mobile navigation trigger mobile search trigger
25.01.2016

461. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 461. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 25. janúar 2016

og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson bæjarritari er jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.

1601186 - Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2016

Lagt er til að bæjarráð heimili að framlengja í allt að eitt ár yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir að framlengja í allt að eitt ár yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á greiðslureikningi Fjarðabyggðar fyrir allt að 200 milljónir króna.

 

2.

1601221 - Átaksverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni - Ræsing

Átaksverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni - Ræsing. Verkefnið hefur það að markmiði að auka fjölbreytni starfa. Lagt til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu með framlagi upp á eina milljón kr. sem takist af liðnum óráðstafað.
Bæjarráð samþykkir að leggja til verkefnisins eina milljón kr. og felur bæjarstjóra undirritun samnings. Bæjarstjóri verður fulltrúi í nefndinni. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.

 

3.

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

Farið yfir málið og framgang verkefnisins.
Bæjarritar falið að yfirfara gögn frá Eflu og leggja tillögu fyrir bæjarráð.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

 

4.

1601217 - Starfshópur um þróun almenningsamgangna á Austurlandi ( SvAust )

Samkvæmt ákvörðun aðalfundar og stjórnar SSA verður unnið að þróun almenningssamganga á Austurlandi.
Lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir starfshóp um þróun almenningssamganga á Austurlandi auk minnisblaðs bæjarstjóra.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

 

5.

1510059 - Eistnaflug 2016

Lögð fram til kynningar drög að samningi við Millifótakonfekt ehf. vegna framkvæmdar Eistnaflugshátíðarinnar 2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Millifótakonfekt ehf. um hátíðina.

 

6.

1601220 - Tillaga um afleysingu félagsmálastjóra í fæðingarorlofi

Tillaga bæjarstjóra lögð fram til kynningar og afgreiðslu.
Fræðslustjóri leysir félagsmálastjóra af í fæðingarorlofi og leiðir starf fjölskyldusviðs í afleysingu. Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

7.

1601144 - Reglur um sérstakar húsaleigubætur 2016

Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar sl. tillögur að breytingum á reglum vegna sérstakra húsaleigubóta og matskvarða og vísaði til bæjarráðs til umræðu og afgreiðslu.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

 

8.

1601137 - Tillaga um breytingu á afslætti vegna heimaþjónustu

Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar tillögur til breytinga á gjaldi vegna félagslegrar heimaþjónustu. Félagsmálanefnd vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tillögur um breytingu á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu sem lagðar eru til í minnisblaðinu.

 

9.

1601150 - Aðalfundur Samorku 19.febrúar 2016

Aðalfundur Samorku verður haldinn föstudaginn 19. febrúar nk. kl. 10:30 á Icelandair Hótel Natura (Loftleiðir) Ársfundur samtakanna verður haldinn síðar sama dag kl. 13:00.
Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu.

 

10.

1601200 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016

Fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15.janúar 2016, lögð fram til kynningar.  Bæjarráð tekur undir bókun samtakanna hvað varðar viðskiptaþvinganir á Rússland.

 

11.

1501271 - Fundargerðir stjórnar SSA 2015

Fundargerðir stjórnar SSA frá 15. desember 2015 og 14. janúar 2016, lagðar fram til kynningar.

 

12.

1601210 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2016

Fundargerð félagsmálanefndar nr. 79 frá 20. janúar 2016, lögð fram til kynningar.

 

13.

1601011F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 18

Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar nr. 18 frá 20.janúar 2016, lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45.