mobile navigation trigger mobile search trigger
21.06.2016

478. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 478. fundur
haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 20. júní 2016
og hófst hann kl. 08:30


Fundinn sátu:
Jón Björn Hákonarson formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson.

Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson,

Dagskrá:

1. 1602052 - Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - apríl 2016, launakostnað og skatttekjur janúar - maí 2016.

2. 1602076 - Fjármál 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir þær breytingar sem fyrir liggur að gera þarf á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana á árinu 2016.

3. 1606106 - Kjara- og launamál 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lagt minnisblað um launahækkanir vegna kjarasamninga og breytingar frá núgildandi launaáætlun.
Reiknaðar hækkanir vegna breytinga á kjarasamningum þeim sem fyrir liggja samþykktir á árinu 2016 nema 93.913.796 kr.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna launabreytinga og vísar staðfestingu hans til bæjarstjórnar.

4. 1510088 - Leikskóli Neseyri - lóðar- og gatnaframkvæmdir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að flýta framkvæmdum við gatnagerð um eitt ár og vísar endalegri afgreiðslu til bæjarráðs. Kostnaður vegna flýtingar nemur 39,5 milljónum kr. sem eru fluttar frá árinu 2017 til ársins 2016.
Bæjarráð staðfestir að framkvæmdum við gatnagerð verði flýtt og felur fjármálastjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna tilfærslu fjármuna og vísar staðfestingu hans til bæjarstjórnar.

5. 1410115 - Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Hafnarstjórn samþykkir að leggja til Norðfjarðarflugvallar allt að 25. millj. kr. framlag til að efla öryggi í þágu sjófarenda sem fara um hafnir sveitarfélagsins.
Bæjarráð staðfestir tillögu hafnarstjórnar og felur fjármálastjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna framlagsins.

6. 1606075 - Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um að ekki þurfi að breyta viðmiðunarfjárhæðum í innkaupareglum Fjarðabyggðar sbr. 34. grein reglnanna um endurskoðun þeirra. Jafnframt er lögð fram tillaga vegna samfélagslegrar ábyrgðar um að stuðst verði við eftirfarandi samþykkt í útboðum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra um að viðmiðunarfjárhæðir verði óbreyttar og vísar staðfestingu til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að neðangreindur texti skuli vera hluti af öllum útboðsgögnum og verksamningum Fjarðabyggðar og stofnana:

"Bjóðandi mun tryggja að allir starfsmenn sem koma munu að verkinu, hvort sem er sem starfsmenn bjóðanda eða undirverktaka, fái laun og starfskjör í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og aðstæður þeirra séu í samræmi við löggjöf á sviði vinnuverndar. Hvenær sem er á samningstíma mun bjóðandi geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur gagnvart þessum starfsmönnum séu uppfyllt. Bjóðandi samþykkir að ef hann getur ekki framvísað gögnum eða sýnt eftirlitsmanni verksins fram á að samningsskyldur séu uppfylltar innan 5 daga frá því ósk um slíkt er borin fram af verkkaupa getur verkkaupi rift verksamningi án frekari fyrirvara eða ákveðið að beita dagsektum sem nemur 0,1% af samningsupphæð fyrir hvern dag sem umbeðnar upplýsingar skortir. Beiting þessara vanefndaúrræða hefur ekki áhrif á gildi verktryggingar."

7. 1606085 - Fasteignamat 2017
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð samantekt fjármálastjóra á breytingum á fasteigna- og lóðamati á milli áranna 2016 og 2017 ásamt lista yfir breytinguna frá Þjóðskrá Íslands.

8. 1606089 - Gjaldskrá sölu frá 1.7.2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar ákvörðun um hækkun á gjaldskrá sölu orku hjá Rafveitu Reyðarfjarðar um 1,2% til ákvörðunar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar að hækkun gjaldskrár.

9. 1606076 - Tilkynning vegna umsókna sveitarfélaga um framlög vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lögð til kynningar tilkynning vegna umsókna sveitarfélaga um framlög vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði að uppfylltum skilyrðum.
Vísað til fjármálastjóra og eigna- og framkvæmdafulltrúa.

10. 1604157 - 740 Mýrargata við íþróttavöll - umsókn um lóð
Fyrir liggur umsókn Fjarðabyggðar um lóðina Mýrargötu 4 í Neskaupstað fyrir aðstöðuhús við Norðfjarðarvöll. Grenndarkynningu er lokið með samþykki nágranna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Mýrargötu 4 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu þegar breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar með vísan til breytingar á deiliskipulagi sbr. samþykkt nefndarinnar.

11. 1606043 - 715 Þingholtsvegur 5 - kauptilboð
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Kauptilboð í fasteignina að Þingholtsveg 5 í Mjóafirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn sölu fasteignarinnar á lóðinni Þingholtsvegur 5 í Mjóafirði og vísar til bæjarráðs að taka endanlega ákvörðun um málið.
Fasteignin er ekki á lista yfir eignir sem bæjarstjórn hefur samþykkt til sölu.
Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar tillögu um að fasteignir að Þingholtsveg 3 og 5 í Mjóafirði verði settar á sölulista íbúðarhúsnæðis og auglýstar til sölu í framhaldinu.

12. 1508030 - Skilti og merkingar
Fram lögð tillaga starfshóps sem unnið hefur að skipulagi á skiltamálum sveitarfélagsins um framkvæmdir á árunum 2016 og 2017.
Bæjarráði líst vel á tillögu starfshóps og samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

13. 1106083 - Endurskoðun starfsmannastefnu Fjarðabyggðar
Lögð fram drög að Reglum um starfsþróun og samfelldan starfsferil, Reglum um fjarvistir, Reglum um meðferð brota í starfi, áminningar, frávikningar og uppsagnir,Reglum um starfslok, Leiðbeiningum um starfslok og stórviðburði, Reglum um bifreiðaafnot, Reglum um ráðningu í tímavinnu eftir 70 og innleiðingaráætlun. Starfshópur um mannauðsstefnu gerir ekki sérstakar athugasemdir við framlögð drög.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

14. 1503101 - Launakjör hlutastarfandi sjúkraflutningamanna
Framlagður til kynningar dómur Félagsdóms í máli Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna gegn Fjarðabyggð vegna hlutastarfandi sjúkraflutningamanna. Fjarðabyggð vann málið og var stefnanda Landsambandinu gert að greiða málsvarnarlaun Fjarðabyggðar.

15. 1511045 - Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir stöðu fjármála hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð.

16. 1604094 - Forsetakosningar 2016
Samkvæmt 46.gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, annast bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, gerð kjörskrár, fjallar um athugasemdir við kjörskrár, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og afgreiðir ágreiningsmál í samræmi við ákvæði laga um kosningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna forsetakosninganna 25. júní 2016. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.

17. 1604094 - Forsetakosningar 2016
Fram lögð auglýsing um kjörstaði í Fjarðabyggð vegna forsetakosninga 25. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir að kjörstaðir í Fjarðabyggð vegna forsetakosninga 25. júní 2016 verði:
Grunnskóli Stöðvarfjarðar á Stöðvarfirði
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar á Fáskrúðsfirði
Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju á Reyðarfirði
Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eskifirði
Nesskóli á Norðfirði
Sólbrekka í Mjóafirði.
Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka 22:00 nema í Mjóafirði þar sem kjörfundur er opnaður kl. 09:00 og lýkur strax og unnt er skv. 89. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands, en þó ekki fyrr en kl, 14:00 og ekki síðar en kl. 17:00

18. 1604094 - Forsetakosningar 2016
Fram lagt til kynningar bréf Innanríkisráðuneytisins um greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 2016.

19. 1606090 - Beiðni um umsögn - endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur skipað starfshóp sem er m.a. ætlað að koma með tillögu að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Áætlað er að starfshópurinn skili tillögu að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun 2014/52/ESB þann 15. september nk. Enn fremur er áætlað að starfshópurinn skili greinargerð eða tillögu að frumvarpi til breytinga á öðrum tilteknum ákvæðum laga nr. 106/2000 þann 1. desember 2016 og ljúki þar með störfum. Óskar starfshópurinn eftir tillögum eða ábendingum um breytingar sem talið er að þurfi að gera á ákvæðum laga nr. 106/2000 um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum, tímalengd ákvarðana um matsskyldu, endurskoðun matsskýrslu, innheimtu Skipulagsstofnunar á kostnaði vegna málsmeðferðar. Óskað er eftir að ábendingar berist ráðuneytinu í síðasta lagi þann 1. júlí nk.
Lagt fram til kynningar. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

20. 1606039 - Skuggakosningar
Tillaga frá ungmennaráði um að haldnar verði skuggakosningar í tengslum við næstu alþingiskosningar.
Bæjarráð samþykkir að stefnt verði að því að halda skuggakosningar í tengslum við næstu alþingiskosningar sem áformaðar eru í haust. Íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt forstöðumanni stjórnsýslu falið að skoða útfærslu og kostnað vegna kosninganna og leggja fyrir bæjarráð.

21. 1606093 - Samningur um þjónustu við olíuleit á Drekasvæði
TRÚNAÐARMÁL
Fyrir liggja drög að samningi við ASB (Artic Supply Base) um aðstöðu á hafnarsvæði vegna þjónustu við rannsóknar á hafsvæðinu norðan Íslands. Framkvæmdastjóri hafna gerði grein fyrir vinnu við samningsdrögin í samræmi við vinnuskjal sem honum í samráði við bæjarstjóra var falið að vinna áfram á fundi hafnarstjórnar 9.feb og 28.apríl sl. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samningsdrögin og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir drög að samningi fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra hafna að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra.

22. 1606086 - Aðalfundur Veiðifélags Dalsárs 10.júní 2016
Fram lögð til kynningar fundargerð aðalfundar Veiðifélagsins Dalsár sem haldinn var 10. júní s.l.

23. 1603017 - Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag nr. 840 frá 2. júní s.l. lögð fram til kynningar.

24. 1603122 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016
Framlögð til kynninga fundargerð barnavernanefndar nr. 63 frá 15. júní 2016

25. 1606005F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 147
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. júní lögð fram til kynningar.

26. 1606004F - Hafnarstjórn - 164
Fundargerð hafnarstjórnar frá 14. júní s.l. lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30