mobile navigation trigger mobile search trigger

ENDURVINNSLA

Endurvinnanlegt sorp 
Fjarðabyggð hefur útvegað öllum íbúum sínum Græna tunnu undir þann hluta heimilissorpsins sem er endurvinnanlegur. Í Grænu tunnuna má setja allan pappír heimilisins, bylgjupappa og pappa, plast, minni málmhluti (s.s. niðursuðudósir, málmlok af glerkrukkum) og fernur. Gler má alls ekki fara í tunnuna þar sem innihald tunnunnar er handflokkað og því getur brotið gler verið varasamt. Einnig getur glerið skemmt annað hráefni í tunninni og gert það óhæft til endurvinnslu. Eins mega rafhlöður ekki fara í tunnuna þar sem þær eru flokkaðar sem spilliefni.

Garðaúrgangur
Íbúar geta losað sig við garðaúrgang á eftirfarandi stöðum.  Við viljum benda íbúum á að tæma garðaúrgang úr pokum við losun. Plast getur tekið allt að 100 ára að brotna niður í náttúrunni.
Norðfjörður: Gámur við þjónustumiðstöð.
Reyðarfjörður: Hjallaleira neðan gámavöll. Móttaka hættir við Teigagerði. 
Eskifjörður: Gámur hafnarmegin við gámavöllinn.
Fáskrúðsfjörður:  Losað í gryfju við hlið söfnunarstöðvar. 
Stöðvarfjörður: Losað við Byrgisnes 

Græna tunnan

Bylgjupappi beint í tunnuna
Dagblöð og tímarit beint í tunnuna
Bæklingar beint í tunnuna
Fernur - sléttur pappi beint í tunnuna
Stærri plastumbúðir beint í tunnuna
Minni plastumbúðir í gagnsæjum plastpoka
Minni málmhlutir beint í tunnuna
Hreinsa umbúðir vel Bæði matar- og efnaleifar
Óendurvinnanlegur úrgangur fer í almenna tunnu Gler, ryksugupokar, bleiur o.fl.

Nánari um grænu tunnuna á vef Íslenska gámafélagsins.
Smelltu á myndina hér til hliðar til að stækka töfluna.

Flokkunartafla

Fatagámar

Norðfjöður: Við afgreiðslustöð Flytjanda Egilsbraut 6.
ReyðarfjörðurVið söfnunarstöðina á Hjallanesi 8.  
EskifjörðurVið þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar Strandgötu 6.
FáskrúðsfjöðurVið starfstöð Rauða Krossins Grímseyri 9.
StöðvarfjörðurVið Rauða kross búðina Fjarðarbraut 46.

Nytjahlutir

Í Steininum neðan við kirkjuna í Neskaupstað er nytjamarkaður og þar er hægt losa sig við föt og aðra nytjamuni.  Einnig er hægt að selja þar ýmsa hluti í umboðssölu. Þá rekur Rauði kross Íslands á Austurlandi verslanir fyrir notuð föt eða nytjahluti á Eskifirði og Stöðvarfirði.

Skilagjaldsskyldar umbúðir

   Viðtökustaður Viðtökutími Heimilisfang
Norðfjörður Björgunarsveitin Gerpir Þri. kl. 18:00 - 20:00 Strandgötu 44
Eskifjörður Fjarðaþrif Fös. kl. 14:00 - 17:00 Strandgötu 12a
Reyðarfjörður Gámur við Bíley Mán. kl. 17:00 - 19:30 Leiruvogi 6
Fáskrúðsfjörður  Strákarnir okkar ehf. Mið. kl. 17:00 - 18:00 Grímseyri 11b
Stöðvarfjörður Brekkan Á opnunartíma Fjarðarbraut 44

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjóri@fjardabyggd.is;
sími 470 9019.

YFIRSTJÓRN

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is,
sími 470 9019.