mobile navigation trigger mobile search trigger
20.03.2017

513. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 513. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 20. mars 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson varaformaður, Valdimar O Hermannsson varamaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

Dagskrá: 

1.

1703120 - Fiskeldismál

Bæjarráð ræddi fiskeldismál.

2.

1612110 - Kjara- og launamál 2017

Framlagt minnisblað um breytingar á launaáætlun 2017 vegna miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Félags tónskólakennara og Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kostnaðarauki nemur 14.127.955 kr. á árinu 2017. Bæjarráð felur fjármálastjóra að útbúa viðauka vegna kostnaðarauka og leggja fyrir bæjarráð.

3.

1703014 - Áherslur HSA á árinu 2017 - brýn mál

Á fund bæjarráðs er mættur Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Farið yfir málefni heilbrigðisstofnunarinnar.

Gestir

Guðjón Hauksson - 09:10

4.

1702155 - Landsþing Sambandsins 24.mars 2017

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið 24.mars.
Lögð fram gögn vegna fundarins.

5.

1703116 - Frumvarp til laga um útlendinga

Framlagt frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga sem kveður á um tvenns konar breytingar á nýjum lögum um útlendinga, nr. 80/2016. Tilgangurinn er að skýra betur efni laganna, annars vegar varðandi frestun réttaráhrifa ákvarðana Útlendingastofnunar í hælismálum og hins vegar varðandi veitingu dvalarleyfa á grundvelli hjúskapar eða sambúðar. Frumvarpinu er hins vegar hvorki ætlað að breyta efni né tilgangi laganna.
Vísað til félagsmálanefndar til umsagnar ef ástæða er til.

6.

1703115 - Kortlagning tækifæra á litlum vatnsaflsvirkjunum

Framlagður tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélag á Austurlandi vegna bréfs Orkustofnunar þar sem óskað er eftir tillögum að virkjunarkostum smávirkjana undir 10 Kw.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

7.

1602151 - Svæðisskipulag fyrir Austurland

Framlögð til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar nr. 4 frá 14. mars 2016.

8.

1701059 - Fundargerðir stjórnar SSA 2017

Fundargerð stjórnar SSA frá 6.mars 2017 lögð fram til kynningar.

9.

1702013F - Menningar- og safnanefnd - 30

Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 14. mars sl. lögð fram til kynningar.

10.

1703004F - Hafnarstjórn - 175

Fundargerð hafnarstjórn frá 14. mars lögð fram til kynningar.

Fjarðabyggðarhöllin.

Farið yfir atvik sem gerðist í gær þegar snjór rann af þaki Fjarðabyggðarhallarinnar.  Bæjarstjóra falið að fara yfir málið með aðilum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30.