mobile navigation trigger mobile search trigger
06.02.2017

508. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 508. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 6. febrúar 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Pálína Margeirsdóttir varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Dagskrá 

1.

1606136 - Starfslíðan starfsmanna Fjarðabyggðar 2016

Arney Einarsdóttir frá fyrirtækinu HRM ráðgjöf var í sambandi við fundinn og kynnti niðurstöður vinnustaðagreiningar sem gerð var meðal starfsmanna Fjarðabyggðar fyrr í vetur.
Vinnustaðagreiningin er trúnaðarmál sem verður unnið með hjá stjórnendum og starfsmönnum hlutaðeigandi stofnana en almennar upplýsingar um niðurstöður verða kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Gestir

Arney Einarsdóttir - 09:00

2.

1702040 - Fjárlög 2017 - Ofanflóðavarnir

Fyrir fundinum liggja afrit af bréfum bæjarstjóra til þingmanna Norðausturskjördæmis, fjárlaganefndar Alþingis, fjármálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra, en bæjarstjóri hefur m.a. einnig fundað með ráðherrum vegna málsins. Lagt fram til kynningar.
Ekki er nægt fjármagn á fjárlögum til þess að halda áfram byggingu Ofanflóðamannvirkja á árinu 2017 í Neskaupstað.
Bæjarráð telur mjög mikilvægt að þessum framkvæmdum verði
haldið áfram með tilliti til öryggis íbúa. Mörg rök eru fyrir því m.a. vegna þess að nægt fé er í sjóðnum eða um 15 milljarðar kr. Þá er ljóst að í sjóðnum safnast upp fjármunir meðan brýn lögbundin verkefni er varða öryggi og eignir fólks bíða. Fjármunir Ofanflóðasjóðs eru sérstaklega innheimtir til að standa straum af uppbyggingu ofanflóðavarna í landinu. Hér er því ekki um almennan tekjustofn að ræða fyrir ríkissjóð. Þá var ákveðið á sínum tíma að varnargarðar ofan byggðar í Neskaupstað skyldu reistir í samfellu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.

3.

1702020 - Bréf foreldrafélaga leikskólanna í Fjarðabyggð

Framlagt bréf frá stjórnum foreldrafélaga leikskólanna í Fjarðabyggð þar sem mótmælt er breytingum á gjaldskrá leikskólanna og þeirri ákvörðun að fella niður gjaldfrjálsa fjögurra tíma vistun elsta árgangs skólanna.
Vísað til fræðslunefndar en málið verður aftur tekið fyrir í bæjarráði.

4.

1701210 - Lánasamningur um 400 m.kr. við Íslandsbanka 2017 nr.

Viðauki við lánsamning nr. 106527 við Íslandsbanka.
Bæjarráð staðfestir viðaukann fyrir sitt leiti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.

5.

1406154 - Málefni flóttafólks 2017

Framlagt minnisblað fjölskyldusviðs vegna komu flóttafólks til Fjarðabyggðar í tengslum við erindi Félagsmálaráðuneytisins þar sem fjallað er um mótttöku flóttamanna.
Vísað til áframhaldandi vinnslu hjá fjölskyldusviði og umfjöllunar í félagsmálanefnd og til kynningar í fræðslunefnd.

Gestir

Fræðslustjóri - 10:50

6.

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

Farið yfir niðurstöður umsóknar um styrk til ljósleiðaravæðingar.
Fjarðabyggð fékk úthlutað styrk að fjárhæð 9,3 milljónir kr. sem er einungis hluti af umsókn sveitarfélagsins til Fjarskiptasjóðs til ljósleiðaravæðingar.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í ljósleiðaravæðingu í Stöðvarfirð, um sunnanverðan Fáskrúðsfjörð, upp í gegnum Daladal og Fáskrúðsfjarðargöng til Áreyja í Reyðarfirði. Samstarf verði við Orkufjarskipti um ljósleiðaralagningu. Tengigjald verði 250.000 kr. alls á tengingu. Ljósleiðaralagningu í Norðafjarðarsveit verður frestað þar sem ekki fékkst styrkur til verkefnisins. Bæjarstjóra falið að staðfesta nýtingu styrkveitingar. Samningur við Orkufjarskipti og endanlegur kostnaður verður lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

7.

1605155 - Framtíðarmöguleikar Sköpunarmiðstöðvarinnar

Framlagt svar stjórnar Byggðastofnunar við bréfi bæjarstjóra um stuðning við Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði. Stofnunin verður ekki við beiðninni um stuðning við verkefnið.
Bæjarráð harmar niðurstöðu Byggðastofnunar og lítur svo á að uppbyggingarstarf Sköpunarmiðstöðvarinnar sé gott dæmi um verkefni sem sé einmitt til þess fallið að vera styrkhæft sem verkefni hjá Byggðastofnun.

8.

1702026 - Erindi frá Esbjerg vegna jólatrésgjafar

Bréf bæjarstjóra Esbjerg til vinabæja er varðar fyrirkomulag jólatrésgjafar sveitarfélagsins.
Í bréfinu er tekið undir ákvörðun um að gróðursetja tré í Fjarðabyggð sem helguð eru vinabæjarsamstarfi Esbjerg í stað þess að sent sé árlega jólatré sem hefur verið venja í vinabæjarsamstarfi. Ákvörðun er hluti af umhverfisvænni stefnu sveitarfélaganna.

9.

1701123 - Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS

Fyrir liggur frá samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara vegvísir að aðgerðaráætlun samkvæmt bókun 1 í kjarasamningi aðila frá 29. nóvember sl. ásamt minnisblaði fræðslustjóra.
Bæjarráð felur fræðslunefnd að vinna umbótaáætlun samkvæmt vegvísinum og fulltrúar sveitarfélagsins í vinnunni verði fræðslustjóri, formaður fræðslunefndar og eftir atvikum bæjarstjóri. Vísað til fræðslunefndar til áframhaldandi vinnslu.

 

10.

1701236 - Afnot af gömlu Hulduhlíð

Erindi stjórnar Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar frá 31.janúar er varðar beiðni um afnot af hluta húsnæðis gömlu Hulduhlíðar.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við beiðninni þar sem fasteignin er þegar í sölumeðferð.

11.

1702019 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar Sambandsins nr. 846 frá 27.janúar 2017, lögð fram til kynningar.

12.

1702036 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2017

Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 27.janúar sl., lögð fram til kynningar.

13.

1701017F - Hafnarstjórn - 173

            Fundargerð hafnarstjórnar nr. 173 lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30.