mobile navigation trigger mobile search trigger
06.10.2015

75. fundur félagsmálanefndar

Félagsmálanefnd - 75. fundur

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 5. október 2015 og hófst hann kl. 16:15

Fundinn sátu: Hulda Sigrún Guðmundsdóttir formaður, Valdimar O Hermannsson, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Heiðar Már Antonsson, Ásmundur Páll Hjaltason og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði: Sigrún Þórarinsdóttir.

Dagskrá:

1.

1509193 - 16.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs

Fram lögð til kynningar þingsályktunartillaga um skipan starfshóps sem geri tillögur um hvernig staðið skuli að lengingu fæðingarorlofs í 18 mánuði og fjármögnun þessa að byggja upp leikskóla sína þannig að þeir geti tekið við öllum ársgömlum börnum í gjaldfrjálsan leikskóla ásamt nauðsynlegum lagabreytingum til að styrkja stöðu leikskólanna sem fyrsta skólastigsins í menntakerfi landsins.

 

2.

1509141 - 3.mál til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.)

Umsagnarmál um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.)lagt fram til umsagnar og kynningar.

 

3.

1509084 - Atvinnulausir og sundstaðir

Framlagt bréf frá Alþýðusambandi Íslands um afnot atvinnulausra af sundlaugum sveitarfélaga án endurgjalds. Bæjarráð tekur vel í erindi Alþýðusambands Íslands og vísar því til fjölskylusviðs til útfærslu og umsagnar. Nefndin felur sviðsstjórum fjölskyldusviðs að taka saman minnisblað vegna þessa til bæjarráðs.

 

4.

1509191 - Innleiðing á sjúkráskrá á hjúkrunarheimili og upplýsingatæknimál

Erindi vegna innleiðingar á sjúkraskrá hjúkrunarheimila og upplýsingatæknimál lagt fram til kynningar. Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu.

 

5.

1509026 - Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2016 - félagsmálanefnd

Áframhaldandi vinna og umræður við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2016 haldið áfram.

 

6.

1509119 - Starfsáætlun 2016 - félagsmál

Áframhaldandi umræða og vinna við gerð starsáætlunar ársins 2016 sem liður í vinnu við fjárhagsáætlun komandi árs haldið áfram.

 

7.

1509003 - Umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda

Lögð fram greinargerð þroskaþjálfa vegna umsóknar aðila um að gerast stuðningsfjölskylda. Nefndin samþykkir umsókn aðila um að gerast stuðningsfjölskylda og felur starfsmanni málsins úrvinnslu. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

8.

1509131 - Íbúaþróun

Fram lögð greining á íbúaþróun og atvinnuleysi í Fjarðabyggð. Íbúum Fjarðabyggðar hefur fjölgað um 28 á fyrstu mánuðum ársins sem er í takt við þróun síðasta árs. Vísað til félagsmálanefndar til skoðunar vegna atvinnuleysistalna og samsetningar atvinnuleysis. Nefndin felur félagsmálastjóra erindið til frekari úrvinnslu.

 

9.

1509199 - Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2015

Lögð fram styrkbeiðni frá Aflinu. Nefndin getur því miður ekki orðið við styrkbeiðni að þessu sinni. Félagsmálastjóra falið að svara erindinu.

 

10.

1406163 - Umsókn um að gerast dagforeldri

Lögð fram greinargerð ráðgjafa vegna endurnýjunar á leyfi dagforeldris. Félagsmálanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi dagforeldris til daggæslu barna í heimahúsum, að leyfið sé til fjögurra ára og að það sé til gæslu fyrir allt að fimm börn í einu þar sem öll uppfyllt skilyrði eru fyrir hendi. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

11.

1510018 - Uppsögn í starf

Vísað frá bæjarráði. Fyrir liggur bréf frá Árna Helgasyni framkvæmdastjóra Hulduhliðar á Eskifirði en hann líkur störfum um n.k. áramót vegna aldurs. Þá vísaði bæjarráð einnig því til félagsmálanefndar að fenginn verði utanaðkomandi ráðgjöf til að skoða og fara yfir hvort samlegð sé í rekstri hjúkrunarheimilinna í Fjarðabyggð. Einnig verði það skoðað hvort möguleikar séu á samvinnu milli hjúkrunarheimilanna og Heilbrigðsstofunar Austurlands. Verkefnið verði unnið í október. Félagsmálanefnd samþykkir ályktun bæjarráðs og felur félagsmálastjóra í samráði við bæjarstjóra að koma vinnunni af stað þannig að niðurstaða liggi fyrir í október.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.