mobile navigation trigger mobile search trigger
16.01.2017

505. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 505. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 16. janúar 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Valdimar O Hermannsson Varamaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá

1.

1701089 - Fjármál 2017

Lagt fram minnisblað fjármálastjóra og tillaga um sölu og söluaðferð fjögurra fasteigna Fjarðabyggðar. Um er að ræða húsnæði Kirkjumels, Sólvalla og Stekkjargötu á Norðfirði og Hulduhlíðar á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að auglýsa eignirnar til sölu.

2.

1612137 - Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 1

Framlagður viðauki 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana á árinu 2017. Í viðaukanum hefur fjármálastjóri dregið saman áhrif, á rekstur Fjarðabyggðar á árínu 2017, af nýjum og/eða breyttum kjarasamningum, breytingum á lögum lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og breytingum á mótframlög launagreiðanda til LSR og Brú-LSS. Viðaukinn er gerður í samræmi við samþykktir bæjarráðs frá 19. desember 2016 og 2. janúar 2017. Viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2017 vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

3.

1701095 - Fjárhagsáætlun 2016 - viðauki 6

Framlagður viðauki 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana á árinu 2016. Í viðaukanum hefur fjármálastjóri dregið saman áhrif af úthlutunum samkvæmt ákvörðunum bæjarráðs, úthlutun símenntunarstyrkja og námsstyrka og úr veikindalaunapotti. Viðaukinn hefur engin áhrif á rekstrarniðurstöðu eða fjárhag Fjarðabyggðar, einungis tilflutning á milli málaflokka og deilda. Viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2016 vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

4.

1603023 - Kaupréttarákvæði 2016 um Melgerði 13 Reyðarfirði

Fjallað um mögulega nýtingu á kauprétti á félagsaðstöðu eldri borgara í fasteigninni Melgerði 13 Reyðarfirði og mögulega lántöku vegna kaupanna. Áður á dagskrá bæjarráðs 15. mars og 14. október 2016. Bæjarráð samþykkir að nýta kauprétt á eigninni í samræmi við minnisblað fjármálastjóra. Vísað til samþykktar bæjarstjórnar.

5.

1612126 - Endurfjármögnun skammtímaláns 2017

Fjallað um fjármögnun greiðslu á skammtímaláni í lok janúar með lántöku, auk annarra ráðstafana í lánsfjármögnun Fjarðabyggðar og stofnana. Framlagt minnisblað og tillaga fjármálastjóra um fjármögnun og heimild til yfirdráttarheimildar. Bæjarráð samþykkir endurfjármögnun sbr. tillögur í minnisblaði. Lántöku vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

6.

1612091 - Viljayfirlýsing vegna Margildis ehf.

Kristján Þórarinn Davíðsson stjórnarmaður og Snorri Hreggviðsson framkvæmdastjóri Margildis sátu þennan lið fundarins og kynntu hugmyndir fyrirtækisins um vinnslu á hrálýsi til manneldis. Bæjarráð felur bæjarstjóra og atvinnu- og þróunarstjóra að vinna að viljayfirlýsingu við Margildi.

Gestir

Atvinnu- og þróunarstjóri - 09:45

7.

1612028 - Tillaga um breytingar á reglum Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu

Á síðasta fundi félagsmálanefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt; "Fyrir liggur minnisblað deildarstjóra búsetuþjónustu Fjarðabyggðar þar sem fyrir liggur tillaga að breytingum að reglum Fjarðabyggðar um félagslega þjónustu. Annars vegar er verið að skýra texta í 7. grein og lagt til að þar standi "Þjónustuþörf er metin í hverju einstöku tilviki. Að jafnaði er ekki veitt þjónusta sem aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri, geta annast." Felldur verði út textinn "Þjónustuþörf skal metin í hverju einstöku tilfelli og leitast skal við að veita þá þjónustu sem viðkomandi eða aðrir heimilismenn eru ekki færir um að annast sjálfir." Hins vegar er lögð til breyting á 4. grein þar sem greiðslur miðist áfram við tekjur en við bætist "og handbært fé notenda, þ.e. allra á heimilinu yfir 18 ára aldri skv. skattaframtali."“  Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

8.

1603038 - Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð

Fyrir liggja viðmiðunarreglur um úthlutun tímamagns til leikskóla í Fjarðabyggð og minnisblað um áhrif reglnanna. Fjárhagsáætlun 2017 tekur mið af reglunum. Fræðslunefnd hefur samþykkt reglurnar og vísar þeim til frekari umræðu og samþykktar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir viðmiðunarreglur um úthlutun tímamagns til leikskóla og vísar reglunum til staðfestingar bæjarstjórnar.

9.

1612043 - Sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð 2017

Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra með tillögu að sumarleyfum leikskóla í Fjarðabyggð sumarið 2017. Í minnisblaðinu er lagt til að leikskólarnir loki sem hér segir: Stöðvarfjarðarskóli 13.júlí til 9.ágúst, báðir dagar meðtaldir, Kæribær 13.júlí til 9.ágúst, Lyngholt 19.júlí til 15.ágúst, Dalborg 13.júlí til 9.ágúst og Eyrarvellir 29.júní til 26.júlí. Þá er athygli vakin á því að samkvæmt reglum um leikskóla í Fjarðabyggð geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna samfellt sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis. Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráð samþykkkir tillögu að sumarlokun leikskólanna.

10.

1612121 - Reglur um leikskóla Fjarðabyggðar

Fyrir liggur tillaga um breytingu á reglum um leikskóla til samræmis við samþykkta starfsáætlun og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017. Um er að ræða fjölda skipulagsdaga sem verða fimm í stað fjögurra og niðurfelling á fjögurra tíma afslætti á dag á vistunargjöldum fyrir elsta árgang leikskóla. Fræðslunefnd hefur samþykkt tillöguna og vísar henni til frekari umræðu og samþykktar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum um leikskóla.

11.

1701039 - Ungt fólk í Fjarðabyggð, samningur um rannsóknir á högum og líðan ungmenna

Fyrir liggur drög að samningi Fjarðabyggðar við Rannsóknir og greiningu um úrvinnslu úr rannsóknum á högum og líðan ungmenna í Fjarðabyggð. Samningurinn er í stórum dráttum líkur þeim samningi sem gilt hefur undanfarin fimm ár, en að þeim samningi komu auk fyrrgreindra aðila, Háskóli Reykjavíkur og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Markmið úrvinnslunnar er að vinna hagnýtar upplýsingar í hendur forvarnarhópa og bæjaryfirvalda til stefnumótunar og áætlunargerðar í málefnum ungmenna í sveitarfélaginu, styrkja faglegan grundvöll stefnumótunar, auka virði samfélagsins gagnvart börnum og stuðla að virkari þátttöku þeirra í samfélaginu. Fræðslunefnd hefur fjallað um málið og fagnar því að áfram verði fylgst vel með högum og líðan ungmenna í Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku í rannsóknunum og felur bæjarstjóra undirritun samnings.

12.

1701059 - Fundargerðir stjórnar SSA 2017

Fundargerð stjórnar SSA frá 3.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

13.

1701005F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 165

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 165 frá 9.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

13.1

1610002 - Lagfæring á veg frá Viðfirði út að Barðsnesi sunnan Norðfjarðar

13.2

1612008 - Umsjónarsamningar - Helgustaðanáma og Hólmanes

13.3

1201079 - Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði

13.4

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

13.5

1606084 - 740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir

13.6

1612142 - Húsnæði Sólvalla í Neskaupstað

13.7

1611016 - Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.

13.8

1606037 - Almenningssamgöngur - ungmennaráð

13.9

1701018 - Loftræsting í íþróttahúsum

13.10

1701016 - Upphitun Fjarðabyggðarhallarinnar

14.

1701003F - Fræðslunefnd - 35

Fundargerð fræðslunefndar nr. 35 frá 11.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

14.1

1603038 - Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð

14.2

1612043 - Sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð 2017

14.3

1612093 - Útboð á skólamáltíðum í grunnskólum 2017

14.4

1612031 - Tilkynning um skil starfshóps um málefni Mentor og ný persónuverndarlöggjöf

14.5

1612121 - Reglur um leikskóla Fjarðabyggðar

14.6

1311034 - Niðurstöður úr Skólavoginni

14.7

1701017 - Bætt tónlistaraðstaða fyrir ungmenni

14.8

1701031 - Aukið fé til skóla og félagsmiðstöðva

14.9

1701039 - Ungt fólk í Fjarðabyggð, samningur um rannóknir á högum og líðan ungmenna

15.

1701002F - Félagsmálanefnd - 91

Fundargerð félagsmálanefndar nr. 91 frá 10.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

15.1

1612028 - Tillaga um breytingar á reglum Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu

15.2

1612090 - Heimsóknartímar á hjúkrunarheimili

15.3

1612051 - Húsnæðisáætlanir,stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

15.4

1611121 - Vinna við forvarnir fyrir árið 2017

15.5

1701024 - Jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar

15.6

1311103 - Jólasjóður 2016

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00.