mobile navigation trigger mobile search trigger
07.04.2017

Sumarstörf - 16 og 17 ára

Sumarstarfsmenn 16 ára (f. 2001), 10. bekkur, fá vinnu í 8 vikur, 8 klst. á dag, laun 78% af launaflokki 116 í kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélaga.

Sumarstarfsmenn 17 ára fá vinnu frá 15. maí til lok ágúst mánaðar eða samkvæmt samkomulagi. Vinnutími 8 klst./dag, laun 82% af launaflokki 116 í kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélaga.

*Störf sumarstarfsmanna, 16 og 17 ára, lúta reglum nr. 426/1999 um vinnu barna og ungmenna ásamt síðari breytingum.

Störf sumarstarfsmanna á þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar eru ýmis umhverfisverkefni sem gróflega geta flokkast í tvo flokka: 

  • Grófvinna - sláttur með orfi, undirbúningur fyrir malbikun og hellulögn, o.fl.
  • Fínvinna - undirbúningur og viðhald blóma- og runnabeða, plöntun blóma og trjáa o.fl.

*Ef til yfirvinnu kemur, 16 ára og eldri, er það valfrjálst og samkvæmt verkefnastöðu og samkomulagi hverju sinni.

 

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2017.