mobile navigation trigger mobile search trigger

Almennt um fræðslumál

Stefna Fjarðabyggðar í fræðslu- og frístundamálum barna og ungmenna er að veita metnaðarfulla og framsækna grunnmenntun. Á það við um starf bæði í skólum og félagsmiðstöðvum. Markmið okkar er að gera Fjarðabyggð að góðum stað fyrir börn og ungmenni að njóta fræðslu og frístunda.

Fimm grunnskólar eru starfræktir í Fjarðabyggð. Kennsla grunnskólabarna í Mjóafirði fer fram í útibúi Nesskóla í Mjóafirði. Fjölmennasti skólinn er Nesskóli í Neskaupstað en Stöðvarfjarðarskóli er sá smæsti. Alls eru hátt í 700 nemendur í grunnskólum Fjarðabyggðar, en skólarnir hafa komið vel út úr samanburðarkönnunum. 

Fjórir leikskólar eru starfandi, en á Stöðvarfirði er sameiginlegur leik- og grunnskóli starfræktur undir heitinu Stöðvarfjarðarskóli. Jafnframt er vistun í Mjóafirði fyrir börn á leikskólaaldri. Í leikskólunum eru hátt í 300 nemendur á aldrinum frá eins árs til sex ára. Almennt eru börn að komast að í leikskólanum við eins árs aldur. 

Í þeim þremur tónlistarskólum sem eru í Fjarðabyggð fer fram metnaðarfullt starf. Í þeim eru um 300 nemendur á öllum aldri, en aðgengi að tónlistarnámi er almennt séð greitt. Leitast er við að veita umsækjendum aðgöngu í það hljóðfæranám sem óskað er.

Matur

Frá og með haustinu 2017 verður sameiginlegur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð. Matseðilinn rúllar á 7 vikna fresti og þeir sem sjá um matinn koma til að hafa úr nokkrum uppskriftum að velja hvern dag. Við samsetningu matseðlana er farið eftir ráðleggingum frá landlæknisembættinu sem styðjast við samnorrænar næringarráðleggingar. Hér fyrir neðan verður hægt að sjá matseðla fyrir hverja viku.

  • Fiskur eða fiskréttir tvisvar í viku. Líka feitur fiskur
  • Kjöt eða kjötréttir tvisvar í viku
  • Súpur, skyr, hrísgrjónagrautur eða léttur réttur einu sinni í viku
  • Grænmeti, salat og ávextir í boði alla daga
  • Gróft brauð (með háu hlutfalli trefja)
  • Grænmetisréttur, tvisvar sinnum í mánuði í stað kjötrétta.