mobile navigation trigger mobile search trigger
16.10.2017

538. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 538. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 16. október 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson aðalmaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson.

Dagskrá: 

1.

1710030 - Fyrirspurnir til bæjarráðs og bæjarstjórnar

Fyrirspurn Agnars Bóassonar er varðar aðkeypta þjónustu sveitarfélagsins og búsetu starfsmanna þess. Lögð fram drög að svari bæjarstjóra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara Agnari á grundvelli framlagðra draga.

2.

1709189 - 740 Gilsbakki 14 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi

Lögð fram umsókn Grétars Arnar Sigfinnssonar, dagsett 28. september 2017, þar sem óskað er eftir um 70 m2 stækkun til norðurs á lóð hans að Gilsbakka 14 á Norðfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt stækkunina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.

3.

1705102 - Húsvarsla í Valhöll Eskifirði

Samningur við Vini Valhallar lagður fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.

4.

1707111 - Kaup á fasteignum á Eskifirði vegna frummats ofanflóðavarna.

Samþykkt Ofanflóðasjóðs að mat fari fram á eignum - Kirkjustíg 7 og Strandgötu 45 Eskifirði. Lagt fram til kynningar og vísað til eigna-skipulags og umhverfisnefndar.

5.

1604118 - Heimildarmynd um snjóflóðið í Neskaupstað 1974

Ofanflóðasjóður hefur samþykkt að styrkja gerð heimildarmyndar um snjóflóðið í Neskaupstað 1974, um 1.000.000 kr. Lagt fram til kynningar.

6.

1709149 - Beiðni um styrkveitingu

Beiðni Neytendasamtakanna um styrk. Bæjarráð getur því miður ekki orðið við beiðni að þessu sinni.

7.

1710064 - Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 1.nóvember

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands verður haldinn 1. nóvember á Vopnafirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarins á fundinum.

8.

1709140 - Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017

Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

9.

1710073 - Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt

Framlagðir skilmálar verkefnisins Ísland ljóstengt 2018 ásamt upplýsingum um umsóknarferlið sem er í tveim hlutum A og B. Vísað til sviðsstjóra veitusviðs til frekari vinnslu.

10.

1710069 - Byggðastyrkur til lagningar ljósleiðarakerfa í strjálbýlum sveitarfélögum 2018

Upplýsingar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um byggðastyrki til lagningar ljósleiðara í dreifbýli. Vísað til sviðsstjóra veitusviðs til frekari vinnslu.

11.

1704064 - Styrkur til uppbyggingar á ljósleiðarakerfi fyrir Fjarðabyggð

Framlagt bréf Vodafone um ljósleiðaralagningu og áhuga félagsins á að taka þátt í verkefnum sem tengjast uppbyggingu þeirra. Vísað til sviðsstjóra veitusviðs til frekari vinnslu.

12.

1702036 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2017

Fundargerð stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands, frá 12.september 2017, lögð fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að endurnýjun samnings við Náttúrstofu Austurlands að höfðu samráði við Fljótsdalshérað.

13.

1706013 - Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun

Á fundi Hafnarstjórnar Fjarðabyggðar þann 10. október 2017 var fjárhagsáætlun ársins 2018 ásamt langtímaáætlun samþykkt og vísað til bæjarráðs. Umfjöllun um fjárhagsáætlun hafnarsjóðs. Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.

14.

1709029 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Menningar- og safnanefnd

Á fundi menningar- og safnanefndar 12.október voru lögð fram drög að starfsáætlun ársins 2018, sundurliðun á fjárhagsramma málaflokks menninarmála og drög að verkefnum og fjárhagsútgjöldum og styrkjum menningarstofu. Menningar- og safnanefnd samþykkti drög að starfsáætlun og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs. Menningar- og safnanefnd telur að hækkun fjárhagsramma málaflokks menningarmála milli áranna 2017 og 2018 taki ekki fyllilega tillit til þess að Menningarstofa Fjarðabyggðar var sett á laggirnar á árinu. Nefndin leggur því til við bæjarráð að fjárheimildir málaflokksins verði endurskoðaðar með þetta í huga. Umfjöllun um fjárhagsáætlun menningarmála. Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.

15.

1709028 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Fræðslunefnd

Starfs- og fjárhagáætlun fræðslumála lögð fram til samþykktar í bæjarráði. Umfjöllun um fjárhagsáætlun fræðslumála. Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.

16.

1706018 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd

Starfs- og fjárhagáætlun íþrótta- og tómstundamála lögð fram til samþykktar í bæjarráði. Umfjöllun um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála. Bæjarráð vísar áætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.

17.

1709208 - Gjaldskrá í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2018

Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir árið 2018 og vísar þeim til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,7%. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

18.

1709209 - Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2018

Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir líkamsræktarstöðvar fyrir árið 2018 og vísar málinu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,7%. Auk þess leggur íþrótta- og tómstundanefnd til við bæjarráð, að Fjarðabyggð gefi eldri borgurum búsettum í sveitarfélaginu frían aðgang í líkamsrætarstöðvar sínar utan álagstíma. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

19.

1709214 - Gjaldskrá tónlistarskóla 2018

Fræðslunefnd skoðaði gjaldskrá tónlistarskólanna í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá vísað til bæjarráðs til samþykktar. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

20.

1709213 - Gjaldskrá leikskóla 2018

Fræðslunefnd skoðaði gjaldskrá leikskólanna í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga og úttekt ASÍ á 15 stærstu sveitarfélögum landsins fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá er vísað til samþykktar í bæjarráði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

21.

1710065 - Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2018

Fræðslunefnd skoðaði gjaldskrá á skólamáltíðum í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá vísað til samþykktar í bæjarráði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

22.

1709212 - Gjaldskrá skóladagheimila 2018

Fræðslunefnd fór yfir gjaldskrá frístundaheimila (skóladagheimila) í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrár viðmiðunarsveitarfélaga. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá vísað til samþykktar í bæjarráði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

23.

1709211 - Gjaldskrá grunnskóla 2018

Fræðslunefnd fór yfir gjaldskrá grunnskóla í Fjarðabyggð og bar hana saman við gjaldskrár viðmiðunarsveitarfélaga fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi fræðslunefndar gerir ráð fyrir 2,7% hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2018 miðað við verðlagsspá og það er jafnframt tillaga nefndarinnar. Gjaldskrá vísað til bæjarráðs til samþykktar. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

24.

1710004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 187

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 187 frá 9.október, lögð fram til kynningar.

24.1

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar - TRÚNAÐARMÁL

24.2

1709177 - Gæðahandbók Vatnsveitu

24.3

1411143 - Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES

24.4

1701232 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2017

24.5

1708123 - 740 Framkvæmdaleyfi - Lagfæring vegar frá Viðfirði að Merkihrygg

24.6

1612066 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017

24.7

1710004 - 750 Álfabrekka 6 byggingarleyfi

24.8

1710003 - 730 Stekkjarbrekka 6 byggingarleyfi

24.9

1704081 - 750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027,breyting - grjótnáma kappeyri

24.10

1710013 - 750 Hafnargata 23 byggingarleyfi - niðurrif húss

24.11

1710033 - Suðurfirðir - Framkvæmdaleyfi, lagning ljósleiðara

24.12

1707040 - 735 Krikjustígur 1.b - Byggingarleyfi - breyting inni

24.13

1709161 - 750 Dalsá - Framkvæmdaleyfi, efnistaka

24.14

1709189 - 740 Gilsbakki 14 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi

24.15

1709192 - 715 Fjörður 1 - Krafa um að óleyfisframkvæmdir sé fjarlægðar

24.16

1704104 - Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún

24.17

1709188 - Stækkun lóðar við leikskólann Lyngholt

24.18

1710038 - Stefna í málefnum um plastnotkun

24.19

1709178 - Tjaldstæði Reyðarfirði

25.

1710002F - Hafnarstjórn - 185

Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 185 frá 10.október, lögð fram til kynningar.

25.1

1701008 - Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017

25.2

1710008 - Rannsóknarnefnd samgönguslysa - hafnakantar

25.3

1701009 - Fundargerðir CI á árinu 2017

25.4

1710016 - Endurbygging/endurnýjun stálþila vegna tæringar

25.5

1705245 - Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017

25.6

1706013 - Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun

25.7

1706041 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018

25.8

1710025 - Innviðir á Íslandi - ástand og framtíðarhorfur

26.

1709022F - Félagsmálanefnd - 99

Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 99 frá 9.október, lögð fram til kynningar.

26.1

1611104 - Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar - TRÚNAÐARMÁL

26.2

1709210 - Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2018

26.3

1709195 - Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2018

26.4

1709193 - Gjaldskrá Fjölskyldusviðs 2018 vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn

26.5

1709026 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Félagsmálanefnd

27.

1710006F - Menningar- og safnanefnd - 35

Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 35 frá 12.október, lögð fram til kynningar.

27.1

1709029 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Menningar- og safnanefnd

28.

1710005F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 41

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 41 frá 12.október, lögð fram til kynningar.

28.1

1705245 - Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017

28.2

1710048 - Verkaefnalisti fyrir Skíðamiðstöðina í Oddskarði

28.3

1710047 - Vallarvinnusamningar 2018

28.4

1709209 - Gjaldskrá líkamsrækatarstöðva 2018

28.5

1709208 - Gjaldskrá í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2018

28.6

1706018 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd

29.

1710003F - Fræðslunefnd - 47

Fundargerð fræðslunefndar, nr. 47 frá 11.október, lögð fram til kynningar.

29.1

1709214 - Gjaldskrá tónlistarskóla 2018

29.2

1709213 - Gjaldskrá leikskóla 2018

29.3

1710065 - Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2018

29.4

1709212 - Gjaldskrá skóladagheimila 2018

29.5

1709211 - Gjaldskrá grunnskóla 2018

29.6

1709028 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Fræðslunefnd

29.7

1611029 - Viðbygging við leikskólann Lyngholt

29.8

1710041 - Velferðarvaktin - Kostnaðarþátttaka vegna skólagagna

29.9

1710066 - Málefni nemenda

Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um legu þjóðvegar 1 á Austurlandi. Ákvörðunin byggir á faglegu mati Vegagerðar sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur kallað eftir síðan árið 2013. Með þessari ákvörðun eru loks leidd til lykta áralöng skoðanaskipti um legu þjóðvegar 1 á Austurlandi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20.