mobile navigation trigger mobile search trigger

VOR Í FJARÐABYGGÐ

Dagana 14. til 22. maí verður árleg vorhreinsun í Fjarðabyggð.

Þessa daga fara starfsmenn sveitarfélagsins, á virkum dögum, um bæjarkjarna og hreinsa burt þann garðúrgang sem settur er út fyrir lóðamörk. Tökum höndum saman og förum inn í sumarið í snyrtilegri Fjarðabyggð.

Ef fjarlægja þarf stærri hluti af lóð s.s. afskráð ökutæki, vinnuvélar, báta og annað slíkt er hægt að fá aðstoð hjá framkvæmda- og þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar. Hafðu samband í síma 470 9000.

Ónýtir bílar og brak á opnum svæðum verður tilkynnt til heilbrigðiseftirlitsins, eigendur slíkra hluta eru hvattir til að taka við sér. Úrvinnslusjóður greiðir 20.000.- í skilagjald fyrir bíla framleidda eftir 1980.

Engan afslátt, takk!

Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til þess að veita enga afslætti þegar kemur að umhverfismálum.

 • Umgengni og þrif á lóðum á að vera til sóma.
 • Vélar og tæki á að leggja skipulega að afloknum vinnudegi.
 • Efni sem unnið er með þarf að koma haganlega fyrir að afloknum vinnudegi . 
 • Farga verður því sem er ónýtt og koma í endurvinnslu eftir því sem við á.

Losun garðaúrgangs

Norðfjörður: Gámur verður við Naustahvamm, Naustahvammi 19, utan við gömlu saltfiskverkunina. Eskifjörður: Gámur verður fyrir neðan söfnunarstöð (bak við hafnarvog). Einnig er hægt að losa stærri garðaúrgang (greinar og tré) á nýjum stað, við Hjallaleiru í Reyðarfirði. Reyðarfjörður: Nýr staður að Hjallaleiru, móttaka hættir við TeigargerðiFáskrúðsfjörður: Losað í gryfju við hlið söfnunarstöðvar. Stöðvarfjörður: Losað við Byrgisnes. Mikilvægt að muna eftir að taka allt plast og annan ólífrænan úrgang með af svæðinu.

Matjurtagarðar

Afnot af garðlandi eru íbúum í Fjarðabyggð að kostnaðarlausu. Mælst er til þess að hver reitur sé ekki stærri en 50 m2 og afmarkaður með sýnlegum hætti. Staðsetning garðlanda er sú sama og áður. Norðfjörður: Svæði fyrir ofan Nesbakka. Eskifjörður: Svæði ofan Dalbrautar og innan spennistöðvar. Reyðarfjörður: Svæði í Teigagerði á milli kirkjugarðs og starfsmannaþorps. Fáskrúðsfjörður: svæði á Kirkjubóli. Stöðvarfjörður: Svæði utan skógræktar, utan við bæinn. Mundu að skilja ekki eftir plast eða annan ólífrænan úrgang á svæðinu. 

Í lok maí verða garðarnir plægðir og gerðir tilbúnir til ræktunar. Hafið samband við bæjarverkstjóra Fjarðabyggðar fyrir nánari upplýsingar um garðana. 

Garðeigendur athugið!

Sjá þarf til þess að gróður trufli ekki eða hindri umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda:

 • Snyrta til limgerði eða annan trjágróður sem vex út á gangstéttir og stíga.
 • Klippa burt trjágróður sem vex fyrir eða skyggir á umferðarmerki.
 • Klippa til og snyrta gróður sem kann að vera nágrönnum til ama.  
 • Tré sem veldur miklum skugga á nágrannalóð getur þruft að fella.

Gróðurmold í garðinn: Vegna framkvæmda í sveitarfélaginu fellur oft til gróðurmold sem nota má í garða og beð. Fáðu samband við verkstjórann á þínum stað í 470 9000 og fáðu upplýsingar um hvort ákjósanleg mold sé í boði.

Gæludýraeigendur vinsamlegst athugið!

Afar mikilvægt er að eigendur gæludýra sýni öðrum tillitssemi og fari eftir þeim reglum sem um dýrahaldið gilda. Á vef Fjarðabyggðar undir þjónustu eru samþykktir um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu ásamt kortum yfir skilgreind hundasvæði, en lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli Fjarðabyggðar. Kettir skulu einnig vera örmerktir og hafa hálsól með bjöllu, sér í lagi á sumrin á meðan varptíma fugla stendur.

Hafðu þitt á hreinu

Nú þegar vorið er komið og sumarið á næsta leiti, eru margir að hugsa um að fegra umhverfi sitt með ýmsum smábyggingum, pöllum og girðingum.

Við fögnum fegrun í sveitarfélaginu en til að koma í veg fyrir ágreining og að ekki sé ráðist í óleyfilegar framkvæmdir er minnt á að í mörgum tilfellum þarf að sækja um leyfi fyrir:

 • Garðskúrum
 • Pöllum
 • Girðingum og skjólveggjum
 • Móttökuloftnetum og móttökudiskum

Frekari upplýsingar má nálgast hjá skipulags- og byggingafulltrúa í síma 470-9000 eða í netfanginu byggingarfulltrui@fjardabyggd.is

Upplýsingar um hvaða framkvæmdir eru undanþegnar byggingarleyfi má einnig finna í gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarreglugerð er aðgengileg á slóðinni www.reglugerd.is

Stöðuleyfi

Sækja þarf um stöðuleyfi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Fjarðabyggðar til að láta gáma og aðra lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulöog ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.

Hægt er að nálgast reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í Fjarðabyggð og gjaldskrá, á heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is. Umsóknareyðublöð fyrir almenn stöðuleyfi og leyfi á skipulögðum gámsvæðum er að finna í Íbúagátt Fjarðabyggðar.

Skipulögð gámasvæði eru í öllum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-9000 eða á netfangið byggingarfulltrui@fjardabyggd.is

Við erum öll í rusli

Rusl fer um hendur okkar dag hvern og í þeim skilningi erum við öll í rusli. Fjarðabyggð býður upp á tvær tunnur til að hafa við heimili, gráa tunnu fyrir almennan óflokkaðan úrgang og Grænu tunnuna fyrir endurvinnanlegan úrgang. Hugmyndafræði Grænu tunnunnar gengur út á að auðvelda flokkun úrgangs og minnka þannig magn þess úrgangs sem fer til urðunar. Nú má setja einnig stærri plastumbúðir og málma beint í tunnuna, en smáir plasthlutir í gagnsæjum plastpoka. Rúmist endurvinnsluefni ekki í tunnunni eru íbúar hvattir til að skila því á söfnunarstöðvar. Græna tunnan en tæmd einu sinni í mánuði. Sjá sorphirðudagatal Fjarðabyggðar.

Rusl er verðmæti

Allt hráefni sem fer í grænu tunnuna fer til endurvinnslu erlendis og skapar þannig töluverð verðmæti. Á síðasta ári var flutt út frá Reyðarfirði um 715 tonn af endurvinnsluhráefnum, sem safnað var frá heimilum og fyrirtækjum á Austurlandi. Gefðu gömlum fötum nýtt líf. Gámar frá Rauða krossinum taka reyndar við bæði fatnaði og vefnaðarvörum eins og rúmfötum, handklæðum og gardínum. Hér er um oft um mikil verðmæti að ræða sem nýtast á ýmsan hátt. Að auki er hægt að gefa hlutum nýtt líf hjá Steininum, nytjamarkaði í Neskaupstað.

Flokkun hefur gengið ágætlega í Fjarðabyggð á undanförnum árum og hefur endurvinnsluhlutfallið verið frá 14% og upp í 16% af því sem hirt  er frá heimilum. Reynsla þeirra sveitarfélaga sem standa framarlega segir okkur þó, að við getum gert mun betur og hefur  markið verið sett á 20% endurvinnsluhlutfall. Við hvetjum því vini og fjölskyldu til að flokka og skila og draga með því móti úr kostnaði og umhverfisáhrifum, um leið og við aukum við endurvinnsluhlutfallið hér heima fyrir. 

Til þjónustu reiðubúin

Starfsfólk framkvæmda og umhverfissviðs er ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa íbúum til aðstoðar og ráðgjafar í umhverfismálefnum sveitarfélagsins; (f.v.) Valur Sveinsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Marínó Stefánsson, sviðsstjóri, Kristrún Ragnarsdóttir, þjónustufulltrúi, Sigurður Jóhannes Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og framkvæmdamiðstöðva, Ólöf Vilbergsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála og  Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri. Hafa má samband við starfsmenn sviðsins í 470 9000. Einnig má hafa hringja beint í viðkomandi starfsmann eða senda honum tölvupóst.