mobile navigation trigger mobile search trigger
25.09.2018

Bókun bæjarráðs um málefni VÍS

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 24.9.2018 mótmælti bæjarráð harðlega lokun á útibúi Vátryggingafélags Íslands í Fjarðabyggð. 

Bókun bæjarráðs um málefni VÍS

Bókun bæjarráðs hljómar svo:

Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega lokun útibús VÍS í Fjarðabyggð sem boðuð hefur verið. VÍS hefur á undanförnum árum dregið verulega úr sinni þjónustu í sveitarfélaginu og lokað útibúum í hverfum þess. Með lokun þessari mun því ekkert útibú VÍS vera starfandi í Fjarðabyggð. Er það afar sérstakt þar sem Fjarðabyggð er fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi og er sveitarfélagið með allar sínar tryggingar hjá VÍS. Þann 1.janúar 2019 eru samningar sveitarfélagsins um tryggingarþjónustu við VÍS lausir og mun bæjarráð ekki framlengja þá í ljósi skerðingar á þjónustu VÍS. Þá mun bæjarráð horfa til þjónustu tryggingafélaganna í sveitarfélaganna í komandi viðskiptum sínum við þau.

Frétta og viðburðayfirlit