mobile navigation trigger mobile search trigger
24.04.2017

518. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 518. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 24. apríl 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason Formaður, Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá:

1.

1612045 - Umsögn vegna frumvarps til laga um skipulag haf- og strandsvæða

Bréf sem bæjarstjórar víða um land munu undirrita og senda umhverfis- og auðlindaráðherra, vegna frumvarps til laga um skipulag haf-og strandsvæða. Bæjarráð samþykkir innihald bréfs og felur bæjarstjóra að undirrita það.

2.

1704050 - Sveitarfélög sem reka HAUST

Minnisblað Heilbrigðiseftirlits Austurlands til sveitarfélaga um skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um Matvælastofnun (MAST), frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (UST) og frumvarp til breytinga á lögum nr. 7/1998 um hollustu-hætti og mengunarvarnir. Í öllum þessum gögnum eru lagðar fram tillögur um verkefnatilfærslu og breytingar á starfsemi og verksviði heilbrigðisnefnda og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Sveitarfélög og sveitarstjórnarmenn eru hvött til að vera vel vakandi, kynna sér efni þessara gagna og standa vörð um verkefni sem sveitarfélögin hafa á sinni forsjá. Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega áður-nefndum breytingum sem fallnar eru til að veikja hlutverk heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Það skýtur skökku við að færa allt eftirlit og faglega umsjón frá nærsvæðum til suðvesturhornsins. Dæmin sanna, svo ekki verður um villst, að margar opinberar stofnanir hafa ekki getu til að sinna eftirliti um land allt. Hér virðist vera á ferðinni barátta um opinbert fjármagn frekar en að tryggð sé góð þjónustu við íbúa og fyrirtæki.

3.

1608100 - Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því til sveitarfélaga að taka tillit til leiðbeinandi reglna velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning, um að meta skuli þörf fyrir slíkan stuðning á grundvelli framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna, í stað þess að byggja einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum. Vísað til umfjöllunar í félagsmálanefnd og að því loknu óskar bæjarráð eftir minnisblaði frá fjölskyldusviði vegna málsins.

4.

1704071 - Kaupvangur - beiðni um styrk 2017 vegna endurgerðar hússins

Framlögð styrkumsókn vegna fasteignaskatts 2017 fyrir Hafnargötu 15 Fáskrúðsfirði - Kaupvang sem er friðað hús. Umsóknin er í samræmi við 3. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda. Fasteignaskattur hússins 2017 nemur kr. 54.750. Umsögn skiplags- og byggingarfulltrúa er meðfylgjandi. Bæjarráð samþykkir styrkumsókn.

5.

1704074 - Öryggismál og eldvarnir jarðganga

Lögð fram til kynningar skýrsla er varðar kynnisferð til Noregs dagana 6.-9. mars 2017. Jafnframt lagður fram listi yfir búnaðarþörf slökkviliðs vegna jarðganga. Vísað til bæjarstjóra til frekari skoðunar.

6.

1704078 - Upplýsingaskilti við minnisvarða um franska fiskimenn við Íslandsstrendur

Bréf Guðrúnar Einarsdóttur er varðar hugmyndir um upplýsingaskilti á Fáskrúðsfirði vegna minnisvarða um franska fiskimenn við Íslandsstrendur. Vísað til menningar- og safnanefndar.

7.

1704080 - Norræna ráðherranefndin - samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum

Upplýsingar um samnorrænt verkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum. Hægt er sækja um þáttöku í verkefninu til 29.maí nk. Bæjarritara falið að athuga með þátttöku í verkefninu.

8.

1702215 - Bleiksárhlíð 56 - sala (gamla Hulduhlíð)

Kynnt opnun tilboða vegna sölu á Bleiksárhlíð 56 Eskifirði - gömlu Hulduhlíð. Eitt sameiginlegt tilboð barst í eignina að fjárhæð kr. 48.000.000. frá Kraft Pípulagnir ehf. og Járnborg ehf. Fyrir liggur afstaða fjármálaráðuneytisins f.h. ríkisins, um að hafna tilboðinu. Bæjarráð hafnar tilboði og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.

9.

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar - TRÚNAÐARMÁL

Skýrsla Capacent um greiningu á húsnæðismarkaði í Fjarðabyggð var lögð fram sem trúnaðarmál til kynningar á síðasta fundi. Umræða um skýrsluna og næstu skref í mótun húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar. Umræðu um skýrsluna verður haldið áfram á næsta fundi. Skýrslu er vísað til umræðu í félagsmálanefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:40

10.

1702051 - Ráðning sviðstjóra veitusviðs

Alls sóttu tíu aðilar um stöðu sviðsstjóri veitusviðs, en staðan var auglýst þann 11. febrúar sl. Capacent ráðningar, í samráði við bæjarstjóra, hafa unnið að ráðningarferlinu. Í símasambandi við fundinn var Jóna Björg Sigurjónsdóttir ráðgjafi hjá Capacent ráðningum sem fór yfir ráðningarferlið og mat á umsækjendum. Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra um að Þorsteinn Sigurjónsson rafmagnsverkfræðingur, verði ráðinn forstöðumaður veitusviðs sveitarfélagsins. Tillögunni til stuðnings er vísað í faglegt mat sem unnið var af Capacent ráðningum. Þá er einnig í tillögunni vísað til mannauðsstefnu sveitarfélagsins og reglur þess um ráðningarferli hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð staðfestir tillögu bæjarstjóra um að ráða Þorstein Sigurjónsson sem sviðsstjóra veitusviðs.

11.

1704100 - Hraðakstur við leikskólann Dalborg Eskifirði

Bréf foreldrafélags Leikskólans Dalborgar er varðar hraðakstur við skólann. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.

12.

1704075 - Fundur almannavarnarnefndar 19.apríl 2017

Fundargerð fundar almannavarnarnefndar Fjarðabyggðar, Breiðdalshrepps og Djúpavogshrepps frá 19.apríl 2017, lögð fram til kynningar. Bæjarráð tekur undir að skoðað verði að sett verði á laggirnar ein almannavarnarnefnd fyrir allt Austurland, en áfram verði starfandi tvær aðgerðastjórnir.

13.

1702019 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 849, lögð fram til kynningar.

14.

1702036 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2017

Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 15.mars 2017, lögð fram til kynningar.

15.

1701220 - Barnaverndarfundagerðir 2017

Fundargerð barnaverndarnefndar nr 72. lögð fram til kynningar.

16.

1704006F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 173

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 173 frá 10.apríl 2017, lögð fram til kynningar.

16.1

1703068 - Seeds 2017

16.2

1701232 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2017

16.3

1606146 - Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

16.4

1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi

16.5

1602082 - Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999

16.6

1703090 - Grjótnáma Kappeyri

16.7

1611016 - Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.

16.8

1603068 - 730 Hraun 3 - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi

16.9

1703137 - 204.mál til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög),

16.10

1703219 - 730 Hafnargata 1 - byggingarleyfi - útisvæði

16.11

1703205 - Húsnæðisáætlun fyrir allt Austurland

16.12

1703190 - 307.mál til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld),

16.13

1609128 - Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð

16.14

1703202 - Minnisvarði um sveitarsamkomur í Norðfjarðarsveit

16.15

1606084 - 740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir

16.15

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

17.

1704005F - Hafnarstjórn - 177

Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 177 frá 10.apríl 2017, lögð fram til kynningar.

17.1

1704025 - Ósk um heimild til að koma upp landtengingu

17.2

1704026 - Aðalfundur Cruise Iceland í Reykjavík þann 19. maí 2017

17.3

1210091 - Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun

18.

1704007F - Hafnarstjórn - 178

Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 178 frá 18. apríl 2017, lögð fram til kynningar.

18.1

1609128 - Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð

18.2

1701008 - Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017

18.3

1701009 - Fundargerðir CI á árinu 2017

18.4

1702078 - Afmörkun hafnasvæða - réttindi og skyldur

18.5

1704060 - 740 Frágangur svæðis ofan safnabryggju

18.6

1704061 - Smábátahöfn Stöðvarfiðir - stækkun

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35.