mobile navigation trigger mobile search trigger
12.10.2017

47. fundur fræðslunefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 11. október 2017 og hófst hann kl. 16:30

 Fundinn sátu:

Pálína Margeirsdóttir Formaður, Elvar Jónsson Aðalmaður, Kjartan Glúmur Kjartansson Aðalmaður, Guðlaug Dana Andrésdóttir Varaformaður og Aðalheiður Vilbergsdóttir Aðalmaður.

 Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, fræðslustjóri 

Dagskrá: 

1.

1709214 - Gjaldskrá tónlistarskóla 2018

Fræðslunefnd skoðaði gjaldskrá tónlistarskólanna í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar.

2.

1709213 - Gjaldskrá leikskóla 2018

Fræðslunefnd skoðaði gjaldskrá leikskólanna í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga og úttekt ASÍ á 15 stærstu sveitarfélögum landsins fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar.

3.

1710065 - Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2018

Fræðslunefnd skoðaði gjaldskrá á skólamáltíðum í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar.

4.

1709212 - Gjaldskrá skóladagheimila 2018

Fræðslunefnd fór yfir gjaldskrá frístundar (skóladagheimila) í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrár viðmiðunarsveitarfélaga. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar.

5.

1709211 - Gjaldskrá grunnskóla 2018

Fræðslunefnd fór yfir gjaldskrá grunnskóla í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrár viðmiðunarsveitarfélaga fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar.

6.

1709028 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Fræðslunefnd

Farið var yfir fjárhagsáætlun í fræðslumálum og hún borin saman við úthlutaðan fjárhagsramma. Vitað var að töluverður munur yrði á áætlun og úthlutuðum fjárhagsramma þar sem ramminn tók mið af fjölda og rekstri á árinu 2017. Fjölgun nemenda í bæði leik- og grunnskólum kallar á fleiri stöðugildi í skólunum. Nýr samningur um skólamáltíðir sem og samþykkt bæjarstjórnar vorið 2017 varðandi bókun 1 í kjarasamaningi LNS og FG eru atriði sem vitað var að myndi auka kostnað. Munur á fjárhagsáætlun og fjárheimildum er um 3,6%. Einnig var farið yfir drög að starfsáætlun í fræðslumálum fyrir árið 2018. Fræðslustjóra er falið að ljúka við fjárhags- og starfsáætlun í takt við umræðu í nefndinni.

7.

1611029 - Viðbygging við leikskólann Lyngholt

Fræðslunefnd ræddi um fyrirhugaða stækkun leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði og hvernig bregðast megi við þeirri stöðu sem upp kemur um áramótin 2017-2018 þegar núverandi leikskólahúsnæði getur ekki lengur tekið á móti öllum börnum sem orðin eru 12 mánaða. Fræðslustjóri, leikskólastjóri og sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs hafa undanfarið skoðað möguleika á að koma fyrir lausri kennslustofu í námunda við skólann og skoða nýtingu á Félagslundi fyrir leikskóladeild. Það er álit fyrrnefndra aðila að erfitt sé að staðsetja lausa kennslustofu í námunda við skólann án þess að hún stæði í vegi fyrir framkvæmdum við viðbyggingu. Nýting á Félagslundi þykir vænlegri kostur og Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur gert úttekt á húsnæðinu og gert athugasemdir sem bregðast þarf við. Nú er unnið að því að kostnaðarmeta breytingar á húsnæðinu og yfirfara á hvern hátt deild verði best komið þar fyrir. Fræðslunefnd leggur mikla áherslu á að flýta vinnunni þannig að áfram verði hægt að bjóða öllum börnum sem orðin eru 12 mánaða upp á leikskólavist.

8.

1710041 - Velferðarvaktin - Kostnaðarþátttaka vegna skólagagna

Lögð var fyrir skýrsla Velferðarvaktarinnar, þar sem farið er yfir kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna skólanámsgagna. Fyrr í sumar samþykkti sveitarfélagið Fjarðabyggð að veita öllum nemendum ókeypis námsgögn. Framkvæmdin gekk mjög vel í grunnskólum sveitarfélagsins og mikil ánægja með ákvörðunina. Lagt fram til kynningar

9.

1710066 - Málefni nemenda

     Fært í trúnaðarbók.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00