mobile navigation trigger mobile search trigger
11.10.2016

492. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 492. fundur
haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 10. október 2016 og hófst hann kl. 08:30


Fundinn sátu:
Jón Björn Hákonarson formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Valdimar O Hermannsson varaformaður, Gunnar Jónsson embættismaður og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson

Dagskrá:

1. 1602052 - Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - ágúst 2016, launakostnað og skatttekjur janúar - september 2016.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. - 08:50

2. 1605157 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - fræðslunefnd
Frá fundi fræðslunefnd 5. október s.l.
Fræðslunefnd fór yfir drög að starfsáætlun fyrir árið 2017 og fjárheimildir sem nefndin hefur til reksturs málaflokksins. Rekstraráætlunin tekur mið af úthlutunarreglum grunnskóla og drögum að úthlutunarreglum fyrir leikskóla.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2017 og frekari skoðunar bæjarstjóra.

Gestir
Þenann lið dagskrár sat fjármálastjóri - 09:10

3. 1605160 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - félagsmálanefnd
Frá fundi félagsmálanefndar 4. október s.l.
Félagsmálanefnd fór yfir drög að starfsáætlun fyrir árið 2017 og fjárheimildir sem nefndin hefur til reksturs málaflokksins.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2017 og frekari skoðunar bæjarstjóra.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri - 09:23

4. 1605178 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - Menningar- og safnanefnd
Frá 26. fundir menningar- og safnanefndar.
Framlögð drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn menningarmál fyrir árið 2017. Jafnframt lögð fram drög að starfsáætlun. Fjárhagsáætlun er innan úthlutaðs fjárhagsramma. Menningar- og safnanefnd samþykkir drög að fjárhagsáætlun og starfsáætlun og vísar til bæjarráðs.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2017 og frekari skoðunar bæjarstjóra.

Gestir
Þennan lið dagskrár dagskrár sat fjármálastjóri - 10:26

5. 1605156 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd 6. október s.l. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.
Fjárhagsáætlun málaflokka og deilda er innan fjárhagsramma.
Farið yfir drög að fjárfestingaráætlun árið 2017 fyrir sveitarstjóð.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2017 og frekari skoðunar bæjarstjóra.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálasjtóri - 09:30

6. 1605167 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2017 í íþrótta- og tómstundamálum
Frá fundi íþrótta- og tómstundanefndar 6. október s.l.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2017 og frekari skoðunar bæjarstjóra.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri - 10:10

7. 1609158 - Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir sölu raforku
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir að tillögur sinni eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Raveitu Reyðarfjarðar fyrir sölu raforku.
"Heimilt er að veita stórum orkukaupendum sérstök viðskiptakjör við sérstakar aðstæður þar sem tekið er mið af stöðu Rafveitu Reyðarfjarðar, magni viðskipta og öðrum samkeppnisaðstæðum."
Bæjarráð staðfestir tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um breytingu á gjaldskrá fyrir orkusölu.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri - 10:15

8. 1610074 - Endurmat á starfsmati starfa slökkviliðsmanna.
Fyrir liggur endurskoðað starfsmat á landsvísu fyrir störf slökkiviliðs- og sjúkraflutningamnna. Gildistími endurskoðunar nær til 1 maí 2014.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti endurskoðunina. Vísað til fjármálastjóra til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri - 10:20

9. 1610061 - Gjaldskrá bókasafna 2017
Frá menningar- og safnanefnd.
Farið yfir gjaldskrár safna. Menningar- og safnanefnd leggur til að gjaldskrár bóka- og minjasafna verði óbreyttar á milli ára. Nefndin leggur til að fram haldið verði gjaldfrjálsum afnotum fyrir íbúa Fjarðabyggðar að minjasöfnum líkt og var á árinu 2016. Vísað til staðfestingar bæjarráðs.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2017.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. - 10:22

10. 1610008 - Uppsögn/Yfirtaka á ræstingarsamningi við ISS Ísland
Iss hefur tilkynnt um uppsögn á ræstingarsamningum fyrirtækisins við Fjarðabyggð. Um er að ræða samninga um rætinga vegna bæjarskrifstofu og fjögurra leikskóla. Jafnframt er tilkynnt um að Fjarðaþrif ehf. og ISS hafi gert samning um yfirtöku þjónustunnar frá og með 1.11.2016 með samþykki sveitarfélagsins.
Vísað til fjármálastjóra til nánari skoðunar.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. - 10:25

11. 1603038 - Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð
Vísað frá fundi fræðslunefndar 5. októer s.l.
Fjallað var um drög að viðmiðunarreglum um úthlutun tímamagns til leikskóla. Fræðlunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til afgreiðslu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2017.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. - 10:30

12. 1604052 - Heilsueflandi samfélag - Fjarðabyggð
Frá íþrótta- og tómstundanefnd 6. október s.l.
Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Embættis landlæknis um þróunarverkefnið "Heilsueflandi samfélag". Verkefnið miðar að því að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa Fjarðabyggðar með markvissum þverfaglegum heilsueflingaraðgerðum. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skipaður verði þverfaglegur stýrihópur um verkefnið, að samningurinn verði samþykktur og vísar honum til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leiti en felur íþrótta- og tómstundafulltrúa nánari útfærslu í tengslum við hann. Jafnframt er íþrótta- og tómstundanefnd falið að skipa stýrihópinn. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. - 10:35

13. 1610048 - Hækkun mótframlags launagreiðenda i A deild Brúar lífeyrissjóðs
Framlagt og kynnt bréf Brúar lífeyrissjóðs um fyrirhugaða hækkun framlaga launagreiðenda til A deildar sjóðsins frá og með 1. janúar 2017 náist ekki heildarsamkomulag opinberra aðila vinnumarkaðarins og launþegasamtaka. Samkomulag þetta hefur verið í burðarliðnum og var undirritað 19. september s.l.

Gestir
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri - 10:40

14. 1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Framlagt sem trúnaðarmál erindi Eflu verkfræðistofu um stöuð hönnunar ljósleiðarakerfis í Fjarðabyggð.
Farið yfir málið og verður tekið upp síðar.

15. 1406124 - Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018
Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt um framlengingu á leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs til 31.12.2016.
Valdimar O Hermannsson tekur við störfum sem formaður bæjarráðs til 31.12.2016. Jafnframt tekur Ragnar Sigurðsson sæti aðalmanns í bæjarstjórn til sama tíma.

16. 1610068 - Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 2.nóvember
Framlagt aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Austurlands en fundurinn verður haldinn 2. nóvember n.k. í Snæfellsstofu í Fljótsdalshreppi.
Bæjarráð samþykkir að Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri fari með umboð fjarðabyggðar á aðalfundinum.

17. 1610002F - Menningar- og safnanefnd - 26
Framlögð til kynningar fundargerð menningar- og safnanefndar frá 5. október s.l.

18. 1609022F - Fræðslunefnd - 32
Framlögð til kynningar fundargerð fræðslunefndar frá 5. október s.l.

19. 1609025F - Félagsmálanefnd - 88
Framlögð til kynningar fundargerð félagsmálanefndar frá 4. október s.l.

20. 1610001F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 27
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6.10. lögð fram til kynningar.

21. 1609023F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 155
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. október lögð fram til kynningar.

22. 1603122 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016
Framlögð til kynningar fundargerð barnaverndarnefndar frá 22. september s.l.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00