mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2017

507. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 507. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 

30.janúar 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Valdimar O Hermannsson Varamaður, Gunnar Jónsson Embættismaður og Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá

1.

1701210 - Lánasamningur við Íslandsbanka 2017

Lánasamningur við Íslandsbanka að upphæð 400 milljónir króna í samræmi við fyrri afgreiðslur bæjarráðs 24.janúar 2017 í máli nr. 1612126. Lánasamningur er hluti af endurfjármögnun skulda Fjarðabyggðar og nýtingu kaupréttar að Melgerði 13 Reyðarfirði. Bæjarráð samþykkir lántöku fyrir sitt leyti og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.

1701212 - Lánasamningur vegna 150 milljóna kr. láns

Lögð fram lánaskjöl vegna lántöku að upphæð 150 milljónir kr. við Lánasjóð sveitarfélaga i samræmi við samþyktir bæjaráðs í málum 1612126 og 1612125. Lánið er verðtryggt með breytilegum vöxtum og til 15 ára. Vextir er nú 3,4% og er lánið af eigin fé sjóðsins og uppgreiðanlegt á reglulegum gjalddögum. Bæjarráð samþykkir lántöku fyrir sitt leyti og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.

1701211 - Lánasamningur vegna 227 milljóna kr. láns.

Lögð fram lánaskjöl vegna lántöku að upphæð 227 milljónir við Lánasjóð sveitarfélaga i samræmi við samþykktir bæjaráðs í málum 1612126 og 1612125. Lánið er til endurfjármögnunar á skuldum Hitaveitu Fjarðabyggðar, lánið er verðtryggt og ber fasta 2,5% vexti. Bæjarráð samþykkir lántöku fyrir sitt leyti og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

4.

1306017 - Menningarstefna - Trúnaðarmál

Frá fundi bæjarráðs 19. desember sl.
Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi milli Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og Fjarðabyggðar og drög að starfslýsingu starfsmanns Menningarstofu.
Bæjarstjóra falin áframhaldandi vinnsla málsins.

5.

1701149 - Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna vinnu við gerð nýrrar reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit Óskað er umsagnar um reglugerðardrögin. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd auk þess sem óskað er eftir umsögn frá skipulags- og byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

6.

1503131 - Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði

Lagt er fyrir minnisblað framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna vegna reksturs stálþils á fyllingarsvæði á Norðfirði ásamt drögum að verksamningi vegna verksins til staðfestingar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir verksamning og felur bæjarstjóra undirritun samnings.

7.

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

Framlögð gögn til kynningar vegna umsóknarhluta B vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis, fyrirspurnir og svör og niðurstöður úthlutunar 100 milljóna. kr. viðbótarframlags til ljósleiðarvæðingar.

8.

1511049 - Uppfærsla á OneCrm kerfum og innleiðing á upplýsingagátt

Lagt fram minnisblað um nokkur praktísk atriði í tengslum við innleiðingu íbúagáttar og rafrænna eyðublaða. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við innihald minnisblaðs og felur stjórnsýslu- og þjónustsviði áframhaldandi vinnslu málsins. Stefnt er á að opna íbúagátt á fundi bæjarstjórnar næstkomandi fimmtudag 2.febrúar.

9.

1612118 - Efnistaka í Norðfjarðarflóa

Á fundi hafnarstjórnar þann 24. janúar sl. var fjallað um rannsóknarskýrslur sem gerðar eru fyrir Fjarðabyggð og heimildir til notkunar á þeim af þriðja aðila. Hafnarstjórn telur að ætli utanaðkomandi aðilar að nota rannsóknir gerðar fyrir sveitarfélagið og kostaðar af því, sé rétt að til komi greiðsla fyrir afnotin. Hafnarstjórn hvetur bæjarráð til að móta stefnu þar að lútandi. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu hjá bæjarstjóra og framkvæmdastjóra hafna.

10.

1505078 - 750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

Framlagt minnisblað framkvæmdastjóra hafna frá 11.janúar sl. vegna framkvæmda við hafnarkant á Fáskrúðsfirði. Eitt tilboð barst í verkið sem var yfir kostnaðaráætlun og samningar hafa lækkað tilboðsfjárhæð.
Hafnarstjórn hefur samþykkt samkomulag við MVA ehf. að fjárhæð 249,4 milljónir kr. í framkvæmdir við Strandarbryggju á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
Bæjarstjóra er jafnframt falið að ganga frá svari til tilboðsgjafa sem bauð í verkið í upphafi.

11.

1612145 - Stjórnkerfisnefnd 2017

Gögn lögð fram sem trúnaðarmál. Fyrir liggja tillögur bæjarráðs sem stjórnkerfisnefndar, um breytingar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þá er bæjarstjóra falið að ljúka við endanlegar útfærslur á tillögum ráðsins og leggja fyrir fund bæjarstjórnar.

12.

1701012F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 167

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 167 frá 23.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

12.1

1609089 - Garð- og malarefni

12.2

1610078 - Leigulönd í Fjarðabyggð

12.3

1701139 - 755 - Fjarðarbraut 25 - Umsókn um leyfi fyrir varmadælu

12.4

1701150 - 755 Fjarðarbraut 9 - varmadæla - byggingarleyfi

12.5

1701142 - 735 Bakkastígur 15 - Byggingarleyfi, dyraskýli

12.6

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

12.7

1701110 - Skráning menningarminja - fornleifa, húsa og mannvirkja - skil á gögnum

13.

1701011F - Hafnarstjórn - 172

Fundargerð hafnarstjórnar nr. 172 frá 24.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

13.1

1201079 - Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði

13.2

1612118 - Efnistaka í Norðfjarðarflóa

13.3

1505078 - 750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði

13.4

1701180 - Umsókn um skammtímaafnot af landi við Mjóeyrarhöfn

13.5

1210091 - Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun

14.

1701013F - Fræðslunefnd - 36

Fundargerð fræðslunefndar nr. 36 frá 25.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

14.1

1611105 - Heimsókn í skólastofnanir

14.2

1701017 - Bætt tónlistaraðstaða fyrir ungmenni

14.3

1701031 - Bætt sál- og sérfræðiþjónusta í grunnskólum

14.5

1701152 - Niðurstöður Pisa könnunar 2015

15.

1701015F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 31

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 31 frá 26.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

15.1

1701162 - Heimsókn í Skíðamiðstöðina í Oddskarði

15.2

1611037 - Fundir Ungmennaráðs Fjarðabyggðar 2016 - 2017

15.3

1701015 - "Fjallahjólapark" í Oddskarði

15.4

1701031 - Bætt sál- og sérfræðiþjónusta í grunnskólum

15.5

1701017 - Bætt tónlistaraðstaða fyrir ungmenni

15.6

1701016 - Upphitun Fjarðabyggðarhallarinnar

15.7

1601128 - Upplýsingatæknimál - þráðlaus net íþróttamannvirkja

15.8

1602155 - Dekkjakurl á spark- og knattspyrnuvöllum í Fjarðabyggð

15.9

1701076 - Aukin fagmennska og gæði í æskulýðsstarfi sveitarfélaga

16.

1701220 - Barnaverndarfundagerðir 2017

Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 70 frá 25.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15.