mobile navigation trigger mobile search trigger
13.02.2017

509. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 509. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 13. febrúar 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Valdimar O Hermannsson Varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri og Gunnar Jónsson Embættismaður. Gunnar vék af fundi kl. 10:00.

Fundargerð rituðu Gunnar Jónsson og Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá: 

1.

1602052 - Rekstur málaflokka 2016 - TRÚNAÐARMÁL

Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur málaflokka, launakostnað og framkvæmdir janúar - desember árið 2016, Einnig yfirlit yfir deildir í málaflokkum í A hluta fyrir árið 2016.
Ársreikningur 2016 verður lagður fram 6. apríl n.k.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:35

2.

1702088 - Skýrsla um endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga

Lögð fram skýrsla vinnuhóps í innanríkisráðuneytinu, um endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga. Fundur um fjármálastefnu, fjármálaáætlun og endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga verður haldinn mánudaginn 20. febrúar á Grand hótel í Reykjavík kl. 13:00.
Bæjarstjóri, fjármálastjóri ásamt fulltrúa bæjarráðs munu sækja fundinn.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:00

3.

1306017 - Menningarstefna

Frá fundi menningar- og safnanefndar 8. febrúar. Nefndin vísar samstarfssamning milli Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og Fjarðabyggðar ásamt starfslýsingu starfsmanns Menningarstofu og menningarstefnu Fjarðabyggðar til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamning milli Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og Fjarðabyggðar, starfslýsingu starfsmanns Menningarstofu Fjarðabyggðar og Menningarstefnu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að vísa samstarfssamningi og menningarstefnu Fjarðabyggðar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

Forstöðumaður stjórnsýslu - 09:10

4.

1702057 - Endurskoðun samninga við Fjölís

Samningur sveitarfélaga við Fjölís lagður fram til kynningar en hann fjallar um aðgang að höfundavörðu efni. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga mælir með því við sveitarfélög að þau gangi til samninga við Fjölís sbr. meðfylgjandi drög. Kostnaður vegna samnings er 590 kr. á hvern starfsmann sveitarfélagsins en starfsmenn KÍ eru undanskyldir.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og felur bæjarstjóra undirritun hans. Vísað til fræðslunefndar til kynningar.

Gestir

Forstöðumaður stjórnsýslu - 09:30

5.

1702020 - Frá foreldrafélögum leikskólana í Fjarðabyggð - hækkun mótmælt

Fræðslunefnd vísar til bæjarráðs bréfi stjórnar foreldrafélaganna í Fjarðabyggð ásamt umsögn um málið. Í umsögninni er fjallað um þróun gjaldskrár fyrir leikskólavistun. Gjaldskrá leikskóla í Fjarðabyggð er vel samanburðarhæf við gjaldskrár annarra sveitarfélaga og sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að boðið er upp á leikskólaþjónustu fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Í nýrri könnun frá ASÍ frá 26. janúar þar sem bornar eru saman gjaldskrár 15 stærstu sveitarfélaga landsins liggur Fjarðabyggð um miðbik hennar. Þá eru systkinaafslættir með þeim bestu á landinu 50% af öðru barni og 100% af þriðja barni auk þess sem veittur er afsláttur milli skólastiga, leikskóla og frístundaheimila. Frá haustinu 2016 hefur sveitarfélagið getað boðið öllum börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur.
Bæjarráð tekur undir umsögn fræðslunefndar og felur bæjarstjóra að svara bréfriturum á grundvelli umsagnar.

6.

1702056 - Drög að reglugerð um útlendingamál til umsagnar

Framlögð drög að reglugerð um útlendingamál.
Frestur til að veita umsögn um reglugerð um útlendingamál er til 19.febrúar nk.
Vísað til félgasmálanefndar

7.

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

Framlögð drög að samningi við Orkufjarskipti vegna lagningu ljósleiðar um Suðurfirði á árinu 2017 ásamt minnisblaði um framkvæmdina. Gögn eru lögð fram sem trúnaðarmál.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Jafnframt er samþykkt að bjóða út verkið og afla leyfisveitinga landeigenda. Fjármálastjóra er falið að leggja fram tillögu fyrir bæjarráð um fyrirkomulag reksturs og fjárfestinga í gegnum b-hlutafyrirtæki sveitarfélagins. Þá hafi framkvæmda-, umhverfis- og veitusvið eftirlit með framkvæmdinni. Viðauki vegna framkvæmdarinnar verður lagður fyrir þegar samningar um jarðvegsframkvæmdir liggja fyrir. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.

8.

1607068 - Ósk um greiðslu aksturspeninga til og frá vinnu

Framlagt bréf Indriða Margeirssonar er varðar akstur að og frá slökkvistöð, sem hluti af skipulögðum samgöngum. Eins og fram kemur í bréfi Indriða hefur úrlausn þessa verkefnis tafist nokkuð, m.a. vegna þess að kostnaður við áætlunarleiðina er hærri en áætlað var og ekki hefur fundist endanleg lausn á hvernig best er að leysa málið. Búið er að setja tímamörk á verkefnið en 27.febrúar mun liggja endanlega fyrir með hvaða hætti málið verður leyst. Bæjarstjóri upplýsti að þeim starfsmönnum slökkviliðs sem málið varðar, hefur verið veittur styrkur vegna ferðakostnaðar frá því í mars 2016 og er þessi styrkur enn við lýði.

9.

1702073 - Beiðni um rekstrarstyrk - Tryggvasafn

Framlag bréf stjórnar Tryggvasafns þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til safnsins. Bæjarráð samþykkir að veita umbeðinn styrk að fjárhæð 1.359.467 kr. til Tryggvasafns á árinu 2016. Þá samþykkir bæjarráð jafnframt að veittur sé styrkur til Safns Jósafats Hinrikssonar að sömu upphæð fyrir árið 2016.
Kostnaður rúmast innan fjárheimilda menningarmála á árinu 2016. Bæjarstjóra er jafnframt falið að vinna frekar að málum safnaráðs í samráði við formann safnaráðs.

10.

1701149 - Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Frá fyrri fundi bæjarráðs. Framlögð til kynningar umsögn slökkviliðsstjóra um nýja reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.

11.

1702018 - Búðavegur 35 - stefna

Lögð fram stefna Grétars Helga Geirssonar, Bergs Einarssonar og Grímseyjarbræðra ehf. vegna meints fjártjóns þeirra í tengslum við Búðaveg 35 á Fáskrúðsfirði. Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs til afgreiðslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka til varna fyrir hönd sveitarfélagsins.

12.

1702087 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Kjörnefnd, sem skipuð var af stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, óskar eftir tilnefningum í stjórn sjóðsins fyrir kl. 12:00 mánudaginn 27.febrúar nk. Lagt fram til kynningar.

13.

1612017 - Fiskeldi í Fjarðabyggð

Lagt fram kort af fyrirhuguðum svæðum sjókvíeldis í fjörðunum. Fyrir liggur að vinna þarf að undirbúningi að frekari stefnumótun í málefnum fiskeldis í fjörðum Fjarðabyggðar. Til undirbúnings þeirri vinnu hefur meðfylgjandi yfirlitsmynd verið unnin. Stefnt er á að málið verði til umræðu á íbúafundum í hverfum bæjarins í vor. Bæjarráð ásamt eigna- skipulags- og umhverfisnefnd mun vinna áfram að stefnumótun í málaflokknum. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til umræðu.

14.

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

Lögð fram niðurstaða um útboð ofanflóðaframkvæmda við Ljósá frá Framkvæmdasýslu ríkisins. Eitt tilboð barst að upphæð 212.742.842 kr. frá Héraðsverki og MVA. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu Framkvæmdasýslunnar um að tilboði verði tekið og vísar staðfestingu til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tilboði í verkið verði tekið.

15.

1702082 - 128.mál til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga

Framlagt til kynningar frumvarp til laga um farðþegaflutninga og farmflutninga. Umsagnarfrestur um stjórnarfrumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga er til 24.febrúar nk. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.

16.

1702075 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 3.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.

17.

1702002F - Menningar- og safnanefnd - 29

Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 29 frá 9.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.

17.1

1306017 - Menningarstefna Fjarðabyggðar

17.2

1605155 - Framtíðarmöguleikar Sköpunarmiðstöðvarinnar

17.3

1701124 - Eistnaflug 2017

17.4

1701017 - Bætt tónlistaraðstaða fyrir ungmenni

17.5

1701129 - Umsókn um styrk vegna húsaleigu í tengslum við leiksýningu í Egilsbúð

18.

1702003F - Fræðslunefnd - 37

Fundargerð fræðslunefndar, nr. 37 frá 9.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.

18.1

1611105 - Heimsókn í skólastofnanir

18.2

1701123 - Kjarasamningur KÍ vegna FG - Vegvísir samstarfsnefndar SNS

18.3

1702020 - Frá foreldrafélögum leikskólana í Fjarðabyggð - hækkun mótmælt

18.4

1406154 - Málefni flóttafólks 2015

19.

1702004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 168

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 168 frá 9.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.

19.1

1610078 - Leigulönd í Fjarðabyggð

19.2

1701233 - Landbrot - gömlu ruslahaugarnir í Hólmanesi

19.3

1606126 - Landsáætlun og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

19.4

1612066 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017

19.5

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

19.6

1702054 - Ljósleiðaralagning í dreifbýli - Vatnsveita Fannardalur

19.7

1702053 - Ljósleiðaralagning í dreifbýli - Vatnsveita Eskifjarðardalur

19.8

1702052 - Ljósleiðaralagning í dreifbýli - Kirkjumelur

19.9

1604014 - Samningur Veraldarvinir í Fjarðabyggð

19.10

1702038 - Gjaldskrá 2017 samþykkt - Strætisvagnar Austurlands

19.11

1701237 - Varðar auknar sýnatökur af neysluvatni sem er geislað

19.12

1701199 - Skipulagslýsing Breiðdalshrepps

19.13

1611050 - 755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1

19.14

1701099 - 735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði

19.15

1701100 - Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis

19.16

1701140 - 740 Nesbakki 3, Byggingarleyfi - Svalalokun

19.17

1702027 - 735 Strandgata 88 - byggingarleyfi - sjóhús

19.18

1702028 - 735 Strandgata 122 - byggingarleyfi - utanhúss klæðning

19.19

1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi

19.20

1702061 - 740 Marbakki 5, Byggingarleyfi - garðhús

19.21

1701067 - 735 Bleiksárhlíð 56 - Endurnýjun á lóðarleigusamning

19.22

1701066 - 740 Blómsturvellir 26-32 - Endurnýjun á lóðaleigusamning

19.23

1702035 - 755 Hvalnes við Stöðvarfjörð - Beiðni um framkvæmdarleyfi v. grjótnáms

19.24

1611016 - Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.

19.25

1701149 - Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

19.26

1702018 - Búðavegur 35 - stefna

19.27

1508067 - Kauptilboð - Skólavegur 98-112 grunnur Fáskrúðsfirði.

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í samfélaginu vegna verkfalls sjómanna. Ljóst er að verkfallið er farið að hafa veruleg áhrif á samfélagið allt. Því hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar deiluaðila til að komast að samkomulagi án tafar.

Bæjarráð ítrekar fyrri áhyggjur af slæmu ástandi Norðfjarðarvegar ofan Eskifjarðar. Mikilvægt er út frá umferðar- og öryggissjónarmiðum að veginum sé þannig viðhaldið að ekki sé hætta á ferðum fyrir akandi vegfarendur. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir við samgönguyfirvöld.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:35.