mobile navigation trigger mobile search trigger
27.02.2017

511. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 511. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 27. febrúar 2017 og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Valdimar O Hermannsson Varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri og Gunnar Jónsson Embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson. 

Dagskrá: 

1.

1609020 - Alcoa Fjarðaál

Magnús Þór Ásmundsson forstjóri og Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls mættu á fund bæjarráðs.
Farið yfir sameiginleg málefni.

2.

1702158 - Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti 2017

Framlagðar beiðnir um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti fyrir árið 2017 vegna ungmennafélaganna Leiknis og Austra, Golfklúbbs Norðfjarðar (golfskáli 1 og 2) og Hestamannafélagsins Blæs (Dalahöllin).
Bæjarráð samþykkir að veittur sé styrkur til samræmis við reglur Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts sbr. 2. gr. Styrkveiting nemur í heildina 1.211.498 kr. Vísað til fjármálastjóra til afgreiðslu.

3.

1702154 - Sveitarfélögin og ferðaþjónustan

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni "Sveitarfélögin og ferðaþjónustan" 2. mars nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Bæjarráð felur Valdimar O. Hermannssyni að sækja málþingið.

4.

1702085 - Ofanflóðavarnir - Ljósá - framkvæmdaleyfi

Framlagður verksamningur til staðfestingar vegna ofanflóðavarna við Ljósá á Eskifirði að fjárhæð 208.049.372 kr.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

5.

1606037 - Almenningssamgöngur - ungmennaráð

Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs um áætlaðan kostnað við gjaldfrjálsar almenningssamgöngur fyrir aldurshópinn 16 til 18 ára.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá framkvæmda-, umhverfis- og veitusviði, sér í lagi varðandi gjaldtöku á skólaakstri.

6.

1702155 - Landsþing Sambandsins 24.mars 2017

Boðað er til XXXI. landsþings sambandsins föstudaginn 24. mars nk. Er þingið haldið í Grand hóteli í Reykjavík og hefst það kl. 10. Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. kl. 16:00.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar á þinginu verði Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson, Eydís Ásbjörnsdóttir ásamt Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra.

7.

1607068 - Áætlunarferð kl. 20:00 að og frá Hrauni í Reyðarfirði.

Framlagt minnisblað um kostnað og viðræður við fyrirtæki vegna flutnings starfsmanna að og frá Hrauni á Reyðarfirði kl. 20:00.
Bæjarráð samþykkir að sett verði upp ferð að og frá Hrauni í Reyðarfirði kl. 20:00 til tilraunar til 1. júní 2017. Skoðað verður hvernig nýting er á tímabilinu og metið hvort leiðin verði hluti af skipulögðum samgöngum hjá nýju fyrirtæki sem taki við verkefninu.
Kostnaður við verkefnið er metinn allt að 4 milljónir kr. að frádregnum þróunarstyrk. Kostnaður tekinn af liðnum óráðstafað 21690.

8.

1701220 - Barnaverndarfundagerðir 2017

Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 71 frá 16. febrúar 2017, lögð fram til kynningar.

9.

1702009F - Hafnarstjórn - 174

Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 174 frá 21.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.

10.

1702011F - Félagsmálanefnd - 92

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 92 frá 21.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.

11.

1702012F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 32

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 32 frá 23.febrúar 2017, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30.