27. október 2015, þar sótt eru um leyfi til að setja upp minigolfvöll á túninu neðan við gamla kaupfélagið auk þess sem falast er eftir að Fjarðabyggð geri ráð fyrir starfsmanni við að aðstoða við uppsetningu á völlunum ef tekst að fjármagna gerð brautanna. Bæjarráð vísar erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

 

11.

1412029 - Meistarabréf og mat á persónustigum

Framlagður dómur félagsdóms í máli Alþýðusambands Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands, vegna Afls starfsgreinafélags, f.h. Berglindar Eiríksdóttur og Sigrúnar Sæmundsdóttur gegn sveitarfélaginu Fjarðabyggð, vegna viðurkenningar á greiðslu persónuálags. Dómurinn viðurkennir rétt þeirra til greiðslu persónuálags. Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar að niðurstaða sé komin í ágreining um framkvæmd kafla 10.2.3 í kjarasamningi hvað varðar mat á iðnmenntun. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fer með umboð sveitarfélagsins til kjarasamningagerðar og úrlausnar ágreiningsmála gagnvart viðsemjendum. Á þeim vettvangi er mikilvægt að kjarasamningar séu skýrir þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla með úrlausn mála. Leitað er ráðgjafar þess sem fer með umboðið og í þessu tilfelli náðist ekki niðurstaða á vettvangi samstarfsnefndar sem ætti á grundvelli kjarasamnings að geta leyst úr honum. Niðurstaða Félagsdóms er að meistararréttindi í iðngreinum, ótengdu starfi, veiti sömu álagsgreiðslu og stúdentspróf. Með þessari niðurstöðu er nú eytt óvissu um túlkun sem varð tilefni til þess að málinu var skotið til Félagsdóms og meistararéttindi nú jafn metin á við stúdentspróf enda er iðnám mikilvægt í starfasamsetningu sveitarfélagsins og Verkmenntaskóli Austurlands er ein af kjarnastofnunum þess.

 

12.

1511001 - Dagur leikskólans 6. febrúar 2016

Laugardaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í níunda sinn. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Vísað til fræðslunefndar.

 

13.

1501271 - Fundargerðir stjórnar SSA 2015

Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 27. október sl.

 

14.

1509175 - Aðalfundur HAUST 2015 - 28.október

Framlögð til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands ásamt yfirliti yfir skipan stjórnar og erindi um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs til 12 ára í stað landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45.