mobile navigation trigger mobile search trigger
21.06.2017

Nytjaréttur af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg í Norðfirði

Fjarðabyggð auglýsir til leigu nytjarétt af æðarvarpi á jörðinni Búlandsborg í Norðfirði.  Leigutímabilið er frá 1. október 2017 til 30. september 2022.   

Búlandsborg er skráð eyðijörð í skrám Þjóðskrár og hefur ekki verið í ábúð frá fyrri hluta 20.aldar. Enginn húsakostur er á jörðinni og hún er ekki skráð í lögbýlaskrá.

Leigutaka eru heimiluð afnot af varpsvæði æðarfuglsins til að hagnýta dún.

Leigutaki hefur rétt til að afmarka varpland og takmarka umgang um æðarvarp.

Leigutaka ber að hlúa að hreiðrum og annast fugl og varpstöðvar þannig að æðarfugl megi vel við una.

Leigutaki skal notast við umhverfisvæn efni við hreiðurgerð.

Leigutaki skal halda nytjasvæði hreinu og umhverfi snyrtilegu.

Opinberum rannsóknarstofnunum er heimilt að gera rannsóknir á æðarfugli og tilraunir með ýmsa þætti varpsins meðan á varptíma stendur.

Leigutaka er heimilt að takmarka umferð almennings um jörðina meðan á varptíma stendur.

Tilboð skulu berast til framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar fyrir kl. 14:00 mánudaginn 17. júlí 2017. Stefnt er á að tilboð verði opnuð á bæjarskrifstofunni 17.júlí kl. 14.30.

Hæsta ásættanlega tilboði verður tekið.

Fjarðabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúi - valur.sveinsson@fjardabyggd.is -eða í síma 470 9000.

Teikning 1 af umræddu svæði  

Teikning 2 af umræddu svæði