mobile navigation trigger mobile search trigger

Safnanefnd

Safnanefnd starfar í umboði menningar- og nýsköpunarnefndar með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í erindisbréfi. Safnanefnd mótar stefnu í safnamálum.  Hún tekur ákvarðanir innan markaðrar stefnu og fjárheimilda í þeim málaflokkum.  Nefndin gerir tillögur til menningar- og nýsköpunarnefndar varðandi valdsvið sitt. Nefndin ber ábyrgð á samskiptum við hagsmunaaðila á sviði safnamála í Fjarðabyggð  og samskiptum við þá aðila sem vinna að safnamálum. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði nefndarinnar sé fylgt.  Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem menningar- og nýsköpunarnefnd ákveður.

Safnanefnd fer með eftirtalin verkefni í umboði menningar- og nýsköpunarnefndar:

  • Stefnumörkun í safnastarfsemi Fjarðabyggðar.
  • Stjórn Safnastofnunar Fjarðabyggðar og umsjón með rekstri safna Fjarðabyggðar, þ.m.t. samningum um þjónustu safnanna.
  • Ábyrgð á samstarfssamningum við söfn með sjálfstæðar stjórnir.
  • Málefni almennings- og skólabókasafna sbr. lög 150/2012, málefni minjasafna sbr. safnalög 141/2011 og málefni skjalasafna sbr. lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.
  • Ábyrgð á söguritun og aðgerðum bæjarins til að varðveita menningararf sveitarfélagsins.

Aðalmenn

Jón Björn Hákonarsson, formaður (B)
Ævar Ármansson varaformaður  (L)
Kamma Dögg Gísladóttir (L)
Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir (B)
Sævar Guðjónsson (D)