mobile navigation trigger mobile search trigger
21.04.2017

Félagsleg liðveisla

Viltu vera vinur ?

Við leitum að starfsmanni í félagslega liðveislu hjá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar. Hvað felst í að vera liðveitandi?

  • Vera vinur
  • Aðstoða og vera fyrirmynd
  • Vera jákvæður og gefandi
  • Veita öryggi og leitar tækifæra til að taka þátt í samfélaginu
  • Sveigjanlegur vinnutími

Öryggi – umhyggja – kærleikur – þátttaka

 

Ef þú hefur áhuga að gerast liðveitandi þá veitir Svanhvít Aradóttir ráðgjafaþroskaþjálfi allar nánari upplýsingar í síma 8977650 eða með tölvupóst í netfangið svanhvit.aradottir@fjardabyggd.is  

Umsóknarfrestur er til 1.júní 2017.

Þörfin er mest á Eskifirði en okkur vantar einnig í Neskaupstað, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði.

„Þátttaka okkar í lífi annarra hefur þann megin tilganga að kenna, þroska og viðhalda reynslu þeirra og upplifun af tengslum, vináttu og því að vera hluti af samfélaginu.“ (John McGee / Mike Vincent)

„Ég hef lært að fólk gleymir hvað ég segir og hvað ég geri en fólk  gleymir ekki hvernig því leið í kringum mig.“ (Maya Angelou)