mobile navigation trigger mobile search trigger

SVAUST - STRÆTISVAGNAR AUSTURLANDS

Leiðarkerfi SVAust hefur verið rekið frá því í byrjun árs 2012 sem þróunarverkefnið Skipulagðar almenningssamgöngur á Austurlandi. Því var upphaflega hrundið af stað af Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Austurbrú á grundvelli samnings Vegagerðar ríkisins og landshlutasamtaka sveitarfélaga um sérleyfisakstur. Akstur Fjarðabyggðar, stór hluti af akstri Alcoa Fjarðaáls og sérleyfisakstur SSA fellur undir leiðakerfið. 

Flestir sem nýta sér þjónustu SVAust eru að ferðast milli staða vegna vinnu, skóla eða íþróttaiðkunar. Einnig er aksturinn ætlaðar fyrir stakar ferðir íbúa og ferðamanna.  Á textavarpi bls. 668 má nálgast upplýsingar um seinkanir á ferðum.
Nánari upplýsingar eru á netfangi svaust@svaust.is eða í síma 470 9000. 

MIÐA- OG KORTASALA 

Miðar og mánaðarkort eru seld á nokkrum stöðum, sjá töflu hér fyrir neðan. Þar eru miðar afhentir en kort eru send með pósti innan 3 virkra daga frá kaupum. Einnig má greiða fyrir mánaðarkort í heimabanka eða banka. Greiðslur skal leggja inn á bankreikning 0569-14-700401 Kt. 470698-2099. Kvittun eða staðfesting skal send á svaust@svaust.is  Nánari upplýsingar eru veittar á skiptiborði Fjarðabyggðar í síma 470 9000 eða á svaust@svaust.is. Á kvittuninni þarf að koma fram kennitala, nafn, heimilisfang notanda kortsins, upphafs- og endastaður ferða. Þegar kvittun / staðfesting berst á netfangið svaust@svaust.is er sérstakt mánaðarkort búið til og sent notanda í landpósti innan þriggja daga. Hægt er að nota útprentaða staðfestingu / kvittun í 3 daga eftir að kort er greitt í heimabanka, eða þar til að kort berst notanda í landpósti.

Nánari upplýsingar er snúa að almenningssamgöngum eru veittar svaust@svaust.is eða í síma 470 9000.

Sölustaðir

Staður Heimilsfang Sími Netfang
Norðfjörður Sundlaug Norðfjarðar Miðstræti 15 477 1243 itmnes@fjardabyggd.is
Eskifjörður Sundlaug Eskifjarðar Dalbraut 3a 476 1218 itmesk@fjardabyggd.is
Reyðarfjörður Íþróttamiðstöðin Reyðarfirði Heiðarvegi 10 474 1331 itmrey@fjardabyggd.is 
Bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar Hafnargötu 2 470 9000 fjardabyggd@fjardabyggd.is
Fáskrúðsfjörður Íþróttahús Fáskrúðsfjarðar Óseyri 1 475 9045 itmfas@fjardabyggd.is 
Stöðvarfjörður Íþróttahús og Sundlaug Stöðvarfjarðar Skólavegi 20 475 9046 itmsto@fjardabyggd.is 
Breiðdalsvík Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps Selnesi 470 5560 info@breiddalur.is
Egilsstaðir Egilsstaðarflugvöllur Kaffiterían 471 2360
Upplýsingamiðstöð Austurlands Miðvangi 2-4 471 2320 info@east.is
Sjá opnunartíma sundlauga og íþróttamiðstöðva í Fjarðabyggð