mobile navigation trigger mobile search trigger
19.09.2016

489. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 489. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 19. september 2016 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Dagskrá:

1.  

1605024 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017

Farið yfir skipulag funda bæjarráðs með undirnefndum vegna fjárhagsáætlunar 2017.  Fundað verður með formönnum og sviðsstjórum félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar miðvikudaginn 28. september. Mánudaginn 3. október verður fundað með formönnum og sviðsstjórum menningar- og safnanefndar, barnaverndarnefndar, eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Búið er að funda með hafnarstjórn.

 

2.  

1609017 - Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2017 og fjárhagsáætlun til þriggja ára

Framlagt minnisblað sambandsins um ýmsar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2017. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

 

3.  

1602052 - Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL

Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - júlí 2016, launakostnað og skatttekjur janúar - ágúst 2016.

 

4.  

1609099 - Eignasjóður - fjárhagsleg staða 2016

Framlögð umfjöllun fjármálastjóra um rekstur Eignasjóðs og breytingar á reiknaðri innri leigu fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir tillögur fjármálastjóra sem koma fram í minnisblaði.

 

5.  

1605165 - Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2017 ásamt langtímaáætlun

Á fundi hafnarstjórnar þann 13. september 2016 var fjárhagsáælun hafnarsjóðs fyrir rekstrarárið 2017 samþykkt ásamt langtímaáætlun og vísað til bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

 

6.  

1608072 - Gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2017

Á fundi hafnarstjórnar þann 13. september 2016 var gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir rekstrarárið 2017 samþykkt og vísað til bæjarráðs.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

 

7.  

1503131 - Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði

Á fundi hafnarstjórnar 13.september voru opnuð tilboð í niðurrekstur stálþils. Fjögur tilboð bárust í verkið og samþykkti hafnarstjórn að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem var Trévangur.
Bæjarráð staðfestir tillögu hafnarstjórnar um að ganga til samninga við lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra undirritun samninga.

 

8.  

1608073 - Rekstur hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar

Framlagt minnisblað fjármálastjóra um fjárhagsstöðu Hulduhlíðar, auk bréfs framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila til heilbrigðisráðherra, þar sem óskað er eftir heimild fyrir tveimur hvíldarinnlagnarrýmum. Farið yfir stöðu málsins.
Bæjarráð vísar málinu til félagsmálanefndar sem stjórnar hjúkrunarheimila.

 

9.  

1604134 - Tillaga frá Jyväskylä um samstarf í tengslum við vinabæjarsamskipti

Framlagt minnisblað deildarstjóra heimaþjónustu um evrópstyrkt verkefni, er varðar tækniþróun í öldrunarþjónustu á dreifbýlum svæðum á norðlægum slóðum.  Bæjarráð samþykkir aðilda að verkefninu með fyrirvara um hversu mikið vinnuframlag sveitarfélagið getur lagt til þess á næstu þremur árum.

 

Gestir

Þennan lið dagskrár sat deildarstjóri heimaþjónustu - 09:45

 

10.  

1606039 - Skuggakosningar

Framlagt minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu og íþrótta- og tómstundafulltrúa með tillögum ásamt drög að reglum, vegna framkvæmdar hugsanlegra skuggakosninga samhliða Alþingiskosningum í október nk.
Bæjarráð telur leið b í tillögum vænlega þar sem gert er ráð fyrir að skuggakosningar fari fram samhliða alþingiskosningum og kosið sé í kjördeildum Fjarðabyggðar. Leiðir a og c verði kannaðar nánar verði ekki hægt að fara leið b. Vísað til endanlegrar afgreiðs í ungmennaráði og til áframhaldandi vinnslu hjá forstöðumanni stjórnsýslu, íþrótta- og tómstundafulltrúa og yfirkjörstjórn Fjarðabyggðar.

 

11.  

1609075 - Beiðni um endurnýjun á auglýsingasamningi við KFF

Beiðni frá Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar um að endurnýja auglýsingasamning við félagið sem rennur út í árslok. Vísað til fjármálastjóra til úrvinnslu og frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017

 

12.  

1509028 - Uppgröftur í Stöð

Bréf áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði þar sem gerð er grein fyrir stöðu verkefnisins auk þess sem óskað er eftir framlagi til þess á fjárhagsáætlun ársins 2017.  Bæjarráð fagnar árangri sem hefur náðst með verkefninu og vísar beiðninni til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2016. Vísað til kynningar í menningar- og safnanefnd.

 

13.  

1502072 - Kortlagning beitarsvæða í Fjarðabyggð

Framlagðar reglur um leigulönd í Fjarðabyggð. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt drög að reglum og drög að samningi um beitar- og slægjulönd fyrir búfé í landi Fjarðabyggðar sem landbúnaðarnefnd hefur unnið. Nefndin vísaði málinu áfram til bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

 

14.  

1311150 - Búlandsborgir Norðfirði

Framlögð drög að samkomulagi við Þorgeir Þórarinsson um lúkningu afnota hans af jörðinni Búlandsborgum í Neskaupstað frá og með haustinu 2017.
Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna þess. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

 

15.  

1605076 - Aðalfundur SSA 2016

Framlagður til kynningar ársreikningur SSA fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun 2015 - 2017, sem verða á dagskrá aðalfundar SSA í október.

 

16.  

1609085 - 10.000 tonna laxeldi í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa - beiðni um umsögn

Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um 10.000 tonna laxeldi í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa. Umsögn óskast send fyrir 30.september nk.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar.
Framkvæmdastjóra hafna og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera drög að umsögn og leggja fyrir nefndirnar og bæjarráð til afgreiðslu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir lengdum umsagnarfresti til 1. nóvember.

 

17.  

1609087 - 10.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði - beiðni um umsögn

Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Stöðvarfirði. Umsögn óskast send fyrir 30.september. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar. Framkvæmdastjóra hafna og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera drög að umsögn og leggja fyrir nefndirnar og bæjarráð til afgreiðslu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir lengdum umsagnarfresti til 1. nóvember.

 

18.  

1609042 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017

Lögð fyrir drög að umsóknum um byggðakvóta fyrir alla sex byggðakjarna Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um byggðakvóta sbr. framlagðar tillögur.

 

19.  

1609096 - Alþingiskosningar 2016

Framlögð bréf frá Innanríkisráðuneyti og tölvupóstur frá Sýslumanninum á Austurlandi um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Ákvörðun um fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu með sama hætti og í forsetakosningunum í vor.
Bæjarráð samþykkir að leggja fram bókasöfn Fjarðabyggðar með sama fyrirkomulagi og var við forsetakosningar 2016 vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu Alþingiskosninga 2016.

 

20.  

1609097 - Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 23.9.2016

Ársfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður haldinn 23.september kl. 13:00 á Hilton Reykjavík.
Bæjarráð felur Snorra Styrkárssyni fjármálastjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.

 

21.  

1607068 - Ósk um greiðslu aksturspeninga til og frá vinnu

Málið tekið til umræðu og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs. Vísað til bæjarstjóra.

 

22.  

1609131 - Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle 7-9.október 2016

Boðsbréf á alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle - sem verður haldið í Hörpu, Reykjavík, dagana 7. - 9.október nk. Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar þar sem aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi er á sama tíma.

 

23.  

1603122 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016

Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 66 frá 9.september 2016, lögð fram til kynningar.

 

24.  

1609121 - Heimsókn frá Fljótsdalshéraði

Fundur með bæjarráði Fljótsdalshéraði um sameiginleg málefni sveitarfélaganna.

 

25.  

1609002F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 25

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 25 frá 8.september 2016, lögð fram til kynningar.

 

26.  

1609011F - Hafnarstjórn - 167

Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 167 frá 13.september 2016, lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00.