mobile navigation trigger mobile search trigger
06.11.2017

541. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 541. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 6. nóvember 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Einar Már Sigurðarson varamaður, Gunnar Jónsson embættismaður og Gunnlaugur Sverrisson embættismaður er jafnframt ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

1.

1705109 - Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL

Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - ágúst 2017 ásamt tekjum og launakostnaði fyrir janúar - september 2017.

Gestir

Snorri Styrkársson - 08:45

2.

1703227 - Uppgjör launagreiðenda A deildar Brúar vegna breytinga á lögum

Fyrir liggur uppgjör á skuldbindingum Fjarðabyggðar gagnvart Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Bráðabirgðatölur liggja fyrir til grundvallar uppgjörinu og er gerð grein fyrir uppgjörinu í minnisblaði fjármálastjóra. Bæjarráð veitir fjármálastjóra heimiild til að leita lánsvilyrðis hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framlags í jafnvægissjóðs, en heimild til lántöku verður lögð fyrir bæjarstjórn síðar.

Gestir

Snorri Styrkársson - 08:55

3.

1612113 - Vegna samnings um lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila sem rekin eru af sveitarfélögum

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 2.janúar 2017 en þar var eftirfarandi bókað “Framlagður tölvupóstur ásamt bréfi um samninga, vegna yfirtöku ríkisins á 236.000.000 kr. lífeyrisskuldbindingu hjúkrunarheimila. Jafnframt lögð fram drög að yfirlýsingu sveitarfélaga vegna samnings um yfirtökuna. Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar ákvörðun um heimild til bæjarstjóra til samningagerðar vegna yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala.” Málið var síðan á dagskrá bæjarstjórnar þann 5.janúar 2017 og þar var eftirfarandi bókað; ”Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að veita bæjarstjóra fullnaðarheimild til samningagerðar og undirritunar gagna vegna yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala.”
Nú liggja fyrir endanlegir samningar og tryggingastærðfræðileg úttekt á skuldbindingum hjúkrunarheimilanna sem lögð eru fram á fundinum, eða alls 336.035.076 kr. Hlutur hjúkrunarheimillana (3%) er áætlaður 10.083.053. Bæjarráð samþykkir málið í heild sinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninga og eða önnur gögn vegna yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala.

Gestir

Snorri Styrkársson - 09:10

4.

1711004 - Opnun Norðfjarðarganga

Lögð fram til kynningar drög að dagskrá vegna opnun Norðfjarðarganga 11. nóvember 2017.

5.

1710127 - Fundagerðakerfi - birting skjala á heimasíðu

Lögð fram tillaga að kaupum á fundagerðarkerfi fyrir ONE sem gerir kleift að birta gögn með fundargerðum á heimasíðu. Jafnframt lögð fram drög að Reglum um birtingu gagna með fundargerðum. Bæjarráð samþykkir kaup á kerfi og vísar Reglum um birtingu gagna til samþykktar í bæjarstjórn.

6.

1711024 - Umsókn um afnot af samkomuhúsi fyrir hjónaball

Ósk um afnot af samkomuhúsinu á Stöðvarfirði fyrir hjónaball sem haldið verður 25.nóvember. Bæjarráð samþykkir afnot af húsinu en vísar málinu til æskulýðs- og íþróttafulltrúa til frekari útfærslu og jafnframt til kynningar hjá umsjónaraðila handverksmarkaður sem starfræktur er í húsinu.

7.

1710073 - Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt

Umræða tekin um umsóknir til Fjarskiptasjóðs um lagningu ljósleiðara á árinu 2018. Umsóknarfrestur í A-hluta umsóknarferils rennur út 9. nóvember og þarf að ákveða hvaða svæði eigi að setja í forgang í ljósleiðaravæðingu. Í fyrra var sótt um ljósleiðara vegna Norðfjarðarsveitar en ekki fékkst nægur styrkur í það verkefni. Jafnframt er áform RARIK um lagningu háspennustrengs í jörðu út Norðurbyggð Fáskrúðsfjarðar sem þarf að huga að vegna samlegðar. Frestun verður á endanlegum verklokum ljósleiðaralagningar um suðurfirði. Bæjarráð samþykkir að sótt verði í A-hluta um ljósleiðaravæðingu Norðfjarðarsveitar og Norðurbyggðar í Fáskrúðsfirði.

8.

1702019 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.október, lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30.