mobile navigation trigger mobile search trigger
04.09.2017

532. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 532. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 4. september 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason Formaður, Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður, Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri og Gunnar Jónsson Embættismaður. 

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson. 

Dagskrá: 

1.

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

Framlögð tillaga bæjarstjóra að úthlutun ramma að fjárhagsáætlun 2018 fyrir málaflokka. Jafnframt lagður fram rekstrar- og efnhagsreikningur ásamt drögum að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum næstu ára.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu ramma.
Bæjarstjóra falið að úthluta fjárhagsrömmum til fastanefnda með skýringum.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:30

2.

1708151 - Menningarstyrkir 2018

Forstöðumaður menningarstofu kynnti á fundi menningar- og safnanefndar 30.ágúst sl., hugmyndir um útvíkkun á menningarstyrkjum Fjarðabyggðar á árinu 2018. Menningar- og safnanefnd lýst vel á hugmyndirnar og vísaði þeim til bæjarráðs til umræðu.
Vísað til frekari vinnslu í samráði við bæjarritara.

Gestir

Forstöðumaður menningarstofu Fjarðabyggðar - 10:00

3.

1607068 - Akstur til og frá athafnasvæðinu að Hrauni kl. 20:00

Frá fundi bæjarráðs 28. ágúst sl. þar sem bæjarstjóra var falið að vinna að máli áfram. Framlagt minnisblað um akstur ferðar kl. 20:00 að og frá Hrauni í Reyðarfirði um Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að halda áfram til áramóta akstri ferðar kl. 20:00 og ferðir verði settar inn í ferðaáætlun skipulagðra samgangna og auglýstar. Vísað til fjármálastjóra til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

4.

1708129 - Fræðslumál starfsmanna grunn- og leikskóla

Bæjarstjóri fór yfir undirbúning að tillögu sinni er varðar fræðslumál í leik- og grunnskólum starfsmanna, sér í lagi í leikskólum.
Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og hvetur skólastjóra til að halda vel utan um íslenskukennslu.

5.

1708156 - Samgönguþing

Samgönguþing verður haldið 28. september nk. að Hótel Örk í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að það mæti á þingið ásamt bæjarstjóra.

6.

1705103 - Móttaka gesta á Franska daga og Íslandsdagar í Gravelines 2017

Framlagt boð Gravelines á Íslandsdaga 22. til 24. september nk. auk dagskrár. Var á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að í ferðina fari þau Eydís Ásbjörnsdóttir, Þóroddur Helgason, Pálína Margeirsdóttir og fulltrúi Franskra daga.

7.

1708169 - Erindi í vinnslu hjá Sókn lögmannsstofa ehf

Farið yfir mál sem eru í vinnslu hjá lögmönnum sveitarfélagsins.

8.

1708165 - Ósk um tímabundið leyfi frá störfum bæjarfulltrúa

Esther Ösp Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi óskar eftir leyfi frá störfum frá 1.september og til áramóta, vegna fæðingarorlofs.
Einar Már Sigurðarson tekur sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn, Kristjana Guðmundsdóttir tekur sæti hennar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, Gunnar Geirsson tekur sæti Kristjönu sem varamanns í nefndinni. Magni Harðarson tekur sæti Estherar sem varamanns í menningar- og safnanefnd.
Bæjarráð óskar Esther Ösp velfarnaðar.

9.

1406123 - Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018

Framsóknarflokkur gerir breytinar á nefndaskipan sinni í fræðslunefnd.
Aðalheiður Vilbergsdóttir tekur sæti aðalmanns í nefndinni í stað Óskars Þórs Guðmundssonar sem verður varamaður.

10.

1706133 - Yfirlýsing um samstarf í menntamálum

Umræða tekin um áframhaldandi samstarf í menntamálum.
Bæjarstjóra falið að kynna verkefnið fyrir stjórnum Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

11.

1709008 - Lífeyrisskuldbinding Skipulagsstofu Austurlands

Framlagður tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi vegna samnings um lífeyrisskuldbindingar Skipulagsstofu Austurlands.
Vísað til fjármálastjóra til skoðunar.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:20

12.

1707109 - Umsóknir um starf atvinnu- og þróunarstjóra 2017

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um ráðningu í starf atvinnu- og þróunarstjóra. Bæjarráð samþykkir að bjóða Valgeiri Ægi Ingólfssyni starfið.

13.

1709015 - Lausaganga sauðfjár

Bæjarráð óskar eftir við eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og landbúnaðarnefnd að þær sjái til þess að tekið verði á lausagöngu fjár í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Bæjarráð felur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að finna varanlega lausn á þessu vandamáli, enda hefur þetta valdið ónæði og tjóni innan þéttbýlisins.

14.

1708012F - Menningar- og safnanefnd - 33

Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 33 frá 30.ágúst 2017, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30.