mobile navigation trigger mobile search trigger
15.01.2018

548. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 548. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 15. janúar 2018 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson embættismaður. 

Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson. 

Dagskrá: 

1.

1705109 - Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL

Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - nóvember 2017 ásamt tekjum og launakostnaði fyrir janúar - desember 2017.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:30

2.

1612110 - Kjara- og launamál 2017

Framlagt minnisblað vegna leiðréttinga launa á árinu 2017 sem vísað er til gerðar viðauka. Um er að ræða leiðréttingu launatengdra gjalda og fæðisgreiðslna starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaðarauka til gerðar viðauka í 3. dagskrárlið fundagerðar.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:45

3.

1801095 - Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 8

Framlagður viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Viðaukinn er fyrst og fremst um millifærslur og leiðréttingar á áætlun ársins 2017. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka nr. 8 og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:55

4.

1801087 - Aukin framleiðsla á laxi í Reyðarfirði um 10.000 tonn - beiðni um umsögn á frummatsskýrslu

Framlögð frummatsskýrsla vegna viðbótarframleiðslu Laxa fiskeldi ehf. á 10.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Umsögn um skýrsluna óskast send Skipulagsstofnun fyrir 5.febrúar nk.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umsagnar. Erindið tekið fyrir að nýju að þeim fengnum í bæjarráði.

5.

1801053 - Skilti við Barkinn - Reyðarfirði

Framlagt bréf frá hópi brottfluttra Reyðfirðinga sem leggur til að sett verði upp skilti við Barkinn á Reyðarfiðri þar sem sögð verði saga atvinnulífs sem þar var.
Vísað til upplýsingafulltrúa og forstöðumanns safnastofnunar til úrvinnslu og kynningar í menningar- og safnanefnd.

6.

1801057 - Heimildamynd um Austurland

Framlagt bréf frá Bjarna Hall þar sem óskað er eftir styrk vegna gerðar heimildamyndar um Austurland sem yrði í svipuðum dúr og Landinn. Myndin yrði sett upp í afþreygingakerfi Icelandair.
Vísað til upplýsingafulltrúa í tengslum við birtingaráætlun Austurbrúar.

7.

1710058 - 735 Strandgata 98a - byggingarleyfi, breytt notkun og endurbygging

Vísað frá eigna-, skipulags og umhverfisnefnd byggingarleyfisumsókn Egils Helga Árnasonar, dagsett 10. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta gömlu sjóhúsi við Strandgötu 98a á Eskifirði í íbúðar-/gistirými. Einnig er sótt um að færa húsið til um 7,4 m til suðurs.  Nefndin samþykkir jafnframt, fyrir sitt leyti, stækkun lóðar vegna færslu hússins. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar og felur bæjarstjóra undirritun lóðasamnings.

8.

1801075 - Ert" ekki að grínast í mér ? - Námskeið um sveitarstjórnir og starfið í þeim

Framlagt til kynningar erindi fyrirtækisins Ráðríks ehf. sem hyggst halda námskeið þar sem meginmarkmiðið er að höfða til hins almenna íbúa, vekja áhuga hans á sveitarstjórnarmálum og hvetja hann til þátttöku.
Bæjarráð þakkar áhugavert erindi og námskeið en afþakkar það að þessu sinni.

9.

1709072 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

Lagt fram bréf atvinnu-og þróunarstjóra er varðar sérstök skilyrði vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018. Lagt er til að bæjarráð samþykki nýjar tillögur er varða texta í sérreglum.
Bæjarráð samþykkir tillögur sem lagðar eru til í minnisblaði um breytingu á reglum Fjarðabyggðar um byggðakvóta en leggur jafnframt áherslu á að Byggðastofnun komi að atvinnumálum í Mjóafirði með sértækum byggðakvóta.
Breyttum reglum vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

10.

1801103 - Skólalóð - framkvæmdir

Framlagt sameiginlegt erindi skólaráðs og nemendaráðs Grunnskólans á Eskifirði til bæjarráðs um skólalóð.
Bæjarráð þakkar bréfriturum bréfið og vísar því til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

11.

1708065 - Endurbætur á húsnæði Salthússmarkaðarins á Stöðvarfirði

Framlagt bréf Salthúsmarkaðarins á Stöðvarfirði sem fjallar um viðhaldsmál og endurbætur á aðkomu að inngangi og unhverfi hans.
Bæjarráð vísar erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

12.

1801022 - Upplýsingagjöf vegna húsnæðisvanda einstaklinga í Fjarðabyggð

Framlagt bréf Umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir upplýsingum um almenn úrræði sbr. 45. gr. laga 40/1991.
Vísað til félagsmálanefndar og til vinnslu hjá félagsmálastjóra.

13.

1702075 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar frá 18.desember 2017, lögð fram til kynningar.

14.

1702019 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2017

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 855 frá 15.desember 2017, lögð fram til kynningar.

15.

1801004F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 194

Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 194 frá 8.janúar 2018, lögð fram til kynningar.

16.

1801097 - Barnaverndarfundagerðir 2018

Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 78 frá 8.janúar 2018, lögð framt til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30.