mobile navigation trigger mobile search trigger
27.09.2017

535. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 535. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 25. september 2017 og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Einar Már Sigurðarson varamaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri (í símasambandi við fund) og Gunnar Jónsson embættismaður.

 

Fundargerð ritaði:  Gunnar Jónsson

 

Dagskrá:

 

1.

1705109 - Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL

Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - júlí 2017 ásamt tekjum og launakostnaði fyrir janúar - ágúst 2017.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:00

2.

1705245 - Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017

Lagt fram minniblað fjármálastjóra um innkaupareglur Fjarðabyggðar ásamt drögum að nýjum innkaupareglum og skýringarskjali um breytingar á reglunum. Áður á dagskrá bæjarráðs 9. júní 2017. Jafnframt fylgir minnisblað af umræðufundi um innkaupamál sveitarfélaganna þann 13. september sem fjármálastjóri tók þátt í.
Samþykkt að vísa reglunum og minnisblaði til umsagnar nefnda sveitarfélagsins.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:20

3.

1709039 - Kauptilboð í Bleiksárhlíð 2-4 3H

Framhaldið umræðu um tilboð í íbúð 0304 2170089 að Bleiksárhlíð 2-4 á Eskifirði. Farið yfir tilboð og heimild til gagntilboðs í eignina.
Fjármálastjóra falið að gera gagntilboð.

Gestir

Fjármálastjóri - 09:25

4.

1709072 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

Fram eru lögð drög að umsóknum Fjarðabyggðar um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 fyrir Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Norðfjörð og Mjóafjörð.
Bæjarráð staðfestir drögin og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.

5.

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

Framlögð drög að gjaldskrá fyrir ljósleiðaratengingar í dreifbýli Fjarðabyggðar í verkefninu Ísland ljóstengt.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.

6.

1709139 - Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - upplýsingafundur vegna lífeyrismála

Boðað er til umræðufundar um lífeyrsmál og kjaramál hjúkrunarheimila föstudaginn 29. september nk. kl. 14:30 - 16:00 á Hrafnistu í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

7.

1709130 - Alþingiskosningar 2017

Bæjarráð samþykkir að bjóða upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á bókasöfnunum á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað, fram að kosningum, með samkomulagi við sýslumann um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar.

Samkvæmt 46.gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, annast bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, gerð kjörskrár, fjallar um athugasemdir við kjörskrár, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og afgreiðir ágreiningsmál í samræmi við ákvæði laga um kosningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna Alþingiskosninganna 28. október 2017. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.

8.

1611007 - Fjármálaráðstefna 2017

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 5. og 6.október í Reykjavík.
Bæjarráð, bæjarstjóri og fjármálastjóri munu sækja ráðstefnuna.

9.

1705057 - Aðalfundur SSA 2017

Lögð fram til kynningar dagskrá aðalfundar SSA, tillögur að þeim ályktunum sem lagðar verða fram á SSA þinginu 29. - 30. september n.k. auk tillögu stjórnar um ráðningu á sérstökum framkvæmdastjóra SSA er starfi undir stjórn SSA.

10.

1709140 - Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017

Aðalfundur Jöfnunarsjóðs verður haldinn 4. október á Hilton Reykjavík. Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra falið að sækja fundinn með fullt og ótakmarkað umboð.

11.

1709146 - Fundur forstjóra Alcoa Fjarðaáls með bæjarráð Fjarðabyggðar 2017

Farið yfir málefni Alcoa Fjarðaáls.

Gestir

Magnús Þór Ásmundsson - 10:00

12.

1709009F - Félagsmálanefnd - 98

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 98 frá 18.september 2017, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00