mobile navigation trigger mobile search trigger
05.11.2015

Meðhöndlun úrgangs

Fjarðabyggð fyrir hönd Sorpstöðvar Fjarðabyggðar óskar eftir tilboðum í verkið :

MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS
Sorphirða, rekstur söfnunarstöðva, móttökustöð, flutningar, meðhöndlun til endurvinnslu og urðun.

Verkið felst í sorphirðu við heimili og starfsmannaaðstöðu fyrirtækja i Fjarðabyggð. Rekstri urðunarstaðar, söfnunarstöðva í þéttbýliskjörnum og móttökustöð á Reyðarfirði og ráðstöfun endurvinnsluúrgangs. Einnig möguleika á söfnun og meðhöndlun lífræns úrgangs.

Væntanlegir bjóðendur eru hvattir til að kynna sér staðhætti á söfnunarstöðvum, móttökustöð og urðunarstað fyrir tilboðsgerð.

Að Sorpstöð Fjarðabyggðar stendur sveitarfélagið Fjarðabyggð.

Útboðsgögn verða send út á stafrænu formi í tölvupósti frá og með fimmtudeginum 5. nóvember 2015. Beiðni um útboðsgögn skal senda á netfangið valgeir@mannvit.is. Í beiðni skal koma frá nafn, heimilsfang netfang og símanúmer bjóðanda.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Mannvits í Molanum, Hafnargötu 2, Reyðarfirði, fimtudaginn 26. nóvember 2015 fyrir kl 14:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Útboðsauglýsing_Meðhöndlun úrgangs 2015.pdf