mobile navigation trigger mobile search trigger

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar er veitt árlega í þremur aðskildum flokkum eða fyrir snyrtilegustu lóð í þéttbýli, snyrtilegastu lóð í dreifbýli og snyrtilegustu lóð fyrirtækis eða stofnunar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fer með úthlutun viðurkenninga. Umsjón með framkvæmd hefur umhverfisstjóri.

Óskað er eftir tilnefningum í ágúst og september og er þeim sem eru með lögheimili í Fjarðabyggð heimilt að tilnefna í öllum flokkum innan þess tímafrests sem auglýstur er. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd skipar dómnefnd, sem sker á faglegum grunni úr um hver þeirra tilnefndu hreppir hnossið. 

Umhverfisviðurkenning 2016

Afhending fró fram 21. október í Tónlistarmiðstöð Austurlands Eskifirði og var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem sveitarfélagið veitti viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og fegrun umhverifsins. Dómnefnd skipuðu Freyr Ævarsson, umhverfisfulltrúi Fljótsdalshéraðs, Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Anna Heiða Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur og eigandi Blómahornsins í Fjarðabyggð.

(Mynd f.v.) Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, Jón Björn Hákonarsonar, formaður ESU, Jón Már Jónsson, SVN, Guðný Bjarkadóttir, SVN, Sigfús Sigfússon, SVN, Hörður og Kristbjör á Heiðarvegi 25, Ármann og Jóna Ingunn, Dölum I og II og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Snyrtilegasta lóð í þéttbýli

Kristbjörg Kristinsdóttir og Hörður Þórhallson
Heiðarvegi 25, 730 Fjarðabyggð

Umsögn dómnefndar:
Lóðin er bæði falleg ásýndar og þarna gætir miklum fjölbreytileika í plöntuvali. Umhverfið allt er snyrtilegt, innkeyrsla og gangstétt framan við húsið er vel hirt. Tegundauðgi og snyrtimennska lóðar ber merki um metnað.

Snyrtilegasta lóð í dreifbýli

Ármann Elísson og Jóna Ingunn Óskarsdóttir
Dalir I og II, 750 Fjarðabyggð

Umsögn dómnefndar:
Bærinn er mjög snyrtilegur séður frá þjóðveginum. Íbúðar- og útihús er öllum vel viðhaldið og ná að halda á lofti ímynd hins dæmigerða „íslenska sveitabæjar“. Einnig er girðingum vel við haldið og hvergi rusl að sjá í umhverfi staðarins. Einfaldleiki og snyrtimennska í fyrirrúmi. Umhverfi og ásýnd Dals er til fyrirmyndar.

Snyrtilegasta lóð fyrirtækis eða stofnunar

Síldarvinnslan í Neskaupstað hf.
Hafnarbraut 6, 740 Fjarðabyggð

Umsögn dómnefndar:
Lóðir og vinnusvæðin eru mjög snyrtileg ásýndar. Blómaker eru skemmtilega í stíl við húsnæði fyrirtækisins og mikið lagt í að viðhalda svæðinu snyrtilegu. Síldarvinnslan leggur sjáanlega metnað í blómlega og fallega ásýnd á starfsvæði sínu.

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is  
sími 470 9019.

Umsjón

Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar,  
anna.b.samuelsdottir@fjardabyggd.is
sími 470 9065.