mobile navigation trigger mobile search trigger
23.11.2015

453. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 453. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 23. nóvember 2015

og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnlaugur Sverrisson er jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.

1306017 - Menningarstefna

Formaður menningar- og safnanefndar og markaðs- og upplýsingafultrúi sátu þennan lið fundarins og kynntu vinnu við menningarstefnu. Reiknað er með að stefnan verði tekin til endanlegrar afgreiðslu í menningar- og safnanefnd fyrir áramót, en að því loknu verður stefnunni vísað til bæjarráðs að nýju.

 

2.

1411001 - Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar

Bæjarstjóri fór yfir vinnu við fjölskyldustefnu. Vísað til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.

 

3.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar - Trúnaðarmál

Áframhaldandi umræða um mál sem hafa verið til umfjöllunar á síðustu vikum.

 

4.

1510181 - East Iceland Summer Academy 2016

Härjedalens Kulturcentrum, Flavia Devonas hefur sótt um 7.000 evra styrk ( um 1 milljón ISK) frá Fjarðabyggð, til að halda viðburð í formi vinnustofa sumarið 2016 í Neskaupstað. Búið er að sækja um styrk til Kultur Kontakt Nord. Menningar- og safnanefnd tók vel í erindið en hefur ekki fjármuni til að leggja í verkefnið. Því vísar nefndin málinu til bæjarráðs með ósk um framlag til verkefnisins, verði af því. Minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu lagt fram. Bæjarráð samþykkir að styrkja atburðinn ef af honum verður og aðrir styrkir til hans fást. Tekið af liðnum óráðstafað.

 

5.

1510104 - Styrkbeiðni - Leikfélag Norðfjarðar

Beiðni Leikfélags Norðfjarðar um styrk vegna húsaleigu sem hlaust af leiksýningum. Bæjarstjórn vísaði þessum lið í fundargerð menningar- og safnanefndar frá 12. nóvember sl. til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að styrkja sýninguna sem nemur greiddri húsaleigu.

 

6.

1511110 - Leyfi um aðstöðu í íþróttahúsi Reyðarfjarðar fyrir þorrablót 2016

Beiðni formanna Þorrablótsnefndar á Reyðarfirði um afnot af húsinu fyrir Þorrablóti í janúar 2016, með sama hætti og verið hefur undanfarin ár. Bæjarráð samþykkir afnot af húsinu fyrir þorrablótið.

 

7.

1511108 - Útgáfa bókar í minningu Árna Steinars

Stjórn samtaka garðyrkju- og umhvefisstjóra sveitarfélaga hyggur á útgáfu bókar til minningar um Árna Steinar Jóhannsson. Leitað er eftir þátttöku sveitarfélagsins. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til forstöðumanns stjórnsýslu til afgreiðslu.

 

8.

1511095 - 263.mál til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í frumvarpi þessu er lagt til að auknum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna álagningar sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010 frá miðju ári 2014 og út árið 2017, verði úthlutað til sveitarfélaga í samræmi við hlutdeild þeirra í álögðu heildarútsvari til að vega á móti þeim áhrifum sem lög nr. 40/2014, um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar, hafa á útsvarstekjur sveitarfélaganna. Frumvarpið hefur hins vegar ekki áhrif á heildarframlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna.

 

9.

1502135 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2015

Fundargerð 23. fundar frá 5.nóvember sl., lögð fram til kynningar.

 

10.

1509051 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra umboð til að staðfesta fyrirliggjandi samninga um vinnslu afla, vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016, sem og aðra þá samninga sem berast síðar til staðfestingar.

 

11.

1103156 - Vatnsveita Fjarðabyggðar - vatnsból Norðfirði

TRÚNAÐARMÁL. Jón Björn Hákonarson vék af fundi undir þessum lið. Minnisblað Hilmars Gunnlaugssonar lögmanns lagt fram sem trúnaðarmál. Málið er á dagskrá fundar eigna- skipulags- og umhverfisnefndar í vikunni og vísar bæjarráð málinu til afgreiðslu nefndarinnar.

 

12.

1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 77 frá 16. nóvember 2015, lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar því að innanríkisráðherra Ólöf Nordal hafi eytt þeirri óvissu sem málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið í um nokkurt skeið. Bæjarráð og bæjarstjórn Fjarðabyggðar hafa margítrekað bent á hversu mikilvægur Reykjavíkurflugvöllur er landinu öllu bæði með tilliti til öryggis og þjónustu fyrir landsmenn alla.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15.