mobile navigation trigger mobile search trigger
03.04.2017

515. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 515. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 3. apríl 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Valdimar O Hermannsson Varamaður, Gunnar Jónsson Embættismaður og Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson. 

Dagskrá: 

1.

1703164 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2016 - TRÚNAÐARMÁL

Trúnaðarmál.
Kynnt drög að endurskoðunarskýrslu. Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn 6. apríl nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 6. apríl fyrir bæjarstjórnarfund.

Gestir

Fjármálastjóri og Magnús Jónsson endurskoðandi Fjarðabyggðar. - 09:00

2.

1703147 - Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs - taka gildi 1. júní nk.

Framlagt bréf frá Brú - lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga um breytingar á A deild sjóðsins er taka gildi 1. júní nk með samkomulagi ríkis og sveitarfélaga. Með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins breytt og hefur sú lagabreyting áhrif á A deildar Brúar lífeyrissjóðs m.a. breytinga á réttindaávinnslu A deildar og lífeyrisaldri.
Vísað til fjármálastjóra til frekari skoðunar sem fylgir málinu eftir fyrir bæjarráð.

Gestir

Fjármálastjóri - 10:15

3.

1609128 - Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð

Unnið hefur verið að útfærslu skipulags þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar frá því síðla árs 2015. Starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar er að halda utan um starfsemi hafna og þjónustumiðstöðva. Verkefni þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar eru víðtæk og veita stofnunum sveitarfélagsins þjónustu. Lagt fram til kynningar drög að skipuriti og skipulagi fyrir þjónustu- og framvæmdamiðstöð.  Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi drög.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn.

Gestir

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs og forstöðumaður þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar. - 09:48

4.

1702050 - Ráðning félagsmálastjóra 2017

Alls sóttu fimm aðilar um stöðu félagsmálastjóra hjá sveitarfélaginu, en staðan var auglýst þann 11. febrúar sl. Capacent ráðningar, í samráði við bæjarstjóra, hafa unnið að ráðningarferlinu. Í símasambandi við fundinn var Jóna Björg Sigurjónsdóttir ráðgjafi hjá Capacent ráðningum sem fór yfir ráðningarferlið og mat á umsækjendum. Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra um að Helga Elísabet Guðlaugsdóttir deildarstjóri búsetuþjónustu á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar, verði ráðin félagsmálastjóri sveitarfélagsins. Tillögunni til stuðnings er vísað í faglegt mat sem unnið var af Capacent ráðningum. Þá er einnig í tillögunni vísað til mannauðsstefnu sveitarfélagsins og reglur þess um ráðningarferli hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð staðfestir tillögu bæjarstjóra um að ráða Helgu Elísabetu Guðlaugsdóttur sem félagsmálastjóra.
Eydís Ásbjörnsdóttir bókar: "Ég tel þá tvo einstaklinga sem taldir eru hæfastir í ráðningarferlinu í stöðu félagsmálastjóra Fjarðabyggðar báða hæfa í starfið eins og fram kemur í mati Capacent. Í ljósi þess hve mikill þungi er í málefnum félagsráðgjafar og barnaverndar í félagsþjónustu fjölskyldusviðs sveitarfélagsins, finnst mér miður hvað þeir þættir hafi lítið vægi í ráðningarferlinu. Sem varaformaður í barnaverndarnefnd eru þessi mál mér mjög mikilvæg og hugleikin."

Gestir

Jóna Björg Sigurjónsdóttir ráðgjafi Capacent ráðningum - 11:30

5.

1702158 - Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti 2017

Endurumfjöllun um styrki til að mæta álögðum fasteignaskatti fyrir árið 2017 vegna ungmennafélaganna Leiknis og Austra, Golfklúbbs Norðfjarðar (golfskáli 1 og 2) og Hestamannafélagsins Blæs (Dalahöllin). Lögð fram ný tillaga íþrótta- og tómastundafulltúar um leiðréttar styrkfjárhæðir til félaganna.
Bæjarráð samþykkir að veita styrki til félaganna með vísan til reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda.

6.

1612093 - Útboð á skólamáltíðum í grunnskólum 2017

Á fundi bæjarráðs 13. desember 2016 var fjármálastjóra og fræðslustjóra falið að útbúa útboðsgögn og leggja fyrir bæjarráð að nýju varðandi útboð á skólamáltíðum í skólum Fjarðabyggðar. Í minnisblaði koma fram helstu upplýsingar um útboðið sem unnið er í samvinnu við Ríkiskaup.
Bæjarráð samþykkir forsendur fyrir útboði skólamáltíða í skólum Fjarðabyggðar.

Gestir

Fjármálastjóri - 10:30

7.

1703202 - Minnisvarði um sveitarsamkomur í Norðfjarðarsveit

Framlagt erindi Egils Rauða um gerð minningarskiltis um sveitasamkomur er haldnar voru á árum áður í Kirkjubólsteigi í Norðfirði. Leitað er eftir heimild til uppsetningar skiltis og skipulags útivistarsvæðis.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

8.

1703205 - Húsnæðisáætlun fyrir allt Austurland

Framlagt erindi Sambands sveitarfélaga um mögulega þátttöku sveitarfélaga á Austurlandi við gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland.
Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og félagsmálanefndar til umfjöllunar og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.
Vísað til frekari umræðu samhliða umfjöllun um skýrslu um húsnæðismarkaðinn í Fjarðabyggð sem er í vinnslu Capacent.

9.

1703046 - Starfshópur um mótun stefnu stjórnvalda í fiskeldi

Framlögð beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um upplýsingar vegna stefnumótunar stjórnvalda í fiskeldi á Íslandi. Skipaður var starfshópur sem móti stefnu stjórnvalda í fiskeldi á Íslandi. Óskað er svara við 15 spurningum.
Framlögð drög að greinargerð frá atvinnu- og þróunarstjóra.
Bæjarráð samþykkir drögin með vísan til umræðu á fundinum.

10.

1702019 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 24.mars sl., lögð fram til kynningar.

11.

1703210 - Reyðarfjarðarborkjarni til Breiðdalsvíkur

Bréf Náttúrufræðistofnunar Íslands frá 29. mars sl. þar sem farið er fram á að Reyðarfjarðarborkjarninn, verði fluttur á Borkjarnasafnið á Breiðdalsvík. Náttúrufræðistofnun mun annast og greiða allan kostnað við flutning borkjarnans.
Bæjarráð samþykkir að afhenda borkjarnann til Borkjarnasafnsins á Breiðdalsvík. Vísað til kynningar í menningar- og safnanefnd.

12.

1703189 - 306.mál til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði),

Framlagt frumvarp ráðherra sveitarstjórnarmála um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði. Jöfnunarsjóður greiða sveitarfélögum á árinu 2017 sérstakt  framlag sem samsvarar 1,06% af tekjum ríkissjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki. Umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 18. apríl nk. Vísað til fjármálastjóra til skoðunar.
Tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.

13.

1703190 - 307.mál til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld),

Framlagt frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál. Fjallar um heimild til að setja reglur um notkun stöðureita og gjaldtöku fyrir hana á landi í
umráðum hennar, þ.m.t. á þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins. Umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 11. apríl nk.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

14.

1402076 - Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um lausafjármuni í Fjarðabyggð.
Vísað frá eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd sem hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti.  Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

15.

1703170 - Áskorun frá Lýðheilsuhóp Grunnskóla Reyðarfjarðar

Lögð fram áskorun lýðheilsuhóps Grunnskóla Reyðarfjarðar sem skorar á sveitarfélagið að álykta gegn áfengisfrumvarpinu.
Fjarðabyggð hefur mótað sér stefnu um að Fjarðabyggð sé heilsueflandi samfélag og staðfest fjöskyldustefnu þar sem forvarnarmál eru í forgrunni. Fjarðabyggð og Landlæknisembættið eru jafnframt í samstarf um heilsueflandi samfélag. Bæjarráð tekur undir sjónarmið lýðheilsuhóps Grunnskóla Reyðarfjarðar og telur að frumvarpið gangi gegn stefnu sveitarfélagsins í þessum málum.

16.

1601217 - Starfshópur um þróun almenningsamgangna á Austurlandi ( SvAust )

Framlögð tillaga stjórnar SvAust um að öll sveitarfélög á Austurlandi sameinist um rekstur og umsýslu SvAust ehf.  Lögð fram skýrsla um stöðu strætisvagnakerfisins á Austurlandi (SvAust) og mögulega framtíðarþróun.  Bæjarráð samþykkir aðild að samstarfi um Skipulagðar samgöngur á Austurlandi (SvAust) að því gefnu að samstarf náist milli sveitarfélaga á Austurlandi um þátttöku.

17.

1703226 - Fjárhagsáætlun Austurbrúar 2017

Framlögð fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir árið 2017 ásamt bréfi formanns stjórnar um rekstrarlegar forsendur stofnunarinnar.

18.

1703218 - Þjónustu- og samstarssamningur við Austurbrú

Framlagður þjónustu- og samstarfssamningur við Austurbrú vegna ársins 2017 til staðfestingar ásamt bréfi framkvæmdastjóra Austurbrúar. Framlag Fjarðabyggðar er óbreytt frá fyrra ári.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.

19.

1703203 - Aðalfundur Austurbrúar 2017 - Ósk um tilnefningar til stjórnar Austurbrúar ses

Framlagt bréf starfsháttanefndar Austurbrúar vegna áætlaðs ársfundar Austurbrúar þann 8. maí 2017. Starfsháttanefnd óskar hér með eftir tilnefningum frá stofnaðilum Austurbrúar og frá fundi hagsmunaaðila um stjórnarmenn af vettvangi atvinnulífs, menningar og menntunar. Tilnefningar þurfa að berast í síðasta lagi 14. apríl nk. Framlagt til kynningar.

20.

1702075 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30.mars, lögð fram til kynningar.

21.

1703012F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 172

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 172 frá 27.mars 2017, lögð fram til kynningar.

22.

1703011F - Hafnarstjórn - 176

Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 176 frá 28.mars 2017, lögð fram til kynningar.

23.

1703009F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 33

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 33 frá 23.mars 2017, lögð fram til kynningar.

24.

1703013F - Fræðslunefnd - 39

Fundargerð fræðslunefndar, nr. 39 frá 29.mars 2017, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15.