mobile navigation trigger mobile search trigger
10.04.2017

517. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 517. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 10. apríl 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður.

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson

Dagskrá:

1.

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar

Skýrsla Capacent um greiningu á húsnæðismarkaði í Fjarðabyggð lögð fram sem trúnaðarmál til kynningar.
Vinna við stefnu og skýrslan verður tekin fyrir að nýju í bæjarráði.

2.

1702215 - Bleiksárhlíð 56 - sala (gamla Hulduhlíð)

Kynnt opnun tilboða vegna sölu á Bleiksárhlíð 56 Eskifirði - gömlu Hulduhlíð.
Eitt sameiginlegt tilboð barst í eignina að fjárhæð kr. 48.000.000. frá Kraft Pípulagnir ehf. og Járnborg ehf.
Bæjarráð samþykkir að fengin verði afstaða ríkisins til tilboðsins og verður málið tekið fyrir að nýju á næsta bæjarráðsfundi.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:55

3.

1703051 - Evrópa Unga fólksins #getActive

Heimsókn forráðamanna ráðstefnu Ungs fólks ( Evrópa Unga fólksins - Get Active ) sem haldin var á Reyðarfirði síðastliðið sumar.
Farið yfir helstu niðurstöður ráðstefnunnar.

Gestir

Jóhanna Guðnadóttir og Sonja Einarsdóttir - 09:10

4.

1704039 - Nýtt hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð

Fyrir liggur bréf frá Guðjóni Haukssyni forstjóra heilbrigðisstofnunar Austurlands en þar er fjallað um málefni aldraðra á Austurlandi. Bæjarráð og bæjarstjóri hafa á undanförnum vikum átt fundi með forráðamönnum heilbrigðisstofunarinnar þar sem m.a. hefur verið fjallað um mikla þörf fyrir aukin hjúkrunarrými i Fjarðabyggð og þá sér í lagi í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykktir eftirfarandi ályktun.
Bæjarráð Fjarðabyggðar fer þess á leit við velferðaráðuneytið og ráðherra heilbrigðismála að hefja nú þegar undirbúning og framkvæmd á nýju hjúkrunarheimili í Neskaupstað. Af greiningu heilbrigðisstofnunar Austurlands má ráða að mikil þörf er fyrir hjúkrunar- og hvíldarrými fyrir aldraða í sveitarfélaginu. Þá uppfyllir hjúkrunardeild heilbrigðisstofnunarinnar í Neskaupstað ekki þær kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarheimila er varðar aðbúnað heimilisfólks og starfsmanna eða þau lágmarksviðmið sem Velferðaráðuneytið gefur út um aðbúnað fyrir slík heimili. Um leið og nýtt hjúkrunarheimili yrði byggt myndi skapast á Umdæmissjúkrahúsinu tækifæri til að stórefla endurhæfingu sem gerir einstaklingum mögulegt að búa lengur heima en einnig mun sjúkrahúsið vera betur í stakk búið til þess að aðstoða enn frekar við fráflæðisvanda annara sjúkrastofanna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma framangreindir ályktun á framfæri við Velferðaráðuneyti og heilbrigðisráðherra

5.

1704031 - Forkaupsréttur Barða NK 120

Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar þar sem óskað er eftir að Fjarðabyggð taki afstöðu til forkaupsréttar vegna sölu á Barða NK 120.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttarheimild sína vegna sölu á Barða NK 120. Bæjarráð hvetur Síldarvinnsluna til að tryggja að störf sjómanna tapist ekki við söluna.

6.

1210091 - Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun

Fram lagt minnisblað framkvæmdastjóra Fjarðabyggðahafna um opnun tilboða í dælingu fyllingar undir 2. áfanga Mjóeyrarhafnar. Tvö tilboð bárust í verkið frá Björgun ehf. og Jan De Nul.
Óskað er staðfestingar bæjarráðs á tilboði í dælingu vegna 2.áfanga Mjóeyrarhafnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tilboði Jan De Nul í dælingu fyllingar verði tekið og vísar endanlegri ákvörðun til hafnarstjórnar.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:00

7.

1703189 - 306.mál til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði),

Frá síðasta fundi bæjarráðs.
Framlagt frumvarp ráðherra sveitarstjórnarmála um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði. Jöfnunarsjóður greiða sveitarfélögum á árinu 2017 sérstakt framlag sem samsvarar 1,06% af tekjum ríkissjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki. Umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 18. apríl nk. Framlagt minnisblað fjármálastjóra um frumvarpið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að veita jákvæða umsögn um frumvarpið.

8.

1703150 - Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands - 4.apríl 2017

Lögð fram til kynningar gögn frá aðalfundi Sparisjóðs Austurlands sem haldinn var 4.apríl sl.

9.

1703213 - Fundagerðir - samtök orkusveitarfélaga 2017

Lögð fram til kynningar fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga frá 10.mars sl.

10.

1704013 - Fundarboð - Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs

Framlag fundarboð ársfundur Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður í Skjólbrekku Mývatnsveit 3.maí nk. kl. 13:00.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30