mobile navigation trigger mobile search trigger
02.03.2015

Úboð vegna Ofanflóðavarna Eskifirði - Hlíðarendaá

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Fjarðabyggðar og Ofanflóðasjóðs, óskar eftir tilboðum í verkið Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Hliðarendaá, varnarvirki.

Farvegur Hlíðarendaár verður breikkaður og dýpkaður og bakkarnir mótaðir með grjóthleðslum. Skurðurinn er 5 m breiður í botninn, 230 m laangur og um 3 m að dýpt. Skurðhliðar eru hlaðnar úr grjóti með fláanum 1:0,25 (=4:1) . Grjót til hleðslunnar verður fengið með skeringum, sótt í farveg Grjótár eða fengið úr námum.

Steyptur leiðiveggur verður byggður austan við efri hluta skurðar. Garðurinn verðu rum 3,6 m hár, 120 m langur og með langhalla að jafnði 25%. 

Landmótun og yfirborðsfrágangur felst í mótun svæða við skurðbakka og leiðivegg og gerð göngustíga. Svæðið verður jafnað og þakið gróðurlagi og síðan borið á og sáð grasfræi.

Vettvangsskoðun fer fram 14. apríl 2015, kl. 13:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. nóvember 2015.

Útboðsgögn eru til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík.

Sjá vefsíðu verksins hjá Ríkiskaupum