mobile navigation trigger mobile search trigger
10.07.2017

527. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 527. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 10. júlí 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður, Gunnar Jónsson Embættismaður og Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður. 

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá: 

1.

1706169 - Hækkun gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar í júlí 2017

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar vegna 8,5% hækkunar á flutningsgjaldskrá Landsnets. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt 2,5% hækkun á dreifigjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir sitt leyti. Bæjarráð samþykkir hækkun.

2.

1707003 - Sveitarfélög sýna vináttu í verki

Styrktarbeiðni frá landssöfnuninni Vinátta í
verki, vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi þann 18. júní sl. Bæjarráð samþykkir að veita 250.000 kr. styrk. Bæjarritara falið að afgreiða erindið.

3.

1707010 - Nýr samningur - IBM Finance - v/grunnskóla

Framlögð drög að fjármögnunarsamningi vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir tölvuver grunnskóla, ásamt minnisblaði. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarritara undirritun hans.

4.

1707018 - Kynningarfundur um endurskoðun byggðakvóta - 11. júlí kl. 10:00-12:00

Kynningarfundar um endurskoðun á byggðakvóta verður haldinn á Hótel Bláfelli þriðjudaginn 11. júlí kl. 10:00 - 12:00. Eydís Ásbjörnsdóttir mun sækja fundinn ásamt framkvæmdastjóra hafna.

5.

1706133 - Yfirlýsing um samstarf í menntamálum

Framlögð bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs vegna samstarfs um undirbúning háskólaseturs. "Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnar því að hafin sé vinna við að koma á virku háskólasetri á Austurlandi í samstarfi sveitarfélaga, framhaldsskóla og fulltrúa atvinnulífs á svæðinu, auk Háskólans á Akureyri. Fyrir hönd Fljótsdalshéraðs lýsir bæjarráð því yfir að sveitarfélagið er tilbúið til að koma að þessu þarfa verkefni með virkri þátttöku í stýrihóp um verkefnið sem og með fjárframlögum vegna kostnaðar sem óhjákvæmilega mun koma til við undirbúning þess. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins." Bæjarráð fagnar bókun Fljótsdalshéraðs og felur bæjarstjóra að fara betur yfir málið þegar stýrihópur hefur hafið störf.

6.

1701082 - Kæra um bindandi álit

Trúnaðarmál:
Framlagður úrskurður Yfirskattanefndar í niðurstöðu kæru vegna bindandi álits Ríkisskattstjóra vegna skattlagningar veitufyrirtækja. Yfirskattanefnd staðfesti niðurstöðu Ríkisskattsstjóra.

7.

1702019 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar Sambandsins frá 30.júní 2017, lögð fram til kynningar.

8.

1706156 - Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2017

Lögð fram til kynningar gögn vegna reksturs safnsins á árinu 2018 auk tveggja fundargerða stjórnar.
Áður á dagskrá menningar- og safnanefndar 28.júní sl.

9.

1706119 - Gjaldskrá safna 2018 og 2019

Lögð fram tillaga forstöðumanns Safnastofnunar um gjaldskrá safnanna fyrir árin 2018 og 2019 auk samantektar um gjaldskrá nokkurra safna á landinu. Gjaldskrá safnanna hækkaði ekkert milli 2016 og 2017. Menningar- og safnanefnd hefur samþykkt tillögu forstöðumanns um að aðgangseyrir að Frakkar á Íslandsmiðum verði kr. 2.000 árið 2018 og kr. 2.100 árið 2019 og að aðgangseyrir að öðrum söfnum verði kr. 1.500 árið 2018 og kr. 1.600 árið 2019. Bæjarráð samþykkir hækkun og felur forstöðumanni Safnastofnunar að kynna hækkun fyrir safnaráði Safnahússins í Neskaupstað og stjórn Sjóminjasafnsins.

10.

1706137 - Nafn á heimavelli Leiknis F. í Fjarðabyggðarhöllinni

Ósk Leiknis Fáskrúðsfirði, um að fá að selja nafn heimavallar félagsins í Fjarðabyggðarhöllinni. Bæjarráð vísar erindi til bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa og felur þeim að ræða erindið við fulltrúa Leiknis.

11.

1510142 - Erindi frá Salthússmarkaði Stöðvarfjarðar

Endurnýjun á samningi um handsverksmarkað í Samkomuhúsinu á Stöðvarfirði. Lagt er til að samningur verði gerður til tveggja ára eða til 30.september 2019. Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningi og felur bæjarstjóra frágang hans.

12.

1610185 - Fyrirhugaðar framkvæmdir við Lambeyrará - uppkaup

Framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs um uppkaup á fasteignum vegna framkvæmda í Lambeyrará á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir að hefja uppkaupaferil og felur bæjarritara að hefja viðræður við Ofanflóðasjóð.

13.

1705108 - Tillaga um endurnýjun tækja 2017

Framlagt minnisblað forstöðumanns þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar um endurnýjun búnaðar. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði og felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að mæta kostnaði.

14.

1705166 - Ferða- og markaðsmál

Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsóknar og ráðgjafar ferðaþjónustunnar (RRF) um komur ferðamanna til Fjarðabyggðar 2014 og 2016.

15.

1706057 - Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2017

Skuldabréf að upphæð 16,1 milljón króna frá Ofanflóðasjóði. Bæjarráð samþykkti 19. júní 2017 að sækja um lánið til Ofanflóðasjóðs. Skudlabréfið er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2017 og er með lögbundnum skilyrðum um vexti og vísitölu sbr. lög um ofanflóðavarnir nr. 49/1997. Lánið er til 15 ára. Bæjarráð samþykkir lánasamning og felur bæjarritara undirritun hans.

16.

1704074 - Öryggismál og eldvarnir jarðganga

Minnisblað slökkviliðsstjóra vegna kaupa á búnaði í Norðfjarðargöng. Vegagerðin hefur samþykkt að veita fjármagni til eldvarna í Norðfjarðargöngum. Slökkviliðsstjóra falið að afla verðupplýsinga í búnað og leggja fyrir bæjarráð. Slökkviliðsstjóra jafnframt falið að kynna bæjarráði forgangsröðun búnaðar.

17.

1706014F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 180

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 180 frá 3.júlí 2017, samþykkt samhljóða í umboði bæjarstjórnar.

17.1

1706169 - Hækkun gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar í júlí 2017

17.2

1706165 - Kólnun jarðvarmakerfis og mögulegar lausnir - Hitaveita Eskifjarðar

17.3

1706109 - Völvuleiði

17.4

1612131 - Útilistaverk - Odee

17.5

1706144 - Umsögn um unanþágu frá starfsleyfi vegna 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi í Fáskrúðsfirði

17.6

1705237 - Ástandsskýrsla - Íþróttahús Eskifjarðar

17.7

1706096 - Áskorun frá stýrihóp um Heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð

17.8

1706100 - Hlið við enda gögnustígs við Melgerði

17.9

1510071 - Kaup sveitarfélaga á fasteignum í eigu Íbúðalánasjóðs

17.10

1705166 - Ferða- og markaðsmál

17.11

1706104 - Tillaga að bretri umferðarmenningu og lækkun hraða bifreiða

17.12

1706115 - Áskorun til ESU - hjóla- og gönguleiðir

17.13

1706055 - Fasteignamat 2018

17.14

1705101 - 735 Dalbraut 4 - byggingarleyfi, tengivirki

17.15

1706101 - 730 Stuðlar - Umsókn um stöðuleyfi

17.16

1706135 - 750 Skólavegur 50a - Byggingarleyfi - Garðhýsi

17.17

1706134 - 730 Mánagata 5 - Byggingarleyfi, íbúðarhús

17.18

1706167 - 750 Dalsá - Framkvæmdaleyfi, efnistaka

17.19

1705065 - Umsókn um styrk til forleifaskráningar í Vöðlavík, á Krossaensi og Útsveitar

17.20

1705104 - Fólkvangur Neskaupstaðar - ástand friðlandsins 2017

17.21

1706173 - Umsókn - endur í Ósnum á Fáksrúðsfirði

18.

1706008F - Menningar- og safnanefnd - 32

Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 32 frá 28.júní 2017, samþykkt samhljóða í umboði bæjarstjórnar.

18.1

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

18.2

1706119 - Gjaldskrá safna 2018 og 2019

18.3

1706096 - Áskorun frá stýrihóp um Heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð

18.4

1706038 - Beiðni um styrk til útgáfu á tónlist eftir Þórhall Þorvaldsson

18.5

1705166 - Ferða- og markaðsmál

18.6

1706037 - Call out for creatives - Neskaupstaður Art Attack 2017

18.7

1705146 - 100 ára fullveldisafmæli

18.8

1306017 - Menningarstefna

18.9

1706140 - Forvarsla og frágangur ljósmyndasafns Vilbergs Guðnasonar

18.10

1706156 - Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2017

19.

1706010F - Félagsmálanefnd - 96

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 96 frá 26.júní 2017, samþykkt samhljóða í umboði bæjarstjórnar.

19.1

1706095 - Fyrirhuguð koma flóttafjölskyldna frá Reykjanesbæ

19.2

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

20.

1701220 - Barnaverndarfundagerðir 2017

Fundargerðir barnaverndarnefndar nr. 74 og 75 samþykktar samhljóða í umboði bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:06.