mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2018

19 flóttamenn frá Írak til Fjarðabyggðar

Um miðjan febrúar er von á fjórum fjölskyldum frá Írak, alls 19 einstaklingum, til Fjarðabyggðar. Fjölskyldunar hafa undanfarið dvalið í flóttamannabúðum í Jórdaníu. 

19 flóttamenn frá Írak til Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hafði lýsti vilja til að taka á móti flóttamönnum og í haust óskaði velferðarráðuneytið eftir viðræðum við sveitarfélagið um að taka móti flóttamönnum á árinu 2018.

Fjölskyldurnar fjórar verða búsettar á Reyðarfirði og í Neskaupstað. „Fjarðabyggð er vel í stakk búið til að taka á móti flóttafólki. Til staðar er góð grunnþjónustu, sem og  önnur þjónusta sem fólk þarf á að halda.“, segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar Fyrir um ári síðan kom kom Fjarðabyggð að því að aðstoða við að sameina fjölskyldu á flótta sem nú hefur búsetu í Fjarðabyggð. Þá tók Fjarðabyggð einnig á mót hópi flóttamanna frá Kósóvó árið 1999. Sú reynsla sem þar varð til á eftir að koma sér vel nú.

„Það er mikilvægt að móttökurnar séu góðar, og við sýnum aðstæðum fólksins skilning. Þetta er krefjandi verkefni sem við tökum að okkur, en ég veit að sveitarfélagið Fjarðabyggð og aðrir sem kom að málinu munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Ég veit líka að íbúar Fjarðabyggðar munu sameinast um þetta verkefni og leggja metnað sinn í að gera það sem best.” segir Páll Björgvin.

Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi þar sem hann útvegar fólkinu nauðsynlegt innbú á heimili þeirra og hefur jafnframt umsjón með stuðningsfjölskyldum sem ætlað er að liðsinna flóttafólkinu við aðlögun. Rauði krossinn auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu, s.s. við söfnun húsmuna, standsetningu íbúða, stuðning við flóttafólkið, íslenskuæfingar o.fl.  Áhugasamir geta sent póst á bjorn.armann@redcross.is 

Fræðslufundur vegna komu flóttamanna

Vegna komu flóttamannana býður fjölskyldusvið Fjarðabyggðar og Rauði krossinn íbúum Fjarðabyggðar á opinn fræðslufundur um verkefnið.

Fundirnir verða fimmudaginn 1. Febrúar:

Kl. 17:00 í Nesskóla

Kl. 20:00 í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Fulltrúar Fjarðabyggðar, velferðarráðuneytisins og Rauða krossins munu gera grein fyrir verkefninu á fundunum.

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér málið.

ATH: Þau leiðu mistök urðu við ritun fréttarinnar í upphafi að sagt var að fjölskyldurnar fjórar væru frá Íran. Hið rétta er að þær eru frá Írak. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Frétta og viðburðayfirlit