mobile navigation trigger mobile search trigger

SORPHIRÐA OG MEÐFERÐ ÚRGANGS

Umsjón með sorphirðu í Fjarðabyggð hefur Íslenska Gámafélagið, Hjallanesi 10, Reyðarfirði, 577 5757 og 840 5840, igf@igf.isVeður og aðrir þættir geta haft áhrif á hversu langan tíma tekur að hirða í hvert sinn. Brýnt er að íbúar sjái fyrir góðu aðgengi að sorptunnum til að tryggja skilvirka sorphirðu.

Almennt sorp (gráa tunnan) er hirt á tveggja vikna fresti. Græna tunnan er tæmd einu sinni í mánuði. Brýnt er að íbúar sjái fyrir góðu aðgengi að sorptunnum til að tryggja skilvirka sorphirðu, s.s. með því að moka frá tunnunum þegar þess þarf og staðsetja þær ekki of langt frá vegi.

Sorphirða

  Gráa tunnan Græna tunnan
Norðfjörður Miðvikudaga Föstudaga
Eskifjörður Miðvikudaga Föstudaga
Reyðarfjörður Fimmtudaga Föstudaga
Fáskrúðsfjörður  Fimmtudaga Föstudaga
Stöðvarfjörður Fimmtudaga Föstudaga

Smelltu á sorphirðudagatalið hér til hliðar og fáðu nánari upplýsingar um sorphirðu í Fjarðabyggð.

Móttökustöð

Móttökustöð Fjarðabyggðar er á Reyðarfirði. Þar er tekið á móti stærri förmum af úrgangi frá fyrirtækjum og einstaklingum. Allur úrgangur er fluttur á móttökustöð til vinnslu, þar sem hann flokkaður og ýmist fluttur til urðunar eða sendur til endurvinnslu.  Íslenska Gámafélagið sér um rekstur móttökustöðvar og sér um  að pressa pappa og flytja hráefni til endurvinnslu beint frá Reyðarfirði.  Róbert Beck, sími 840 5840, er yfirmaður Íslenska Gámafélagsins á Austurlandi.

Söfnunarstöðvar

Á söfnunarstöðvum er greitt fyrir móttöku úrgangs sem hér segir:  Fyrir allan úrgang frá heimilum, sem ekki fellur til við daglegan heimilisrekstur og ber ekki úrvinnslugjald eða skilagjald, eins og t.d. frá byggingu eða breytingu íbúðarhúsnæðis, frá bifreiðaviðgerðum,  lagervörur eða fyrningar yfirteknar við húsakaup, úrgangur vegna húsdýrahalds. Söfnunarstöðvar eru ætlaðar almenningi og er hámarks farmstærð 2 m3.  Stærri farmar skulu fluttir á móttökustöð á Reyðarfirði í samráði við þjónustuaðila. Staðsetning söfnunarstöðva

Opnunartími söfnunarstöðva

      mán þrið mið fim fös lau
Norðfjörður Naustahvammi 51 477 1302 15:00-18:00   15:00-18:00   14:00-18:00 12:30-17:00
Eskifjörður Við Strandgötu 476 1665 15:00-18:00   15:00-18:00   14:00-18:00 12:30-17:00
Reyðarfjörður Hjallanesi 8 474 1555 14:00-18:00 14:00-18:00  14:00-18:00 14:00-18:00 14:00-18:00 12:30-17:00
Fáskrúðsfjörður Nesvegi 13  475 1144   14:00-18:00       12:30-17:00
Stöðvarfjörður Byrgisnesi  475 8814        14:00-18:00   12:30-17:00 

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar, 
thjonusta@fjardabyggd.is
sími 470 9040. Einnig Íslenska Gámafélagið
igf@igf.is, sími 577 5757. 

YFIRSTJÓRN

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is
simi 470 9019.