mobile navigation trigger mobile search trigger
22.05.2017

522. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 522. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 22. maí 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason Formaður, Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir Varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri og Gunnar Jónsson Embættismaður. 

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson. 

Dagskrá: 

1.

1705166 - Ferða- og markaðsmál

Umræða tekin um þjónustu Fjarðabyggðar og ferðaþjónustuaðila gagnvart ferðamönnum sem sækja Fjarðabyggð heim, m.a. tjaldsvæði, opnunartíma stofnana, afþreyingu o.fl.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa og atvinnu- og þróunarstjóra að greina stöðu ferðamála í sveitarfélaginu og leggja fram tillögur til bæjarráðs.

2.

1703023 - Umsókn um styrk til greiðslu á fasteignaskatti 2017

Framlögð umsókn Listasmiðju Norðfjarðar um styrk til greiðslu fasteignaskatts ársins 2017, skv. 4.gr. reglna um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir að veita Listasmiðju Norðfjarðar styrk til greiðslu fasteignaskatts. Samþykkt á grundvelli 4. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda.

3.

1705106 - Umsókn um lóð að Bólsvör 2 Stöðvarfirði undir gámasvæði

Lögð fram lóðarumsókn Steinþórs Péturssonar f.h. Fjarðabyggðarhafna, dagsett 12. maí 2017, þar sem sótt er um lóðina Bólsvör 2 á Stöðvarfirði undir gámasvæði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Bólsvör 2 til hafnarstjórnar og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Bólsvör 2 til Fjarðabyggðarhafna.

4.

1704107 - Lóðirnar Skólavegur 28 og 30 á Fáskrúðsfirði

Framlagt bréf Guðnýjar og Jóhönnu Þorvaldsdætra um sölu á lóðunum Skólavegur 28 og 30 á Fáskrúðsfirði en þær samþykkja sölu þeirra. Áður á fundi bæjarráðs 2.maí 2017. Hjálagt einnig minnisblað fjármálastjóra.
Bæjarráð staðfestir kaup á lóðunum og felur fjármálastjóra að afgreiða kaupin.

5.

1606028 - Samningur um félagsstarf eldri borgara í Neskaupstað

Framlögð drög að þjónustusamningi á milli Fjarðabyggðar og Félags eldri borgara á Norðfirði um að félagið taki að sér að tryggja öldruðum í Neskaupstað aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi sbr. ákvæði í 40. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsmálanefnd hefur fjallað um samning og vísar honum til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.

6.

1705145 - Flughlað við Norðfjarðarflugvöll

Framlagt erindi Flugfélags Austurlands sem hyggur á flugrekstur sumarið 2017, þar sem notuð verður eins hreyfils flugvél í útsýnisflugi fyrir ferðamenn. Flugreksturinn mun einnig þjóna byggðum á Austurlandi þar sem hægt verður að fljúga með vörur og frakt á milli staða á mjög skömmum tíma. Félagið áformar að byggja flugskýli við Norðfjarðarflugvöll.
Bæjarráð fór yfir málið og bæjarstjóra falið að vinna að málinu.

7.

1607068 - Akstur til og frá athafnasvæðinu að Hrauni kl. 20:00

Frá fundi bæjarráðs 15.maí. Lagt fram minnisblað um reynslu af akstri að og frá Hrauni í Reyðarfirði kl 20:00 sem var ákveðið sem tilraunaverkefni til og með 31. maí. Sviðsstjóra var falið að vinna að málinu milli funda.
Bæjarráð samþykkir að verkinu verði haldið áfram fáist til þess þróunarstyrkur. Fjölskyldusviði falið að skoða skipulag æskulýðsmiðstöðva næsta vetur með það í huga að nýta ferðirnar í tengslum við starf þeirra.

8.

1703141 - Kynning á hugbúnaði um Opin fjármál, áætlanagerð og uppgjör sveitarfélaga

Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um nýjan hugbúnað, TM 1 frá IBM, til fjárhagsáætlunargerðar fyrir Fjarðabyggð í samstarfi við Capacent. Einnig kynntur verksamningur um umræddan hugbúnað við Capacent. Lagt er til að sá hugbúnaður verði keyptur og settur upp á næstu vikum til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2018. Bæjarráð samþykkir kaup á kerfinu.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:00

9.

1705137 - 408.mál til laga um skipulag haf- og strandsvæða,

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. júní nk.
Bæjarstjóra falið að semja umsögn vegna frumvarpsins.

10.

1705117 - Málþing um þátttökulýðræði í sveitarfélögum

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst standa fyrir málþingi sveitarfélaga, líklegast 8. september nk., til að kynna þátttökulýðræðisverkefni íslenskra sveitarfélaga og evrópsku lýðræðisvikuna sem Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins stendur fyrir árlega.
Bæjarráð felur bæjarritara að fylgja máli eftir.

11.

1705146 - 100 ára fullveldisafmæli

Gert er ráð fyrir hátíðarhöldum allt næsta ár víðs vegar um landið, til að fagna aldarafmæli fullveldis Íslands. Öld er liðin frá því er íslenskt ríki, sjálfstætt, frjálst og fullvalda, var á ný stofnað með sambandslögunum 1918. Í júlí á næsta ári verða liðin 100 ár frá því samningum um fullveldið var lokið. Sambandslögin öðluðust svo gildi 1.desember 1918 og þar með varð Ísland fullvalda.
Bæjarráð vísar máli til menningar- og safnanefndar og óskar eftir umræðu og tillögum nefndarinnar um hvernig minnast skuli afmælisins.

12.

1705009F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 176

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr 176 frá 15.maí 2017, lögð fram til kynningar.

13.

1705006F - Menningar- og safnanefnd - 31

Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr 31 frá 16.maí 2017, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30.