mobile navigation trigger mobile search trigger
11.01.2017

91. fundur félagsmálanefndar

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, 10. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu:

Hulda Sigrún Guðmundsdóttir formaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Ásmundur Páll Hjaltason aðalmaður og Valdimar O Hermannsson varaformaður.

 Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason

 Dagskrá: 

1.

1612028 - Tillaga um breytingar á reglum Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu

Fyrir liggur minnisblað deildarstjóra búsetuþjónustu Fjarðarbyggðar þar sem fyrir liggur tillaga að breytingum að reglum Fjarðabyggðar um félagslega þjónustu. Annars vegar er verið að skýra texta í 7. grein og lagt til að þar standi "Þjónustuþörf er metin í hverju einstöku tilviki. Að jafnaði er ekki veitt þjónusta sem aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri, geta annast." og niðurfalli textinn "Þjónustuþörf skal metin í hverju einstöku tilfelli og leitast skal við að veita þá þjónustu sem viðkomandi eða aðrir heimilismenn eru ekki færir um að annast sjálfir." Hins vegar er lögð til breyting á 4. grein þar sem greiðslur miðist áfram við tekjur en við bætist "og handbært fé notenda, þ.e. allra á heimilinu yfir 18 ára aldri skv. skattaframtali." Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar.

2.

1612090 - Heimsóknartímar á hjúkrunarheimili

TRÚNAÐARMÁL - Bréf frá aðstandanda vistmanns á Hulduhlíð. Lagt fram til kynningar í félagsmálanefnd og eftir umræður er sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

3.

1612051 - Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

Fyrir liggur bréf frá landssamtökunum Þroskahjálp, dagsett 7. desember 2016. Í bréfinu eru stjórnendur Fjarðabyggðar hvattir til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar gerðar eru áætlanir í húsnæðismálum og settar reglur og/eða teknar ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda. Félagsmálanefnd tekur undir með landssamtökunum og vísar ábendingum í bréfinu áfram til vinnu við gerð húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar en sú vinna er í gangi.

4.

1611121 - Vinna við forvarnir fyrir árið 2017

Rætt var vítt og breitt um forvarnarmál í sveitarfélaginu Fjarðabyggð, forvarnaráætlun, fjölskyldustefnu og drög að nýjum samningi við Rannsóknir og greiningu um rannsóknir á högum og líðan nemenda í Fjarðabyggð. Fræðslustjóri greindi frá vinnu á fjölskyldusviði sem snýr að forvörnum fyrir árið 2017.

5.

1701024 - Jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar

Félagsmálanefnd fór yfir jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar frá árinu 2013 og vinnu við endurskoðun stefnunnar. Fræðslustjóri kynnti drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun fyrir árin 2017-2020. Í drögunum er ekki gert ráð fyrir neinum efnislegum breytingum aðeins gerðar breytingar á orðalagi þar sem mannauðsstefna kemur í stað starfsmannastefnu og bætt er inn að vinna við jafnréttismál taki mið af fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. Fræðslustjóri gerði grein fyrir því hvernig staðið væri að jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum og hvernig væri unnið að framgangi jafnréttisstefnu á fjölskyldusviði. Málinu vísað til frekari umræðu á næsta fundi nefndarinnar og afgreiðslu fyrir lok febrúar.

6.

1311103 - Jólasjóður 2016

Lögð fram skýrsla ráðgjafa um jólasjóðinn 2016. Í Fjarðabyggð er sameiginlegur jólasjóður sem stofnaður var fyrir nokkrum árum í samvinnu við starfsgreinasambandið Afl. Aðstandendur sjóðsins eru Rauðakrossdeildir á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði, Reyðarfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, Þjóðkirkjan, Kaþólska kirkjan, Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar og mæðrastyrksnefnd kvenfélagsins Nönnu á Norðfirði. Starfsmaður á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar heldur utan um sjóðinn í nánu samstarfi við þá aðila sem standa að honum. Fyrirtæki í Fjarðabyggð studdu nú sem fyrr dyggilega við sjóðinn. Upphæð aðstoðar árið 2016 var: Einstaklingur kr. 30.000,- Par/hjón kr. 40.000,- Fyrir hvert barn kr. 15 000,- Hámarksupphæð á heimili kr. 70.000,- Veitt var aðstoð til 68 heimila, þar af voru 85 fullorðnir og 67 börn. Heildarstyrkupphæð var kr. 3.695.034- og var aðstoðin jafn há og fyrri ár, per einstakling. Færri heimili sóttu um aðstoð þetta árið samanborið við 2014 og 2015.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10