mobile navigation trigger mobile search trigger

Veitusvið

Veitusvið Fjarðabyggðar hefur yfirumsjón með veitum sveitarfélagsins, vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu. Í því felst m.a. viðhald og framkvæmdir, tæknimál, fagleg stefnumótun, framtíðarþróun og eftirlit og gæðastjórnun veitnanna. 

Sviðið vinnur náið með framkvæmda- og umhverfissviði, sér í lagi hvað varðar útboð og innkaup. Einnig starfar sviðið með eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og eru reglulegir fundir nefndarinnar hálfsmánaðarlega árið um kring.

SVIÐSSTJÓRI VEITUSVIÐS

Sviðsstjóri veitusviðs hefur með höndum undirbúning stefnumótunar í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, stýrir rekstri starfseminnar með áherslu á forystu á sviðum veitna bæjarins, hvort sem um er að ræða starfsemi á eigin vegum eða á grunni útboða eða þjónustusamninga við birgja. Sviðsstjóri fer með frumkvæðishlutverk í stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, þróunarstarfi, gæðastarfi, samningagerð og greiningu upplýsinga varðandi veitur sveitarfélagsins og rekstur þeirra.

Sviðsstjóri veitusviðs vinnur, í samvinnu við aðra stjórnendur Fjarðabyggðar, að kaupum á tækni- og verktakaþjónustu þ.m.t. útboðum vegna hönnunar, viðhalds og nýframkvæmda og gerð verksamninga þegar viðkomandi þættir varða starfsemi veitna. Náið samstarf skal vera við sviðsstjóra framkvæmda og umhverfissvið sveitarfélagsins er varðar útboð og innkaup sviðsins.

STARFSMENN VEITUSVIÐS

Nafn Starfsheiti Símanúmer Netfang
Þorsteinn Sigurjónsson Sviðsstjóri veitusviðs - Director of Municipal Heating and Water Utility 470 9066 Netfang