mobile navigation trigger mobile search trigger
18.12.2017

Verkefnastjóri HáAust

Verkefnastjóri HáAust

Starfshópur um uppbyggingu háskólaseturs Austfjarða auglýsir eftir verkefnastjóra. Leitað er að kraftmiklum og úrræðagóðum aðila með brennandi áhuga á umbótaverkefnum byggðarlaga og uppbyggingarstarfi í háskólaumhverfi. Meðal verkefna er greining á þörfum fyrir háskólasetur og mótun framtíðarsýnar fyrir svæðisbundna háskólamenntun. Verkefnastjóri annast einnig daglegan rekstur á verkefnum vegna uppbyggingar háskólasetursins, er stýrihópi til ráðgjafar og hefur auk þess frumkvæði að aðgerðum sem styðja við uppbyggingu háskólasetursins. Þá sér verkefnastjóri um kynningarstarf vegna verkefnisins háskólaseturs og samskipti við fjölmiðla. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Starfssvið

  • Stefnumörkun, þarfagreining, daglegur rekstur og þróun á verkefnum.
  • Umsjón og eftirlit með verkefnum.
  • Starfsmaður stýrihóps.
  • Fjármál og rekstur.
  • Kynningarmál og samskipti við fjölmiðla.
  • Umsjón með gerð aðildarsamninga.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf á grunnstigi sem nýtist í starfi er skilyrði, meistarapróf er kostur.
  • Góð þekking á evrópsku háskólaumhverfi er kostur.
  • Góð þekking á íslensku stjórn- og menntakerfi er kostur.
  • Reynsla af stjórnun og rekstri / Reynsla af verkefnastjórnun.
  • Færni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
  • Hugmyndaríki, lausnarmiðun og þolgæði.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Starfslýsing - Verkafnastjóri HáAust 

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar.

Further details about job description and responsibilities can be found in Icelandic and English on www.fjardabyggd.is and on www.capacent.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Hægt er að sækja um starfið með því að smella hér

Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) og Lísbet Hannesdóttir (lisbet.hannesdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.

Fjarðabyggð, fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu, ásamt Fljótsdalshéraði og Háskólanum á Akureyri vinna að undirbúningi að stofnun Háskólaseturs Austfjarða. Verkefnastjórinn mun leiða undirbúninginn. Ráðið verður í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu starfsins að þeim tíma liðnum.