mobile navigation trigger mobile search trigger

VINNUSKÓLI FJARÐABYGGÐAR og sumarstörf

Vinnuskóli Fjarðabyggðar er fyrir ungt fólk búsett í Fjarðabyggð sem lokið hefur 8. og 9. bekk grunnskóla (2002 og 2003). Starfstími skólans árið 2017 er frá 6. júní til 18. ágúst eða 11 vikur samtals. Hver nemandi starfar virka daga í 4 eða 6 vikur eftir aldri, frá kl. 08:00 - 12:00

Ungt fólk sem lokið hefur 10. bekk (2001) sækir um 8 vikna sumarstarf sem heyrir undir þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Foreldri/forráðamaður sækir um af hálfu barns vegna vinnuskólans.

Umsóknarfrestur vegna Vinnuskólans rann út þann 10. maí síðastliðinn. Þeir sem hyggjast skrá sig er bent á að hafa samband við Önnu Berg Samúelsdóttur, umhverfisstjóra, í síma 470 9000.

Starfs- og námsfyrirkomulag 

Stundir Laun Vikur Vinnutími
14 ára (2003) 40% launafl. 116 4 08:00-12:00
15 ára (2002) 50% launafl. 116 6 08:00-12:00
16 ára (2001) 78% launafl. 116 8 08:00-12:00 og 13:00-16:00

Laun eru ekki greidd 17. júní og frídag verslunarmanna.

Sjávarútvegsskóli Austurlands

Sjávarútvegsskólinn miðlar þekkingu um sjávarútveg til ungs fólks í sjávartengdum byggðum. Skólinn er ætlaður þeim sem lokið hafa 8. bekk grunnskóla. Hann var upphaflega settur á fót af Síldarvinnslunni í Neskaupstað (SVN) og hlaut fyrirtækið fyrir það menntasprota Samtaka atvinnulífsins. Vinnuskóli Fjarðabyggðar hefur átt aðild frá árinu 2014. Um skólahald sér Sjávarútvegsmiðstöð HA. Skólastjóri er Sigmar Örn Hilmarsson, sjávarútvegsfræðingur og starfa auk hans tveir starfsmenn við skólann.

Kennslufyrirkomulag:
Kennsla hefst kl. 13:00 fyrsta daginn, en annars kl. 08:00. Kennslustundir eru 12. Síðasta daginn er farið í fyrirtækjaheimsóknir og að þeim loknum eru skólaslit. Skólinn er 26. til 30. júní fyrir börn búsett í Neskaupstað, 3.-7. júlí fyrir börn á Eskifirði og Reyðarfirði og 10.-15. júlí fyrir þau sem eru frá Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði 

Verknámsvika VA

Öllum nemendum Vinnuskóla Fjarðabyggðar, sem lokið hafa 9. bekk, stendur til boða að taka þátt í verknámsviku í júníbyrjun. Vikan er samstarfsverkefni Verkmenntaskóla Austurlands (VA) og Fjarðabyggðar og er því ætlað að gefa ungu fólki kost á að kynna sér fjölbreytta kosti iðnnáms í verkmenntaskólanum. Nemendur taka þátt í verkefnum á vel útbúnum verkstæðum skólans og fá með því móti lifandi innsýn í störf sem tengjast t.a.m. sjávarútvegsfyrirtækjum, iðnfyrirtækjum eða fyrirtækjum í tæknigeiranum. 

Kennslufyrirkomulag:
Kennsla fer fram fyrir hádegi í Verkmenntaskóla Austurlands 06. til 09. júní. Námið fer fram í fimm deildum skólans eða grunndeild málm- og véltæknigreina, grunndeild bygginga- og mannvirkjagreina, grunndeild rafiðna, hársnyrtideild eða FAB-LAB smiðju. Nemendum vinnuskólans hefur jafnan gefist kostur að kynna sér tvær námsgreinar við verkmennataskólann.

REGLUR VINNUSKÓLA FJARÐABYGGÐAR

  • Við mætum stundvíslega og höfum með okkur hlífðarfatnað. Veðrið gæti breyst.
  • Pásur og kaffitímar eru eftir samkomulagi flokksstjóra og nemenda.
  • Við virðum skoðanir hvers annarra og erum kurteis í samskiptum við aðra.
  • Allir geta gert mistök, nemendur, flokksstjórar og yfirmenn.
  • Við vinnum öll verk eins vel og við getum og förum vel með verkfærin okkar og aðrar eigur vinnuskólans.
  • Við notum ekki tóbak eða önnur vímuefni í vinnuskólanum.
  • Foreldrar eru beðnir um að láta vita um forföll vegna veikinda.
  • Biðja verður yfirflokksstjóra/verkstjóra um frí.

Fjarvistir og viðurlög

Vinnuskóli heyri undir bæjarverkstjóra og er hann næsti yfirmaður flokksstjóra. Fari unglingur ekki að tilmælum flokksstjóra eða sættir sig ekki við starfs- og umgengnisreglur vinnuskólans, er honum gefið tækifæri á að bæta sig.  Beri það ekki árangur er hann sendur heim launalaust. Forföll vegna veikinda eru greidd í allt að 8 klst á mánuði (16 klst m.v. fulla vinnu). Sjá nánar í reglum skólans.

Umsjónarmenn

Neskaupstaður: Þorsteinn Guðjónsson, steini@fjardabyggd.is
Eskifjörður/ Reyðarfjörður/Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður: Ari Sigursteinsson, ari.sigursteinsson@fjardabyggd.is

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is
og forstöðumaður stjórnsýslu, 
fjardabyggd@fjardabyggd.is,
470 9000. 

YFIRSTJÓRN

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is,
sími 470 9019.