mobile navigation trigger mobile search trigger
03.07.2017

Á fætur í Fjarðabyggð 2017

Afar vel sóttri gönguviku lauk á laugardagskvöld með sjóhúspartýi á Randulffs sjóhúsi.

Á fætur í Fjarðabyggð 2017
Gengið á Svartafjall. Mynd: Sævar Guðjónsson.

Gönguvikan hófst á laugardaginn fyrir rúmri viku, þann 24. júní, með göngu- og bátsferð á Barðsneshorn. Síðan rak hver gangan aðra þar sem m.a. var farið á fjöllin fimm, Hólmatind, Goðaborg, Hádegisfjall, Kistufell og Svartafjall mánudag til föstudags. Þær göngur hófust á morgnana en seinni partinn voru m.a. styttri og auðveldari göngur. Dagskrá lauk síðan með kvöldvökum. 

Fjöldi fólks á öllum tók þátt í viðburðunum, löngu og stuttu göngunum og kvöldvökunum. Veður var að mestu leyti gott sem hefur töluvert að segja. Dagskránni lauk formlega sl. laugardagskvöld, 1. júlí, með kvöldvöku á Mjóeyri þar sem kveiktur var varðeldur og hlustað á ljúfa tóna á útisviði. Eftir það tók sjóhúspartýið við þar sem Andri Bergmann Þórhallsson hélt uppi stuðinu fyrir fullu húsi.

Gönguvikan er viðburður þar sem öll fjölskyldan kemur saman í hollri hreyfingu og skemmtun. Það er hægt að fara að hlakka til þeirrar næstu, Á fætur í Fjarðabyggð 2018.

Frétta og viðburðayfirlit